Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 11
Hundurinn okkar var dauður. Það kom því ekki til mála, að það hefði verið hann sem kom til liðs við okkur, þegar mest á reið. Og samt veit ég ekki enn hvað halda skal. Myndskreytt af Arnold. Þaðan sem ég sat, í mjúk- um hægindastólnum í dag- stofunni heima hjá Ellman, kom ég auga á eitthvað rautt úti í einu horninu, gat ekki greint hvað það var, en einhverra hluta vegna vakti það samt for- vitni mína. Ég reis því úr sæti mínu og labbaði mig þangað. Þetta var lítiil stóll, handsmíðaður; bar meira að segja ekki vitni neinum sérlegum hagleik, en þó leyndi sér ekki að smiðurinn hafði lagt sig allan fram. Ég þóttist sjá að þetta sæti hefði annað hvort verið ætlað mjög litlu barni, eða það væri einfaldlega brúðustóll. — Þennan stól hef ég átt síðan ég vár krakki, sagði Ellman, þegar hann sá að ég virti gripinn fyrir mér af nokkurri forvitni. Ann- ars er það dálítil saga, sem honum er tengd; saga af atburði, sem gerðist í bernsku minni, og var ó- neitanlega alleinkennileg- ur. — Fyrir alla muni, segðu okkur þá sögu, mæltum við öll í senn. — Þetta er, semsagt, all- einkennileg saga, og ég er alls ekki viss um að þið trúið henni, sagði hann. Að vísu lít ég dálítið öðrum augum á þetta nú, en ég gerði fyrir fjörutíu árum, en þó verð ég að játa, að hún leitar á mig einstaka sinnum enn í dag. Helzt á næturnar, ef ég hrekk upp og gengur svo illa að festa svefninn aftur. — Við áttum heima á litlu sveitabýli, pabbi, mamma og ég, en pabbi var garðyrkju- ráðunautur, og ræktaði einnig sjálfur talsvert af ávöxtum til sölu. Atburður þessi gerðist í ágústmánuði, einmitt þegar ávaxtaupp- skeran stendur sem hæst. Pabbi var að leggja af stað til Rochester með ávexti, sem hann ætlaði að selja þar, en auk þess átti hann þangað önnur erindi, sem ekki var víst að hann gæti lokið þennan sama dag, og þar sem áttatíu kílómetra leið var frá okkur þangað, var það nú stóra spurningin, hvort hann ætti samt sem áður að koma aftur heim um kvöldið, og skreppa síðan aðra ferð til bæjarins. — Pabbi vildi aldrei vita okkur mömmu ein að næturlagi, ef nokkur leið var að komast hjá því. Býlið okkar var afskekkt og mamma var alin upp í borginni. Henni var því ekki heldur um það gefið að vera ein heima til lengdar. — Mamma var ung, tággrönn, með skærbrún augu og varmt tillit, hárið dökkt og liðað. Hún vildi ekki heyra á það minnzt, að pabbi kæmi heim um kvöldið hennar vegna, lét sem hún ótt- aðist það ekki að vera ein um nóttina — þótt hún gerði það vitanlega — og reyndi að telja pabba á að gista í borginni yfir nóttina. Annað væri beinlínis tímasóun, sagði hún. Og ætli að hann Willie litli líti ekki eftir öllu; það er ekki eins og það sé karlmannslaust heima, eða hvað hefur þú til málanna að leggja, Willie litli? Ég kreppti hnefana, tyllti mér á tá og þóttist heldur en ekki karl í krapinu. Pabbi hló, lét undan áróðri mömmu, þótt honum væri það þvert um geð, kyssti okkur bæði að skilnaði og lagði svo af stað. t — Enn man ég hvað mér fannst allt verða þögult og einmana- legt þegar hann var farinn, enda var ég ekki nema sex ára snáði. Raunar held ég að mömmu hafi fundizt eitthvað svipað, að minnsta kosti sagði hún fátt, þégar hún leiddi mig umhverfis húsið, og við fengum okkur hæti á bekknum undir álmviðinum. Susie, kisulóran okkar, kom til okkar með kettlingana sína í einni halarófu, alla sex, og lagðist í sólina hjá okkur. Kisa var að vísu í miklu dálæti hjá mér, en ekki líkt því eins og litli hundurinn okkar hafði verið, en hann var nú dauður fyrir ári. — Mig minnir að hann hafi heitað „Dandy“, þegar hann kom til okkar, en ég hafði einhvern tíma heyrt pabba kalla: „Komdu, hvutti litli“, og þá hélt ég að það væri hans rétta nafn. Eftir það kallaði ég hann alltaf „Hvutta litla“, og það festist við hann. Þetta var kátur og fjörugur seppi, með annað eyrað stöðugt lafandi, en hitt sperrti hann alltaf, og hann hafði þann skemmtilega vana, að taka sér stöðu fyrir framan okkur, ef einhver ókunnugur nálg- aðist, og þar stóð hann og gelti grimmdarlega, þangað til að sá, sem um var að ræða, annað hvort hrökklaðist brott, eða þá seppa hafði skilizt að ekkert væri við manninn að athuga. Þá kom hann til okkar og lagði höfuðið í keltu okkar. — Hann var svo greindur og tryggur, að foreldrar mínir sáu mikið eftir honum, þegar hann fannst dauður. Mér var ekki sagt frá því, svo ég hélt að hann hefði brugðið sér eitthvað í burtu, eins og hann hafði gert öðru hverju, svo að ég gerði mér alltaf vonir um að hann kæmi aftur. ÞARNA sátum við mamma nokkra stund, en svo stóð hún upp og sagði: — Nei, nú má ég ekki vera að slóra þetta lengur. Hún gekk inn í eldhúsið og ég hélt í humáttina á eftir henni, þótt mér væri það þvert um geð; veðrið var svo yndislegt, að ég vildi vera sem lengst úti við, en hins vegar þorði ég ekki fyrir nokk- urn mun að missa sjónar á henni. Ég elti hana því hvar sem hún fór við heimilis- verkin, og þegar hún hafði hrasað um mig nokkrum sinnum, hló hún og sagði: — Nú veit ég annars hvað þú getur dund- að þér við, karlinn. Komdú hérna út á veröndina. — Ég fór út á veröndina og settist við borðið, þar sem mamma sat oft og saum- aði, þegar gott var veður. Hún kom svo með tuskur og fægilög og bakka, fullan af hnífum, göfflum og skeiðum. —• Kökufatið lika, mælti ég bænarrómi. Ég vildi fága allt, sem fágað varð. Mamma brosti, fór og kom aftur að vörmu spori með stóra silfurfatið, og stóra silfurdiskinn með vínþrúguskreyttum röndunum, sem við höfðum fengið að arfi eftir ömmu, og teskeiðarnar, sem líka voru úr silfri, og sóknarbörnin hans afa höfðu gefið honum, þegar hann var búinn að prédika í tuttugu og fimm ár. Mér þóttu þetta heldur en ekki fínir munir og neri og fágaði allt hvað af tók. — Klukkan var víst um tólf, þegar ég varð fyrir truflun í starfi mínu. Ég heyrði marra í hliðinu og spratt á fætur til að sjá hver væri að koma. Það hefði verið synd að segja, að gesturinn væri sérlega virðulegur. Þetta var flækingur, breið- leitur og rauður í framan, þrútinn í vöng- um, sem vaxnir voru svörtum skeggstubb- um og á höfði hafði hann illan og ljótan hatt, upplitaðan og mosagróinn. Hann bar lurk á öxl sér og hékk böggull við lurk- inn. Honum varð litið yfir að hundahús- Framhald á bls. 33. VIKAN 22. tbi. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.