Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 17
EGILL STARDAL segir frá hreindýra veiðum á Fellaheiði En í þetta sinn var ef-ið orðið að staðreynd,, við sátum í ágúst- mánuði og átum nesti okkar nær hádegi, í sól og sunnanvindi eins og Norðlendingar segja, skammt frá Bakkaseli í Öxnadal og virtum fyr- ir okkur kaldranaleg fjöllin í suðri. Þá kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri þjótandi að aust- an. Hann vildum við einmitt finna því við vissum að hann var að koma að austan frá Hallormsstað en þang- að var einmitt ætlunin að fara. Blessuð börnin, ég vorkenni ykkur að fara úr sólskininu í bölvaða rign- ingarfýluna, það hefur ekki stytt upp í margar vikur þar eystra. Annars var að birta upp er ég fór. Þið verðið kannki heppnari en ég með veðrið, og þar með var hann þotinn til Skagafjarðar að plan- leggja þar skóglendi framtíðarinn- ar. Við, eða blessuð börnin sem Hákon kallaði svo, vorum, auk undirritaðs, Guðmundur Bjarnason sem er eða var starfsmaður Skóg- ræktarinnar, þá nýkvæntur og með hina föngulegu brúði sína, Bryndísi Víglundsdóttur, sem er, að ég bezt veit, eina konan íslenzk sem hefur farið til hreindýraveiða, fjórði maður var Guðmundur Leifsson, frændi nafna síns og kunningi okkar allra. Eystra ætlaði einn enn að bætast í hópinn, Sigurður Haukur Sigurðsson, en hann hafði dvalizt um sumarið við vega- mælingar á Austurlandi. Beið hann okkar á Egilsstöðum með nýjan Landrover, en okkar farartæki austur var Willy‘s jeppi sem Guðmundur Bjarnason átti og höfðu við farangurinn í kerru aftan í. Næsti áfangi, — Möðrudalur, — benzín á bílinn og Jón. Mér datt í hug þessi vísa Rögnvaldar jarls kala, er ég var að rifja upp fyrir mér það sem ég hafði heyrt um Tjaldstaður á Fellalieiði. Hreindýrin eru hengd utan í Land-Roverinn. þann fjölhaga mann. Tafl er eg ör að efla. íþróttir kann eg níu. Týni eg trauðla rúnum. Tíð er bók og smíðar. Skríða kann eg á skíðum. Skýt eg og ræ svo nýtir. Hvort tveggja kann eg hyggja. Harpslátt og bragháttu. Jón er eins og alþjóð veit eins konar Leonardo Framhald á bls. 39. Leiðangursfólkið með veiðina. VIKAN 22. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.