Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 18
 FISKFLOK MEÐ KRYDDSMJÖRI n FÍSKFLÖK MEÐ KRYDDSMJÖRI. Nuddið 5—6 hg fiskflök með 1 tsk. salti og látið þau liggja um stund. Leggið þau síðan í eldfast fat í meðalheitan ofn (225°) og steikið i 12—15 mín. Hrærið 3 matsk. af smjöri með 3 eggjarauðum, einni í einu. Setjið saman við 1 tesk. salt, 3 matsk. rifinn lauk, 3 matsk. saxaða persiljuðu, 2 matsk. dill eða annað grænt grænmeti og 2 tsk. sítrónusafa. Takið flökin úr ofninum og smyrjið þau með þessari blöndu. Steikið þau síðan aftur í ofninum í nokkrar minútur og berið fram með soðnum kartöflum. FISKUR i OSTASÓSU. 1% kg fiskflök, 2Vi bolli mjólk, IV2 tsk. salt, Vs tsk. pipar, Vi kg ostur, V-± bolli smjörlíki, V± bolli hveiti, 1 matsk. worcestershiresósa. Fiskflökin skorin í lengjur eftir endilöngu og búnar til úr þeim rúllur. Sett í eldfast fat, salti og pipar stráð á og mjólkinni hellt yfir. Soðið í ofni í 30 mín. Tekið úr ofninum og ofninn settur á yfirhita. Sósa bökuð upp úr smjörlíkinu, hveitinu og mjólkinni af fiskinum, sem hellt er varlega af flökunum í fatinu. Kryddað með worcestershiresósunni og rifinn ostur- inn settur í og látið hitna þar til osturinn er bráðinn. Sósunni hellt yfir flökin og papriku stráð yfir. Fatið sett inn í ofninn með yfirhitanum og látið verða að- eins ljósbrúnt að ofan. Gott er að bera með þessu laussoðin hrísgrjón, grænar baunir, sem hitaðar hafa verið j smjöri, eða bara kartöflur. BÖKUD FISKFLÖK 1 SÚRUM RJÓMA. Þunnar sneiðar af sítrónu eða lauk, % kg fiskflök, % bolli súr rjómi, % tsk., salt, paprika. Hitið ofninn vel. Þekjið botninn á eldföstu fati með sítrónusneiðum og raðið fiskstykkjunum þar ofan á, kryddið með salti og pipar. Lokið fatinu, annað hvort með loki, sem á við fatið eða með málmpappír og bakið í 30 min. Takið lokið af og smyrjið súrum rjóm- anum, sem hefur verið saltaður svolítið, á flökin, stráið papriku yfir. Setjið neðarlega í ofninn með yfirhita og látið rjómann verða aðeins ljósbrúnan. Ef laukur er notaður má annaðhvort rífa hann á rif- járni og láta 1 matsk. saman við rjómann og setja þá V± tsk. af sinnepi í líka, eða leggja þunnar sneiðar af lauk yfir flökin, blanda þá 1 tsk. af papriku og % tsk. af salti í rjómann og setja 2 matsk. af smjöri í smáklessur á víð og dreif. Þá er fiskurinn bakaður lcklaus í ofni í 30—40 mín. BÖKUÐ FLÖK MEÐ SÚRSÆTUM ANANAS. 1 grænn pipar, skorinn í ræmur, 1 laukur, gróf- saxaður, 2 matsk. salatolía, 1 tsk. engifer, 1 matsk. púðursykur, 1 matsk. kartöflumjöl, 1 matsk. soya (kínversk), V± bolli edik, 2V± bolli ananasbitar og lögurinn af þeim, % kg fiskflök. Hitið ofninn vel. Sjóðið piparlengjurnar og lauk- inn í salatolíunni í 5 mín., bætið svo engiferinu, púð- ursykrinum, kartöflumjölinu og edikinu í og anan- asnum úr dósinni (notið ekki allan löginn ef hann er mikill). Raðið fiskflökunum í grunnt eldfast fat og hellið sósunni yfir og bakið í 30 mín. í ofninum. Þessi réttur minnir á austurlenzkan mat, svo að gott er að bera með honum hrísgrjón. BAKAÐUR HEILL FISKUR, t. d. ÞORSKUR. Hausinn tekinn af fiskinum og hryggurinn tekinn 18 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.