Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 24
Steinunn S. Briem þýddi. IWG06GMN FRAMHALDSSAGAN 5. HLUTI eftir Elizabet Goudge >að var á undurfögru ágústkvöldi árið. 1745, sem Judith Macdonald kom ríðandi á gráu hryssunni sinni áleiðis til Kinmohr. Hún var stað- uppgefin og verkjaði í alla vöðva af þreytu, en vildi ekki láta á neinu bera. Hitinn hafði verið steikjandi frá því snemma um morguninn, og nýjuf glæsilegu reiðfötin hennar voru alltof þykk — hún hélt, þegar hún lagði af stað, að það gerði ekk- ert til, þó að fallegi búningurinn hennar væri óþægilegur, svo fram- arlega sem hún liti nógu vel út í honum. En nú var hún farin að ef- ast . . . Lífstykkið meiddi hana, og beltið var orðið ískyggilega þröngt .., Hana langaði að biðja Ranald að nema staðar um stund, en það dugði ekki. Hann vildi komast heim fyrir myrkur, og ekki mátti hún láta hann halda, að hann hefði kvænzt einhverri væflu. Það var orðið langt síðan Ranald Macdonald hafði komið til Kinmohr, en nú sneri hann aftur sem lávarður og eigandi hins mikla ættarseturs. Nú gæti hann gert hvað sem honum þóknaðist! Og það skyldi hann gera! Judith leit á hann í laumi. Hann var einbeittur á svip og eilítið harð- neskjulegur. Hún dáði hann og elsk- aði, en stundum lá við, að henni stæði stuggur af honum. Hann gat verið einstaklega Ijúfur og ástúð- legur, þegar sá gállinn var á honum, en 1iann gat líka orðið ógurlegur í reiði sinni. Hann var eldheitur hug- S’ónamaður, og það var engin hálf- velgja í neinu, sem hann tók sér fyrir hendur. Ef hann elskaðí, þá var það af öllu hjarta. En hann gat líka verið miskunnarlaus, þegar á þurfti að halda. Henni var fullljóst, að það myndi ekki reynast tómur dans á rósum að vera eiginkona hans. Hún yrði að gefa sjálfa sig algerlega, taka þátt 1 öllum hans vandamálum, fórna einstaklingseðli sínu á altari ástarinnar. Iiún var sjálfstæð og viljaföst stúlka, átján ára gÖmul, en hún færði þessa fóm með glöðu geði, þegar hún giftist honum. Hjónavígslan hafði farið fram 24 — VIKAN 22. tbl. snemma um morguninn, en Ranald hafði krafizt þess eindregið, að þau eyddu brúðkaupsnóttinni á heimili hans í Kinmohr. Svo að þau höfðu riðið allan daginn, upp og niður hæðir, fjöll og dali ... Áfram og áfram héldu þau, upp, upp, upp ... Skyldu þau aldrei kom- ast upp á þetta fjall? ... Jú, loks- ins . . . Judý leit upp og sá, að gatan endaði skyndilega. Hryssan var hér um bil jafn upp- gefin og hún sjálf; hún hrasaði og lá við falli og hefði Ranald ekki gripið um Judith, myndi hún hafa steypzt úr söðlinum. Hann stökk léttilega af baki og tók hana í fangið. „Judith! Skepna get ég' verið að fara svona með þig! Ég sá ekki, hvað þú varst orðin þreytt.“ Hann lagði hana mjúklega á grasið. „Ástin mín. þú ert nær dauða en lífi.“ „Ég er ekkert þreytt," muldraði Judith þrjózkulega. En hún flýtti sér að losa ofurlítið beltið sitt og toga í lífstykkið. „Er langt héðan til Kinmohr?" spurði hún. „Það er rétt fyrir neðan okkur — þarna í dalnum. En við sjáum húsið ekki héðan.“ Þau voru komin upp á hæsta hniúk Bsn Caorach. Það var eins og þau gætu horft yfir allan heim- inn, bláa fjallstinda hvarvetna, svarta hamra, græna dali, sviflétt ský, glitrandi móðu . .. Kyrrðin um- lukti þau. Hún heyrði hörputóna í hjarta sínu, hörpuslátt gleðinnar, er sál hennar vaknaði til sameiningar við ástvininn. Hann sneri sér skyndilega að hcnni og tók hana í faðm sér. Þetta var fullkomnun lífsins. Þau voru saman, svo undursamlega nálæg hvort öðru ... þetta var andleg sam- eining, margfalt þýðingarmeiri en líkamleg ástríða. „Þetta er lífið sjálft," mælti Ranald. „Hvað?“ spurði hún. „Þessi sameining, fædd af eilífð- inni.“ Hann fann það þá líka? Þau stóðu lengi kyrr í sömu sporum, en loks fór hin töfrandi kennd að dvína. Judith andvarpaði og vaknaði af leiðslunni. „Við skulum flýta okkur heim,“ sagði hún brosandi. „Ég er ban- hungruð.“ „Heim!“ endurtók Ranald og hló af gleði. Orðið hljómaði svo unaðs- lega af vörum hennar. HÁLFTÍMA síðar stóð Judith í stóra svefnherberginu móti vestri. Hún litaðist um og dáðist að hrein- leika og samræmi stofunnar. Hún ætlaði að láta inn eitthvað af hús- gögnum, en ekki of mikið. Henni varð litið á rekkjuna miklu, og hjarta hennar tók að slá örara ... Þessu rúmi hafði faðir Ranalds dáið í. Nú myndi það verða hjónarúmið þeirra. Hún myndi ala börn sín í því. Ef til vill myndi hún deyja í því. Ef til vill myndi Ranald deyja í því ... Hún sá, að engar myndir voru á veggjunum. Hún ætlaði að hengja málverkið af Ranald yfir arinhill- una, svo að hún gæti séð það, um leið og hún lyki upp augunum á morgnana. Hún burstaði hrokkið og silki- mjúkt hár sitt og batt um það gul- um borða. Síðar myndi hún setja það upp eins og hefðarfrú sæmdi, en í kvöld var enginn tími til þess. Ranald beið hennar. Hún hló af kátínu og smeygði sér í fallegasta kjólinn, sem hún átti. Ranald hafði ekki séð hann enn. Hún leit í spegilinn og varð að játa, að hún væri hrífandi fögur. Hvítt silkið féll þétt að líkama hennar og sýndi vel ávöl brjóstin og örgrannt mittið. Krínólínan þyrl- aðist um hana líkt og glitrandi ský, alsett litlum, gulum rósum. Hún festi perlurnar um háls sér, stakk litlu, grönnu fótunum í hvíta satín- skó með háum, gylltum hælum og trítlaði fram að dyrunum. Hún dansaði fram og aftur um gólfið í setustofunni, frá sér numin af hrifningu. Hvílík salarkynni! Þrír háir gluggar sneru mót vestri, þar sem gullroðið sólsetur blasti við. Glitofin gluggatjöldin og nýja harpsíkordið, sem þau höfðu látið senda frá Edinborg, voru komin á sinn stað. Allt var skínandi nýtt og hreint. Fyrir framan miðgluggann beið kvöldverðurinn þeirra á löngu, skrautlegu borði. Hún leit út um gluggann og kom auga á Ranald í garðinum, þar sem hann var að reyta arfa úr rósabeði, og hún hljóp út til að skamma hann. „Ekki gera þetta, Ranald! Þú verður óhreinn á höndunum. Komdu að borða!“ Hann hlýddi samstundis og brosti yndislega til hennar, en minntist ekki einu orði á nýja kjólinn . .. Þessir karlmenn! ... Hún þyrfti auðsjáanlega að ala hann vel upp, svo að hann yrði almennilegur eig- inmaður ... KVÖLD VERÐURINN var full- kominn. Raunar voru þau svo svöng, að þau borðuðu allt, sem Angus bar fram, með beztu lyst, en smám saman róuðust þau, og þegar Angus skildi þau ein eftir, litu þau brosandi hvort á annað. Ranald lyfti glasi sínu, og rauð- vínið glóði í dimmrauðu sólseturs- ljósinu. „Ég drekk skál þína, ástin mín.“ Judith klingdi glösum við hann og leit brosandi í augu hans. „Og ég þína. Megir þú aldrei iðrast þessa dags.“ „Megir þú aldrei iðrast hans.“ Hún hló og teygði úr sér. „Ég má ekki skála oftar við þig, Ranald, því að fótleggirnir á mér eru þegar orðn- ir afar skrítnir. Og þú verður að sýna mér garðinn, áður en dimmir." Ranald tók ferskju af diskinum, „Æ, flýttu þér nú!“ sagði hún ó- þolinmóð. „Bara þessa einu, svo ekki meira,“ lofaði hann. „Viltu ekki syngja fyr- ir mig, Judith, á meðan? Þú sagðist hafa samið nýtt lag.“ „Það er satt, ég bjó til lag fyrir þig. Fyrir okkur bæði.“ Hún hafði yndi af hljómlist og orti oft smákvæði, sem hún samdi síðan lög við. Harpsíkordið hafði Ranald

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.