Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 25
gefið henni í brúðargjöf. Hún settist niður og renndi fingrunum létt yfir hvítar og svartar nóturnar. „Líf mitt tilheyrir þér jafnt í blíðu sem stríðu,“ raulaði hún. „Líf mitt tilheyrir þér, hvert sem þú ferð. Líf mitt er þjónn þinn, bam þitt og þræll. Líf mitt er eign þín út yfir gröf og dauða.“ Ranald kom og lagði hendurnar á axlir hennar. „Þakka þér fyrir, Judith .. . Ertu í raun og veru svona hamingjusöm?" Hún breiddi út faðminn. „f öllu Skotlandi fyrirfinnst engin stúlka jafnsæl og ég nú.“ Hann leit alvarlega á hana. „Ég skyldi glaður selja sál mína fyrir þá fullvissu, að þú segðir mér þetta á hverju kvöldi alla ævi.“ „Og hví skyldi ég ekki gera það? Hvers vegna ættum við ekki að geta verið hamingjusöm að eilífu? ... Þú ert svo þungbúinn, Ranald!“ Hann sneri sér aftur að borðinu. „Maður má ekki vera of hamingju- samur — það er sagt, að guðirnir verði afbrýðisamir.“ Henni fannst smáskuggi falla yfir stofuna, en hún hristi af sér allan kvíða. „Hvaða vitleysa! Við skulum blíðka þá!“ Hún hellti víni í glas sitt og lyfti því. „Til hinna afbrýði- sömu guða!“ Þau drukku skálina standandi. Síðandi rétt.i Ranald henni hönd sína. „Hvernig lízt þér á þetta heimili, ,sem þú átt að stjórna í framtíðinni?“ Hún hugsaði sig um. „Fólk lætur sig dreyma, en við höfum fundið óskalandið . .. Þegar þú komst með mig hingað í kvöld og ég sá húsið í fyrsta sinn, vissi ég, að ég hafði fundið mitt raunverulega hei'mili. Nú er ég loksins orðin ég sjálf. Ég tilheyri Kinmohr um alla framtíð." „Og Kinmohr tilheyrir þér.“ Judith settist aftur niður. „Og lá- varðurinn af Kinmohr — tilheyrir hann mér líka?“ „Já.“ „Elskarðu mig?“ „Það var þá spurning!" „Hversu mikið?“ Hann hugsaði sig um og leitaði að viðeigandi orðum. „Það er erfitt að lýsa því ... Fólk notar orðið ást svo gáleysislega, að það getur þýtt margt. í ástinni milli okkar býr eitthvað, sem tilheyrir eilífðinni ... Þannig elska aðeins hinir útvöldu." „Mun þessi tilfinning vara?“ „Já. Hún á sér rætur í gleymsku fortíðarinnar og mun blómgast í fjarlægri framtíð, sem við sjáum ekki núna.“ „Þú átt við, að við höfum áður elskazt á þessari jörð og eigum eftir að koma aftur og aftur hingað?“ Hann kinkaði kolli. „Það er eng- inn dauði til, ástin mín. Við eigum eftir að lifa og elskast um ókomnar aldir.“ Framhald á bls. 51. Það sem áður er komið: Cameron hjónin ásamt Judy dóttur þeirra og Charles unnusta hennar eru í sumar- dvöl í gömlu húsi í hálöndum Skotlands. Ekkert þeirra hefur komið þar áður, en þegar við komuna þekkir Judy þar hvern stein og þúfu, sömuleiðis þekkir Angus ráðsmaður hana. Henni finnst í sífellú að hún hafi heyrt og séð allt sem skeður einhvern tíma fyrr, þar á meðal eiganda hússins, Ian. Þeim verður vel til vina, og hún veitir honum aðstoð í störfum hans, en hann er læknir. Á afmælisdegi hennar sendir Ian henni ljóða- bók áritaða til Judith Cameron, og svo vill til, að hún þekkir þar sömu rithönd og á gamalli bók, sem einn fyrri eigandi þessa húss hafði gefið Judith konu sinni árið 1745. Þann sama dag finnur hún einnig kjól, sem Judith þessi átti. Um kvöldið verða þau Ian ein í stofunni, meðan hitt fólkið spilar bridge, og hann heldur því fram, að hinir látnu geti náð tökum á þeim, sem lifa, og komi þannig aftur til jarðarinnar. Hann rifjar einnig upp einhverjar fyrirætlanir sem forfaðir hans, eiginmaður Judith, hafði á prjónunum, en Judy biður hann að rif ja þetta ekki upp — „þær minna mig á það, sem ég gerði þér — á þetta hryllilega sár, sem ég veitti þér.“ Hitt fólkið kemur nú aftur inn í stofuna, og meðal annars fer það þá höndum um hinn forna kjól Judith. Judy leiðist það, en fær ekki að gert. Þegar hún er ein eftir með systur Ian, heyrist henni einhver sé að koma með erfiðismunum, og rekur Jean burt. í sama bili kemur hann á gluggann, heldur um síðuna og blóðið vellur milli fingranna. Þegar að er komið, liggur Judy meðvitundarlaus á gólfinu framan við MIÐGLUGGANN.... VIKAN 22. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.