Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 29
tölulega hættulausum barnakvilla. Nú hafði mönnum hins vegar tekist að þreifa sig áfram til skurð- aðgerðar, sem gat leyst vandann — djarflegrar aðgerðar, sem krafðist þess, að skurðlæknir væri sannkall- aður snillingur. Ef aðgerðin tókst, var blóðinu veitt framhjá hinni þröngu slagæð — til'sjálfra háræð- anna í lungunum, þar sem það gat náð til sín súrefninu, sem var líkam- anum lífsnauðsynlegt. Á því tímabili, sem Jackie hafði legið í East S:_j-sjúkrahúsinu, hafði hann notið mikillar hvíldar og feng- ið mjög nærandi viðurværi. Þetta hafði haft dásamleg áhrif á hann, svo að hann var nú eins vel undir aðgerðina búinn og hann mundi nokkru sinni geta orðið. Andy brá sér í hvítan skurðstofu- búninginn og leit inn til sjúklings- ins. Júlía, sem þegar var önnum kafin við verkfærin, sagði í þeim ópersónulega tón, sem alltaf var beitt við vinnuna: „Einn hjúkrunar- nemanna er sjúkur í dag, Gray læknir, svo að við verðum því mið- ur ekki eins mörg og við ættum að vera. Þess vegna er sennilegt, að við verðum ekki alveg tilbúin, þeg- ar þér hafið þvegið yður!“ Ég ætla samt að ljúka öllum und- irbúningi,“ svaraði Andy. Hann hafði einmitt gripið nagla- bursta, þegar nafn hans hljómaði í gjallarhorninu. Andy bölvaði lágt bak við grímu sína, þegar hann tók símann. „Þú ert væntaniega ekki byrjaður enn, Andy?“ Það var Tony Korff, sem spurði þannig. „Geturðu komið niður í slysastofuna? Það er hérna maður með brotinn brjóstkassa — vegavinnumaður, sem vann við nýju bílabrautina. Hegri tók á rás og hann varð fyrir honum — að lík- indum lifir hann þetta ekki af, en ég vildi mjög gjarna, að þú litir á hann í öryggisskyni.“ En hvað þetta var líkt Tony! Andy var hinn versti með sjálfum sér, þegar hann hljóp að lyftunni. Tony var annars sannfærður um, að hann gæti alla hluti á eigin spýtur — nema þegar eitthvert sjötta skiln- ingarvit sagði honum, að um von- laus viðfangsefni væri að ræða! Úti á ganginum hafði hann næst- um rekizt á Emily Sloane. Þótt hann væri mjög að flýta sér, veitti hann því athygli, að yfirhjúkrunar- konan var ósköp veikluleg útlits — eins og hún væri með þrautum, sem hún vildi þó ekki viðurkenna. Ég verð líklega að fá hana til að koma til athugunar síðdegis í dag hugsaði hann. Þessa skurðstofuhjúkrunar- konur, sem eru alltof samvizkusam- ar og skylduræknar, slíta sér upp fyrir aldur fram. Hálfri annarri klukkustund síðar hafði skaddað lugnablað verið num- ið brott úr sjúklingi Tony Korffs, og leið manninum þá eins vel og hægt var að gera ráð fyrir. Andy Gray var að taka af sér gúmmí- hanzkana í þvottaherberginu, þegar Júlía Talbot kom inn til hans. „Eruð þér enn að hugsa um að framkvæma aðgerðina á Jackie fyr- ir hádegi, Gray læknir?“ spurði hún. „Nei, það mundi tæpast vera hyggilegt, ungfrú Talbot,“ svaraði hann af sömu kurteisi og hún. „Við verður öll að vera óþreytt við svo erfiða aðgerð. Við skulum reyna að taka hann seint í dag, þegar okkur hefur gefizt tækifæri til að kasta. mæðinni stutta stund.“ Þegar Júlía var að ganga út um dyrnar, vék hún til hliðar til að: hleypa Martin Ash inn. Yfirlækn- irinn var þreytulegur á svip. „Mér er sagt, að þér hafið ætlað: að framkvæma aðgerð á litla hjarta- sjúklingnum okkar í morgun, Gray. aÞð var leiðinlegt, að þér skylduð vera kallaður á brott, svo að ekki varð af henni.“ Andy leit upp frá handlauginni brosandi. „Það var líka ómaksins vert að reyna að bjarga þessum manni hérna.“ „Já, þér hafið unnið ágætlega eins og venjulega, en það er víst óþarfi, að ég hafi orð á því.“ „Jú, þakka yður fyrir, það er allt- af gaman að heyra það. Ætlist þér til þess, að ég komi á hádegisfund- inn í dag?“ Martin Ash hallaði sér að dyra- stafnum og tók fram sígarettu. Andy virti hann fyrir sér, þegar eldurinn kviknaði á dýrum kveikj- aranum, sem gerður var úr platínu. Enda þótt Ash virtist þreyttur eftir erfiða vinnu um morguninn, var hann þó enn furðu hress og þrek- mikill. Ég hefi aldrei séð laglegra andlit, hugsaði Andy. Eða dapur- legra! Það hlýtur að vera erfitt að búa með þessari yndisfögru Cather- ine. „Já, við hittumst eins og venju- lega,“ mælti Ash. „En ég hefi víst: ekki frá mörgu nýju að segja; flugu- fregnirnar hafa áreiðanlega orðið á. undan mér ...“ „Ég hef átt of annríkt til að geta hlustað á þær.“ „Væntanlega vitið þér, að maður- inn með brunasárin, sem við reynd- um að bjarga, er dáinn?“ „Já, það stóð í morgunskýrslunni sem trúnaðarmál.“ Ash tók sígarett- una út úr sér og blés reyknum frá sér, og Andy hugleiddi, hvers vegna líkami yfirlæknisins virtist skyndi- lega hníga dálítið saman. „Lögreglan spurði mig í gær, hvort hún mætti nota manninn sem tálbeitu," sagði hann með hægð. „Guð má vita hvers vegna þeir vildu það. Líklega hefur lögreglan talið, að hún gæti með því móti hrætt glæpamanninn til að koma úr fylgsni sínu, ef við létum svo sem sjúklingurinn gæti fengið rænu á hverri stundu og þulið nöfn . . .“ „Jæja, var það þannig hugsað!“ „Gerið þér yður ljóst, hvað fyrir hefði getað komið, ef áætlunin hefði borið árangur?“ Andy hló við. „Ég hef áður verið á vígvöllunum, þar sem dauði og tortíming hafa ríkt, en ég viður- kenni, að það mundi hafa öðru vísi áhrif á mig hér heima ...“ „En nú er hættan orðin mun rninni," mælti Ash. „Við hvað eigið þér „Hurlbut hringdi til mín í morg- un. Ég hef þegar látið síðdegisblöðin fá tilkynningu um síðara dauðs- fallið.“ „Sagði hann nokkuð um ástæðuna fyrir því, að þeir hafa skyndilega skipt um stefnu í þessu?“ „Þeir gera það samkvæmt skip- unum frá æðri stöðum. Einhver maður í Washington hefur orðið taugaóstyrkur, þegar hann las morg- unfréttirnar héðan. Við megum ber- sýnilega ekki móðga fyrrverandi bandamenn okkar — enda þótt þeir séu í rauninni fjandmenn okkar í <iag.“ „Ég skil þetta ekki enn.“ „Þetta er ofur einfalt, Gray. Þa*ð má ekki koma fram í dagsljósið, að fjandmenn okkar smygla geislavirk- um efnum úr landi með aðstoð leiguþýja innan landamæra okkar sjálfra. Við megum ekki einu sinni láta í það skína, að einhver þessara fjandmanna okkar muni ef til vill sprengja sjúkrahús í New York- borg í loft upp til að koma í veg fyrir, að grímunni verði svift af honum . . .“ „Og svo látum við hann vita fyr- ir tilstilli blaðanna, að hann þurfi ekki að vera hræddur lengur?" „Já, stendur heima. Við segjum honum, að hann þurfi að minnsta kosti ekki að óttast neitt frekar af okkar hálfu. Og það er líka alveg rétt, það er hreinn óþarfi fyrir hann. En ég mundi nú samt óska, að sjúkl- ingur okkar hefði sagt okkur eitt- hvað, áður en hann gaf upp öndina.“ „Heldur Hurlbut, að hann geti nokkru sinni handsamað glæpa- manninn?“ „Já, hann heldur því fram, að maðurinn hljóti að vera hér ein- hvers staðar í grenndinni, hér í hverfinu. Hann segir meira að segja, að hann geti að öllum líkindum handtekið bófann í fyrramálið.“ Ash andvarpaði. „Við höfum báðir starfað sem ungir kandidatar hér í hverfinu, Gray. Við vitum, að lög- reglan talar alltaf mannlega, þegar þannig stendur á — þegar hún veit -ekki sitt rjúkandi ráð.“ „Ætlið þér að skýra frá þessu á fundinum, eða á ég að líta á þetta sem trúnaðarmál?“ „Ég býst við, að ég verði að skýra mönnum frá þessu. Ég hef ekki haft tóm til að athuga, hvernig mönnum er innanbrjósts í sjúkrahúsinu. Haf- ið þér orðið var við nokkurn vott þess, að menn séu taugaóstyrkir?" Andy horfðist í augu við yfirboð- ara sinn. „Við höfum flestir verið á vígvöllunum áður — á ýmsum stöðum í heiminum. Og þeir, sem hafa ekki enn lent í því, eru reiðu búnir til að undirgangast eldskírn- ina — að því er ég fæ bezt séð.“ „Þér skiljið væntanlega, að við erum enn reiðubúnir til að grípa til varúðarráðstafana, Gray, þótt vera kunni, að við séum ekki leng- ur í beinni hættu af þessum afbrota- manni.“ „Öllu er hægt að hrinda í fram- kvæmd með fáeinna sekúnda fyrir- vara — ég ábyrgist það.“ Ash lagði aðra höndina á öxl yngri mannsins. „Það er alltaf svo hressandi að tala við yður. Ég vildi óska, að ég væri gæddur rósemi yðar.“ „Þetta er víst einungis gömul venja,“ svaraði Andy. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hugrakkur," svar- aði Andy. „Ég hef lent á réttri hillu — það er allt og sumt. Þegar ég stend við skurðborðið, hirði ég ekki um það, sem er að gerast umhverfis mig . ..“ „Já, vel á minnzt, skurðaðgerðin — hvenær ætlið þér að taka hjarta- sjúklinginn, sem þér urðuð að hætta við í morgun?" „Ekki fyrr en klukkan fimm í dag.“ „Það er prýðilegt, sagði Martin Ash. „Ég kem til að fylgjast með aðgerðinni, ef ég hef nokkur tök á því.“ Skurðstofan var mannlaus, þegar Andy gekk gegnum hana til að taka fyrir næsta atriði á hinni ströngu dagskrá sinni. Hann hafði gert sér vonir um, að Júlía mundi bíða eftir honum þarna, en það var vitanlega óskhyggja og ekkert annað. Hún hafði sagt við hann, hvaða leið hún mundi fara. Hann varð sjálfur að taka ákvörðun um, hvort hann vildi slást í för með henni eða ekki. Það var ekki fyrr en hann gekk inn á handlækningadeildina, að það rifjaðist upp fyrir honum, að Pat- ricia Reed hafði boðið honum að drekka kokktail með sér klukkan fimm sama dag. Enda þótt þau hefðu ekki samið um neinn ákveðinn tíma, voru því vitanlega takmörk sett, hversu lengi hún mundi fús til að bíða. Kona eins og Patricia átti nægan fjölda vina, sem mundu sinna henni og skemmta henni. Meðan hún var í New York, þurfti hún aðeins að taka símann, og þá komu karlmennirnir hlaupandi í tugatali . . . og samt hafði hann á- kveðið að framkvæma aðgerðina á Jackie klukkan fimm um daginn! Hann gæti naumast frestað henni aftur — sízt þar sem hann hafði haft orð á því við Ash, að þá mundi hann hefjast handa. Hafði hann ef til vill valið þeirra tíma óafvitandi einungis til að skjóta ákvörðuninni á frest örlítinn tíma enn, hugsaði hann. Svo hóf hann stofuganginn, sem hann fram- kvæmdi nú miklu seinna en venju- lega. ÞEGAR Dale Easton læknir kom út af fundinum hjá Ash yfirlækni, nam hann staðar á ganginum og beið eftir Andy Gray. „Eigum við að fá okkur matar- bita saman, Andy?“ „Því miður hef ég ekki tíma til þess, Dale. Ég verð að kippa botn- langa úr manni eftir stundarfjórð- ung.“ „Segðu mér, hvernig ertu eigin- lega mataður hér í sjúkrahúsinu —• færðu matinn í sprautum, meðan þú Framhald á bls. 41. VIKAN 22. tU. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.