Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 32
Býður yður sundbolatízku 1963. Einlita, tvílita, rósótta eða röndótta m/pilsi eða pilslausa. Ljósa liti Dökka liti Lausa hlýra eða fasta hlýra Litlar stærðir, stórar stærðir, yfirstærðir Flegið bak eða háa í bak Koníer's OF SCANDINA HIGH FASHION SWIMWEAR Við kynnum nýja gúmí þráðlausa teygjuefnið „Spandex“ fislétt og fallegt — Ennfremur í Helanca efnum — Kanter's er kjörsundbolur allra kvenna. Yeljið — og þér fáið það bezta. II T 4 Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl): Hægt en örugglega nálgast þú nú markmið þitt. Ef þú kemur auga á möguleikana sem eru 1 námunda við þig, gætirðu hagnast nokkuð fjárhagslega. Vertu þolinmóður og skilningsríkur við kunningja þinn, sem kemur þér nokkuð á óvart um þessar myndir. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Ástfangið fólk sem fætt er undir þessu merki virðist vera eftirvæntingarfullt og óákveðið, það er ekki ó- sennilegt að einhverjar breytingar til batnaðar eigi sér stað í hjartans málum. Það er einkum undir hverj- um einum komið, hvernig fer. Tvíburamerkið (22. maí—21. júlí): Þessi vika verður að mestu helgað tilfinningalífinu, á þetta sérstaklega við um ungt fólk fætt í kringum 10. maí. Því miður fara skyldur og persónulegar til- finningar ekki alltaf saman, en þú átt að fara eftir þinni beztu samvizku, þá sleppurðu við allt hnjask og óþægindi sem þessu gæti fylgt. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þú ert að búa þig undir eitthvað sem þú ætlar þó ekki að láta sjá dagsins ljós fyrr en í haust. Þetta er góður tími til undirbúnings. Nokkrir samstarfsmenn þínir treysta á hjálp þína við verkefni sem þið eruð að leysa, teldu ekki eftir þér sporin við þá aðstoð. Ljónsmerkið (24. júlí—24. ágúst): Það er eitthvert fólk í kringum þig sem þrengir sér inn á þig og fjölskyldu þína. Þessu fólki fylgir ekkert annað en rifrildi og ófriður og blessaður losaðu þig við það. Hættu einfaldlega að skipta þér af því og láttu því skiljast á látlausan og eðlilegan hátt að þú viljir ekkert með það nafn hafa. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Þú hefur verið eitthvað slappur og daufur upp á síð- kastið, grennslastu fyrir um af hverju þetta stafar, hvort það er meinsemd í tilfinningalífinu eða bara vítamínsskortur. Ráðlegast er að vera sem mest heima við fyrri hluta vikunnar en svo skaltu láta gamminn geysa. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Þú ert kvíðafullur út af einhverju, sem snertir þig persónulega. Brátt léttast áhygggjurnar og málið leys- ist á hinn ákjósanlegasta hátt, dálítið á annan veg en þú bjóst við. Mánudags- eða þriðjudagskvöld færðu heimboð, sem verður þér ánægjulegt, ef þú þekkist það. m Drekamerkið (24. okt.—23. nóv.): Mál, sem þú hélzt að væri alveg útkljáð, endurtekur sig eða rifjast óþægilega upp, fyrir gáleysi af þér. Gættu þín nú vel því þó að liklegt sé að svona fari, geturðu ráðið talsverðu þar um sjálfur. Láttu engan fara í taugarnar á þér eða koma þér á annan hátt til að segja eða gera það sem vekur leiðindi. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): Þú hefur sterka löngun til að breyta til og framkvæma eitthvað nýtt, aðallega brýst þessi löngun fram í at- fw hafnaþrá og svo sannarlega þarftu ekki að kvíða verk- efnaskorti; þú færð yfrið nóg að gera og þess verð- ur ekki langt að bíða. Geitarmerkið (22. des —20. jan.): ©Karlmenn þessa merkis fá tækifæri til að láta ijós sitt skína við vinnu sína og ef til vill hina hagfræði- legu hlið lífsins. Konur aftur á móti fá uppfyllingu óska sinna hjartans mála. Þeir sem enn lifa einir fá að líkindum að kenna á Amor gamla. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.): Þú hefur verið mikið að heiman undanfarin kvöld þessa viku. Skaltu taka lífinu með ró og vera heima við. Það verður mikið að gera hjá þeim sem stunda alls konar iðnað; einnig þeim, sem gegna verziunar- störfum. Blátt er heillalitur. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): ©Þú ferðast talsvert 1 vikunni. Sennilega á staði, sem þú hefur aldrei komið á áður. Vikan verður skemmti- leg og viðburðarik. Þú kynnist nýju fólki sem þú munt halda kunningsskap við ag hafa meiri og á- nægjulegri kynni af. 32 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.