Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 33
GESTAGANGUR. Framhald af bls. 11 inu sem staðið hafði autt, síðan Hvutti liti „hvarf“. — Hafið þið hund hérna? spurði hann umsvifalaust. — Nei, viðurkenndi ég dapurlega. Hann fór í flakk. Hann gekk upp á veröndina og horfði gráðugum augum á alla silf- urmunina. Svo settist hann þung- lega á þrepið. — Er pabbi þinn heima? spurði hann. Eins og allir krakkar var mér mjög í mun að segja allt það, sem ég vissi og þess vegna sagði ég eins greinilega og ég kunni af ferðaáætl- un pabba. — Hann kemur ekki heim fyrr en í fyrramálið, sagði ég að lokum. Það er ég sem á að gæta mömmu. — Já, einmitt það, sagði flæking- urinn og glotti við. Tanngarðurinn var allur skörðóttur, tennurnar brotnar og gular, og það var eitt- hvað í svip hans, sem ég gat ekki áttað mig á og mér fór að líða illa innanbrjósts. En nú kom mamma fram í dyrnar. Flakkarinn reis á fætur. — Ég er að svipast um eftir einhverri vinnu, frú, sagði hann. — Því miður hef ég ekki neina vinnu fyrir yður, svaraði mamma. — Og það hittist svo á að maður- inn minn er ekki heima þessa stund- ina. Hún sagði þetta eins og hann væri væntanlegur heim þá og þegar, og mér fannst þetta einkennilegt orða- lag, þar sem ég þóttist vita betur. Flækingurinn glotti gleitt, sagði ekki neitt, en virti hana undarlega fyrir sér. — Mamma roðnaði við en leit ekki undan glápi hans. — Ef þér eruð svangur, getið þér fengið ein- hvern matarbita, sagði hún og lét ekki neitt á ótta sínum bera. — Hún tók saman silfurmunina og fór með þá inn. Síðan kom hún út með disk, hlaðinn köldu kjöti, brauði og kökum, og þegar hann hafði hámað í sig matinn, bar hún honum kaffi. Ég hafði ekki af hon- um augun á meðan hann át og drakk. — Þakka yður fyrir matinn, frú, kallaði hann og reis seinlega á fæt- ur. Það er bezt að maður haldi áfram labbinu. Hann hreyfði sig þó ekki úr sporunum, en glápti án af- láts á eldhússdyrnar. Einn af kettl- ingunum trítlaði til hans. Flæking- urinn hreyfði eitthvað fótinn, að minnsta kosti nóg til þess að hann steig ofan á kettlingsgreyið, sem veinaði ámátlega. Susie þurfti ekki meira til; tók undir sig stökk og réðist á hann með kjafti og klóm. Flækingurinn bölvaði illúðlega og sparkaði henni frá sér, langt út í garðinn. —• Hvernig ferðu með kattar- greyið, ódámurinn þinn, sagði mamma, sem komið hafði út í þess- um svifum. Hún roðnaði af reiði og nú þéraði hún hann ekki lengur. Mér óx kjarkur við reiði hennar, auk þess sem meðferðin á kisu minni hafði heldur en ekki hleypt í mig skapi. — Ég læt þig ekki fara svona illa með hana kisu mína, hrópaði ég um leið og ég réðist á hann og barði hann eins og ég mátti. En hann tók fyrir brjóst mér og lyfti mér upp, hélt mér frá sér bein- um armi og lofaði mér að sprikla. Hann var víst hræðilega sterkur, mér var öllum lokið og fór að skæla. Ég sá að mamma mundi vera í þann veginn að koma mér til hjálp- ar, en í sömu svifum heyrðist marr í vagnhjólum. Vagn með stóru hey- æki kom neðan veginn, og þegar flækingurinn sá það, breyttist svip- ur hans og framkoma gersamlega, svo ég var ekki hræddur við hann lengur. Hann setti mig niður sem skjótast, sleppti öllum tökum, þreif lurk sinn og pinkil og hraðaði sér á brott. Ekki gekk hann þó niður að þjóðveginum, sömu leið og hann hafði komið, heldur á bak við hlöð- una, kleif yfir steingarðinn og hvarf sjónum úti á ökrunum. Það var Níels gamli, nágranna- bóndi okkar, sem þarna var á ferð- inni með heyækið, eins og ég þóttist líka vita. Þó hann væri næsti ná- granni okkar voru nokkrir kíló- metrar á milli bæjanna. Níels var orðinn gamall og dálítið sljór, þótt ég gerði mér vitanlega ekki grein fyrir því þá. Hann stöðvaði hestana á hlaðinu og heilsaði mömmu vin- gjarnlega. Mamma svipaðist um. Flækingurinn var horfinn. — Jæja, hvernig líður konunni þinni, Níels minn? spurði hún. Dokaðu annars aðeins við. Mig lang- ar til að senda henni svolítið af ávaxtamauki. Hún gekk hröðum skrefum inn og það dróst góða stund að hún kæmi til baka. Níels gamli dottaði í ekilssætinu, en rétti svo úr sér og leit til mín. — Það er nú það, púaði hann. — Hvernig líður Hvutta litla, Willie karlinn? spurði hann. — Hann fór eitthvað í burtu, svar aði ég. Það hlýturðu að muna. — Æjá, það er satt. En hann kem- ur áreiðanlega aftur þegar minnst varir, sagði Níels gamli. — Það máttu vera viss um, Willie litli. ■—- Hvers vegna sagðirðu honum ekki af flakkaranum, sem sparkaði í hana kisu mína? spurði ég mömmu, þegar Níels var farinn. — Maður á aldrei að valda öðr- um áhyggjum að nauðsynjalausu, sagði mamma. Og auk þess er flakk- arinn allur á bak og burt, sem bet- ur fer. — Mamma, hvíslaði ég. — Mér þykir ákaflega vænt um hana kisu mína, það er ekki það. En ég vildi samt óska að Litli Hvutti væri kom- inn aftur. — Já, vinur minn, sagði mamma ástúðlega. — Ég vildi líka óska að við hefðum stóran og góðan varð- hund. Við þurfum þess sannarlega með ... En hvað erum við annars að hugsa, Willie litli. Það er kom- inn tími til að borða. Heyrðu, nú dettur mér nokkuð í hug — við borðum hérna úti í garðinum, svona til tilbreytingar, fyrst við erum bara tvö ein ... Fylgist með tízkunni OUcopatra SÓLGLERAUGU eru Evróputízkan 1963 EINKAUMBOÐ : H. A. TULINIUS - Heildverzlun VIKAN 22. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.