Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 34
Seinna um daginn, þegar ég hafði sofið miðdagsblundinn minn og var kominn á stjá aftur, heyrði ég mömmu hrópa upp yfir sig af undr- un. Mér varð litið út í garðinn, datt ósjálfrátt í hug að flækingurinn mundi vera kominn aftur, en kom þá auga á gríðarstóran hund, sem kom labbandi inn um hliðið. Hann var líkastur stórum St. Bernharðshundi, og svo rykugur og illa útlítandi, að það leyndi sér ekki að hann hefði verið lengi á flakki. Þegar hann var kominn inn fyrir hliðið, kom hann rakleitt til okkar. — Mamma, kallaði ég. —• Hvaðan úr ósköpunum kemur þessi stóri hundur? — Það fæ ég ekki skilið, svaraði mamma. — En farðu varlega að honum, það er ekki að vita nema hann sé grimmur. En hundurinn stóð þarna hjá okkur og dinglaði skottinu vingjarn- lega, og mamma teygði fram hönd- ina og klappaði honum. — Góður hundur, sagði hún. •— Kannski að hann vilji vera hjá okkur. Ég hoppaði upp af ánægju. — Hvutti litli, Hvutti litli ... kall- aði ég. Mamma gat ekki annað en hlegið, þegar ég kallaði þennan stóra og mikla dólpung „Hvutta litla“. Það var eins langt frá því að vera sann- nefni og hugazt gat. En hún skildi þetta þannig, að ég áliti að allir hundar hétu þessu nafni, og reyndi því ekki að leiðrétta mig. — Ertu svangur, karlinn? spurði hún. — Komdu og fáðu þér eitthvað í svanginn. Hún færði honum bæði að éta og drekka, en hann snerti ekki við matnum; aftur á móti lapti hann svolítið úr vatnsskálinni. — Og nú fer hann vitanlega leiðar sinnar, sagði mamma og virtist því síður en svo fegin. Ég starði á hana. Mér var með öllu óskiljanlegt að henni skyldi koma slík fjarstæða í hug. —- Hann má ekki fara, mamma, sagði ég. — Ég held í hann, svo að hann kemst ekki ... Mamma hló þegar hún heyrði hve ég ofmat krafta mína. — Ég vildi óska að hann yrði um kyrrt hjá okkur, sagði hún og klappaði honum á kollinn, en hann dinglaði skottinu og leit vingjarnlega á kisu- lóru, sem blés og hvæsti. En nú var mig heldur en ekki farið að langa til að leika mér við hann, eins og ég hafði leikið mér við Hvutta litla. — Komdu, Hvutti, kallaði ég, Hvutti litli ... Og mamma hló, þegar hann gegndi, rétt eins og hann kannaðist við það sem nafn sitt. — Vertu ekki of harðleikinn við hann, sagði hún. — Hann er kannski þreyttur, greyið. Ég lofaði honum því að hvíla sig á milli þess sem við lékum okkur, öldungis eins og við höfðum leikið okkur áður, Hvutti litli og ég. Þetta er eitthvert það skemmtilegasta kvöld, sem ég minnist úr bernsku minni, og í rauninni held ég að ég hafi aldrei átt ógleymanlegri stund, fyrr eða síðar. Á meðan við lékum okkur sat mamma úti í garðinum og saumaði, og allt í einu kom ég hlaupandi til hennar og sagði: — Mamma, ég vil fá litla, rauða stólinn, sem hann afi smíðaði einu sinni handa mér ... — Ég get ekki náð í hann, svaraði hún. — Hann hefur verið látinn til hliðar, enda er hann alltof lítill fyr- ir þig núna, eins og þú ert orðinn stór drengur. Það veiztu ósköp vel sjálfur. Ég var þó þrár eins og alltaf, þeg- ar ég tók eitthvað í mig. — Gerðu það, mamma, bað ég. — Gerðu það fyrir mig. En mamma gat verið ákveðin, þegar því var að skipta, þrátt fyrir mildi sína. Og hún þurfti ekki ann- að en líta alvarlega á mig, til þess að ég léti mér skiljast að það væri þýðingarlaust fyrir mig að nauða lengur. ÞEGAR fór að rökkva, gat mamma ekki lengur leynt ótta sín- um og kvíða. — Eigum við að skreppa yfir til Níelsar gamla og vera þar í nótt, Willie litli? spurði hún. — En, mamma ... sagði ég skelf- ingu lostinn. —- Pabbi ætlaði að koma með eitthvað handa mér úr kaupstaðnum, og ef við förum þang- að, verð ég kannski ekki heima, þegar hann kemur. Og það getur vel verið, að hann komi í kvöld ... — Já, svaraði mamma. •— Það er satt. Það getur verið að hann komi í kvöld. Hún reis á fætur. Kannski Hvutti litli vilji koma inn með okkur. — Auðvitað vill hann koma inn, sagði ég, meir en lítið hissa á að hún skyldi vera í nokkrum vafa um það. Komdu, Hvutti, skipaði ég. Og hundurinn reis tafarlaust á fætur og labbaði sig á eftir okkur inn í bæinn. Þegar kom inn í eld- húsið, svipaðist hann um, rétt eins og hann kannaðist þar við Sig, hélt síðan út í eitt hornið og lagðist þar .. . einmitt þar sem Hvutti litli hafði alltaf legið. Við borðuðum kvöldmatinn við lampaljós í eldhúsinu, því að við höfðum verið lengur úti í garðinum en við vorum vön. Satt bezt að segja gerðum við ekki neitt á venju- legum tíma þennan dag. Það var einhvern veginn eins og allt hefði farið úr skorðum. Þegar aldimmt var orðið, tók mamma gamla skriðljósið, kveikti á því og hengdi það yfir útidyrnar, ef pabbi skyldi koma heim. Þá fannst mér mamma bæði stór og sterk, en þegar ég rifja þetta upp fyrir mér, verður mér ljóst að hún var grönn og lágvaxin, ekki stærri eða sterkari en telpa um fermingu — og ekki að mun reyndari eða hyggnari heldur, að hún skyldi hengja skriðljósið þarna, svo að allir mættu sjá að við værum tvö ein heima þessa nótt. Svo kom hún inn aftur, læsti dyr- unum og við héldum upp stigann, upp í svefnherbergið. Þá brá svo undarlega við, að Hvutti reis á fæt- ur og kom með okkur, og mér til mikillar undrunar hleypti mamma honum inn í svefnherbergið, þar sem — VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.