Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 37
MATUR. Framhald af bls. 18. úr honum. Nuddaður að utan með salti og penslaður með smjöri eða þá að skomar eru nokkrar skorur í roðið ofan á honum og bacon- sneiðum komið fyrir í þeim. Fisk- urinn fylltur með einhverju af þeim fyllingum, sem uppskrift verður gefin af hér á eftir, en þá er hann bakaður í ofni við mikinn hita fyrstu 10 mín., en síðan í 60—80 mín. við lægri hita, eða eftir stærð fisksins. Það þarf a. m. k. að reikna með 10 mín. bökun á hvert pund í fiskin- um, en bakaður fiskur er alltaf hafð- ur sem stærstur. Hér fara á eftir nokkrar tegundir af fyllingum. SKIPSTJÓRAFYLLING. 1 bolli saxað selleri, Vt bolli vatn, 6 matsk. smjörliki, 2 bollar rasp, 3 matsk. saxaður laukur, 1—1 Vt tsk. sage, % tsk. salt, Vt tsk. svartur pipar. Hitið selleríið, vatnið og smjörið, þar til smjörið er vel bráðnað og blandið því saman við allt hitt. Gott er að láta Vt bolla af grófsaxaðri gúrku saman við og má nota hana eingöngu ef sellerí fæst ekki. VORFYLLING. 1 lauf úr hvítlauk, 1 tsk. salt, V3 bolli saxaður laukur eða graslaukur, VL' bolli saxaður grænn pipar, Vi bolli saxað sellerí, 2 tómatar, sem hafa verið flysjaðir og skornir í bita, 3 matsk. söxuð persilja. Öllu blandað saman. SVEPPAFYLLING. V4 bolli saxað sellerí, % bolli sax- aður laukur, V4 bolli smjörlíki, V4—- Va pund sveppir, skornir í sneiðar, 1 matsk. söxuð persilja, 2 bollar grófur rasp, V4 tsk. eitthvað krydd, t. d. rosemary, % tsk. salt. Sjóðið selleríið og laukinn í smjör- líkinu þar til það er ljósbrúnt, bætið sveppunum í og sjóðið áfram í 3 mín. Bætið svo öllu öðru í. OSTAFYLLING. Sjóðið Va bolla af lauk, skomum í sneiðar, í V4 bolla af smjörlíki þangað til hann er meyr. Setjið % tsk. salt og svolítinn pipar í og lVa bolla af fínum rasp og Vt bolla af sterkum osti. HRISGRJÓNA- OG OLIVU- FYLLING. Vi bolli smjör, smjörlíki eða sal- atolía, IV2 bolli saxaður laukur, 2 bollar saxað sellerí, 2% bollar soð- in hrísgrjón (í vatni), Vi tsk. salt, Va tsk. pipar, Vi tsk. sage, Vt tsk. timian, 2 bollar saxaðar olivur (ófylltar). Bræðið smjörið í potti og setjið laukinn og selleríið í og sjóðið í u. þ. b. 3 mín. Bætið hrísgrjónunum í og kryddinu og ólivunum. Þegar fiskur er fylltur, þarf ekki að sauma fyrir opið, en það á ekki að troðfylla hann, ef líkur eru á að fyllingin bólgni út við suðu. Að lokum em svo hér nokkrar uppskriftir að góðum sósum með fiski. SINNEPSSÓSA. V4 bolli smjör, smjörlíki eða salat- olía, svolítill pipar, 2 matsk. lagað sinnep, 2 matsk. hveiti, 2 tsk. salt, 2 eggjarauður, lVt bolli mjólk, 1—2 matsk. sítrónusafi. Smjörið brætt í tvöföldum potti, piparnum, sinnepinu, hveitinu og saltinu bætt í, eggjarauðurnar þeytt- ar saman við mjólkina og því hellt saman við. Hrært í þar til það þykknar — í u. þ. b. 5 mín. Tekið strax af plötunni og sítrónusafinn settur saman við rétt áður en það er borið fram. Þetta gerir lVt bolla af sósu. LOUIS-SÓSA. 1 bolli majones, Vt bolli frönsk dressing (fæst á glösum), Vt bolli chilisósa eða tómatsósa, 1 tsk. horse- radish (fæst hér), 1 tsk. worcester- shiresósa, salt og nýmalaður pipar. Öllu blandað saman og kælt vel. Gerir u. þ. b. lVt bolla. BARBECUE-SÓSA. y3 bolli saxaður laukur, 3 matsk. smjör eða smjörlíki, 1 bolli sterk tómatsósa, V3 bolli edik eða sítrónu- safi, 2 matsk. púðursykur, Vi bolli vatn, 2 tsk. lagað sinnep, 2 matsk. worcestershiresósa, Vs tsk. salt. Laukurinn soðinn í smjörinu þar til hann er meyr, en ekki brúnn. Öll hin efnin sett saman við og látin sjóða í u. þ. b. 10 mín. Gerir 2 bolla af sósu. NEWBURG-SÓSA. 2 matsk. smjör, 2 matsk. hveiti, 1 bolli mjólk, 1 bolli humar, 2 matsk. rjómi, 1 eggjarauða, V4 tsk. salt. Smjörið brætt og hveitið bakað í því, þar til það er ljósbrúnt. Þá er mjólkin sett í og hrært í þar til það þykknar, síðan er humarinn settur í og gegnhitaður. Hrært í á meðan, en ekki það mikið að humarinn fari allur í sundur. Rjómanum bætt í, en honum hefur verið hrært saman við eggjarauðuna. Hitað að suðu- marki, en ekki meira og hrært var- lega í á meðan. Þá er salti bætt í. Gerir tvo bolla af sósu. ★ RAFEINDAHEILAR. Framhald af bls. 31. sem settir eru til að njósna hver um annan. Nóg um það. Nýjustu fréttimar af mannleika rafeindaheilanna eru þær, að einn slíkur, staðsettur að Bell símatækjaverksmiðjunni bandarísku, eignaðist „bam“ um daginn — reiknaði út alla gerð þess, tengingar og annað þessháttar og stjórnaði síðan allri smíði á því. Ef þetta ætti ekki að geta ýtt undir hugarflug skálda og rithöfunda — þá hvað? * MARCHAND’S HÁRLAKK FYRIR LJDST HÁR MARCHAND’S INNIHELDUR P.V.P. SEM VARNAR ÞVI AÐ LAKKIÐ GETI SKADDAÐ LUNGGN MARCHAND’S GDLDEN HAIR WASH LÝSIR OG FEGRAR HÁR YÐAR Guaranteed by Good Housekeepmg 40VIBTISI0 Sterlíng h.ff. SÍMI 13649 VIKAN 22. tbl. — 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.