Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 39
 HíigstæAir at'borgunurskilmálar 5 ára ábyrgð SNORRABRAUT 44 - SÍMI 16242 Kvöldsteikin í dauðafæri. Framhald af bls. 17 da Vinci, hann er trésmiður, söðla- smiður, járnsmiður, kirkjusmiður, hestamaður, málari, tónskáld og slíkur íþróttamaður að hann brá sér þrjátíu kílómetra á skíðum eina morgunstund er hann frá að reyk- vísk íþróttafélög væru að hvetja fólk til að ganga þrjá. í þetta skipti lét hann okkur Bryndísi sem er æfð- ur sópransöngvari syngja með sér sálma úti í kirkju, en söng sjálfur áttund hærra. Síðan hefur mér fundist lítið til koma um c-glaða Wagnertenóra. Næsta morgun vöknuðum við á Egilsstöðum í glampandi sólskini og stafalogni. Snæfellið baðaði glamp- andi ásýnd sína í spegilsléttum Leg- inum. Það er ekki alltaf sem þessum fjallakonungi þóknast að taka ofan flókahött sinn, en nú þurfti ekki að sitja um hann með litmyndavél- ina, hann sat fyrir allan daginn. Á Egilsstöðum kom Sigurður Haukur og með þær fregnir að hreindýrin væru farin af Axarsvæð- inu og Hrauninu og hefðu öll leitað á sínar fornu slóðir, Fljótsdalsheiði. Fylgdi þar með að hreindýraeftir- litið hefði friðlýst þetta svæði í ár til þess að hæna dýrin betur að því. Þetta voru góð tíðindi vegna hrein- dýranna, en óheppileg fyrir okkur því við höfðum einmitt ætlað að ferðast um á hinu friðaða svæði, og skyggnast um til veiða. Auk þess höfðum við enga plastpoka meðferð- is til þess að safna í hreindýragori og veiða þannig á vísindalegum for- sendum á friðlýstu svæði. Við lukum samt öllum undirbún- ingi í þorpinu og ákváðum síðan að fara að Hallormsstað eins og upphaflega var ætlað, en finna í leiðinni Egil Gunnarsson, hrein- dýraeftirlitsmann og vita hvað hann vildi leggja okkur gott til. Fólk var að hamast í heyskap á hverjum bæ, enda fyrsti góði þerridagurinn í langan tíma. Nafni minn Gunnars- son var í heyskap eins og aðrir, en tók þó ekki í mál annað en við kæm- um inn og þægjum veitingar. Kvað hann lísfnauðsyn fyrir hreindýra- hjörðina að hún flæmdist ekki til lengdar af Fljótsdalsheiði og hefði hann því ákveðið að alfriða það svæði fyrir skotum í ár. Hins vegar mættum við veiða úti í Fellaheiði eða austur í Múla og þar upp af kringum Grenisöldur og umhverfis Hornbrynju allt austan Keldár. Við kusum þó heldur að reyna að fara í Fellaheiðina, einkum af því að þangað mátti brjótast á bílum, en á hitt svæðið hefðum við þurft að leigja okkur hesta, sem hefði kostað alls kyns snúninga og tafir. f baka- leiðinni komum við snöggvast við á Hóli og hittum Friðrik Stefánsson fyrrverandi hreindýraeftirlitsmann. Mig hafði lengi langað til að hitta hann og eiga spjall við hann. En nú var degi tekið að halla og því lítill tími. Friðrik heitinn og Helgi Valtýsson hafa átt drýgstan þátt í þeim viðgangi sem orðið hefur á hreindýrahjörðinni, síðan þeir hófu að kanna fjölda dýranna skömmu eftir styrjöldina. Friðrik var skipað- ur eftirlitsmaður. Mun þetta starf ••yj ". þeirra væntanlega skipa þéim 'þarin sess í íslenzkri náttúrusögu1 sém þeim ber. Við fórum síðan til Hallormsstað- ar og tjölduðum í skóginum. Síðan skoðuðum við skógræktarstöðina undir leiðsögn Sigurður Blöndal, skógarvarðar. Er þar margt að sjá og fræðast um sem eigi er hægt að greina frá, en þangað ætti að köstur og setið við hann á gildum viðarbútum, en Þorsteini einum veit- ast þau sérféttindi að tendra bál í skóginUm, enda ekki öðrum en skáldum trúandi til að fara þar með svo háskalega hluti svo öllu • sé óhætt. Lækirnir mynda gildrag fyrir ofan tjaldstaðinn og er yfir það farið á gildum trjástofni, sem ber hið aust- urlenzka heiti Drekabrú. Nú þyrpt- fara með alla þá, er enn efast um framtíð íslenzkrar skógraqktar. Þar er að finna meir en,. nógu há tré, jafnvel fyrir hina limalengstu níð- högga þessa mikilvægasta þjóð- þrifatækis okkar aldar. Um kvöldið beið okkar óvænt ánægja. Þorsteinn Valdemarsson., skáld kom til okkar að tjöldunum þess erindis að bjóða okkur til skógarkvöldvöku við varð- eld í tjaldbúð sinni, en hann hafði dvalið þar .eystra, sumarlangt við skógrækt qg skáldskap. Þessi söng- og.ljóðsnillingur hafði komið sér. fyrir með tjald sitt á undurfögrum bletti milli tveggja lækja, sem mypduðu allstóra tjörn farman við tjajdið, en hávaxnar bjarkir allt.um kring. Á nesi út í tjörninni var .hlaðinn stóreflis bál- ist um hana fjöldi ungra pilta og stúlkng, tjaldgestir, hótelgestir, starfslið skógræktarinnar og innan skamms hljómaði sönglist í kvöld- kyrrðinni út um skóg og Lög, ætt- jarðarlög, dægurlög, skátasöngvar, Matthías, með alla síná hortitti Sit ég og sé hvernig sólin sindrar og loks Kiljan, sem varð skáld í þess- um skógi eftir vegavillur og vín í ljótum króm flestra heimshorna. Það voru ýmsir í hópnum kunnugir þessu kvæði og því hægt að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. Þor- steinn hafði harðneitað hressingu með okkur að loknum kvöldverði í tjöldunum, en er „Bros mitt er ljúft eins og brennivín á flösku“ barst út í skógarkyrrðina og þakklætis- vottur njótenda skemmtunar barst í hendur honum eins og goðsvar, varð meinlætarinn að víkja fyrir skáldinu og „lífinu spilandi, sem þekkir ei ró“. Vegurinn upp úr Fljótsdalnum lá í snarbröttum krákustigum unz komið var upp á heiðarbrún og dal- urinn og héraðið blasti við í morg- undýrðinni. Skýbólstrar grúfðu yfir fjöllunum í átt til hafsins, en til vesturs og norðurs var heiðríkt. Það þýddi ekkert að líta löngunaraugum til fjallanna í suðri til Eyvindar- fjalla, Þrælaháls, né Snæfells; við stefndum vegleysur mót norðri í átt að Fjórðungshálsi, með sunnan- golu í bakið. Vindurinn var okkur áhyggjuefni því í fyrsta lagi mátti búast við að þau hreindýr, sem hefðu slæðst norður í Fell, mót norðaustanáttinni undanfarnar vik- ur, héldu nú sem hvatast suður og inn á bannsvæðið og ef dýr væri á vegi okkar fengu þau veður af bíl- unum, áður en við gætum gert okk- ar ráðstafanir. Það var liðið fram yfir hádegi er við álitum okkur komin þar er búast mætti við veiði. Smáóhapp hafði tafið okkur. Benz- ínbrúsi sem var í kerrunni ásamt ýmsu dóti valt á hliðina og lak talsvert niður í farangurinn áður en við náðum að leysa upp og rétta hann við. Þetta tafði okkur talsvert en átti þó eftir að hafa verri afleið- ingar síðar. Við Guðmundur Bjarna- son notuðum töfina sem af þessu varð til þess að ganga úr skugga um að veiðirifflarnir væru í lagi, því það kemur stundum fyrir að við- kvæmir miðunarkíkjar breyti still- ingu ef þeir verða fyrir hnjaski. Við vorum með ágætan Winchester cal 30/06, sem Guðmundur á, og reyndist hann í bezta lagi. Ég hafði af sérstökum ástæðum lánsriffil. Brno-Mauser 6,5x57 og stillti 3x Meoptakíki hans inn á 100 metra færi. Ætlaði ég að láta það færi nægja, því ég vissi ekkert hvað hin 12 gr kúla félli á lengra færi. En rétt sem við vorum komnir af stað eftir þessa snúninga og komnir upp á hæðardrag' stukku tveir hreintarf- ar þvert í veg fyrir bílana og áfram til suðurs. Við eltum þá um stund þ. e. a. s. einkum Guðmundur, sem er gamall víðavangshlaupari, en sáum þó brátt að það var ekki þess virði. Þetta voru grindhoraðir skitu- gemlingar, sem hefði sennilega ver- ið bezt að skjóta og grafa. Nú skiptum við okkur. Við Haukur fórum á undan að leita að tjaldstað á Landroverbílnum, en hin ætlu'ðu að skoða sig um og veiða í nágrenninu ef þar væri feitari gölt að flá en við höfðum enn séð. Ég gekk á undan og valdi veginn, en Haukur kom akandi á eftir. Eftir æðispöl sáum við álengdar tjörn og slétta bakka, ákjósanlegt tjaldstæði og af góðum sjónarhól fór ég að skoða umhverfið í sjónauka. Allt í einu kom stakt hreindýr inn í sjón- sviðið í ca. tveggja kílómetra fjar- lægð og hvarf innan skamms niðri í lægð í áttina til okkar. Þetta gat naumast betra verið. Tjaldstæði fundið og kannski kvöldsteik í til- bót. Við vorum alveg forviðris dýr- inu og ákváðum því að skilja bílinn - 39 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.