Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 40
eftir og hlaupa á svig í veg fyrir það. Ég greip fáein skothylki og kíkinn og fór í létta gönguskó; þessu dýri ætlaði ég ekki að sleppa ef mögulegt væri, einkum ef að það væri eins gott og það leit út fyrir að vera. Haukur vildi gjarnan koma með og varð þetta hinn mesti sprett- ur; við urðum að krækja langt fyrir tjörnina og stóra fúamýri en náðum loks upp á melöldubrún skammt þar frá sem okkur hafði virzt dýrið hverfa. En upp á melöldinni var nú ekkert að sjá, og handan við melinn tók við mýrarsund og grasbunga sem hindraði útsýnið. Ég fikraði mig upp á mélölduna og skýldi mér bak við stein, því ef að dýrið var þar sem við héldum, gat það komið upp í vindlínu og sæi það okkur myndi það þjóta burtu en ég vildi ekki hætta á nein vafaskot með riffil- hólk sem ég ekki treysti nema á stuttu færi. Það var liðið að sól- setri og erfitt að sjá glöggt móti kvöldskininu. Ég gerði sólskyggni á kíkinn með lófanum og fór að skoða vandlega hvort ekki sæist grár flekkur í grjóturðinni, þegar skyndilega komu hreindýrshorn í ljós upp á melöldunni, en eigandi þeirra var lítið dýr miklu minna en það sem ég hafði séð í sjónauk- anum. Allt í lagi, lasm, þau voru þá fleiri en eitt hérna. Ég opnaði riffillásinn og setti skot í hlaupið. Bezt að bíða rólegur. Færið var enn- þá um 200 m. En hvað var þetta? Ég greip kíkinn og horfði betur. Horn eftir hom kom í ljós, heill hornaskógur, og innan skamms komu dýrin í ljós, fimm, tíu, tutt- ugu, þrjátíu, fimmtíu, ég hætti að telja. Heil hjörð kom gangandi í áttina til okkar, hægt og bítandi, grandalaus, mest kvígur og kálfar og einstaka tarfar, en allt ung dýr. Eitt hundrað tuttugu og þrjú dýr, heyrði ég Hauk segja, frekar við sjálfan sig en mig, rétt fyrir aftan mig og fyrsta sem mér varð var að krossbölva í huganum. Hérna liggjum við og getum okkur ekki hrært, þá þjóta hreindýrin burtu og í milu fjarlægð er bilfjandinn fullur af myndavélum, bæði fyrir litfilmur og svart og hvítt, meira að segja Diaxvélin mín með aðdráttar- linsunni, og allt útlit fyrir að þessi stóra hreindýrahjörð gangi beint í flasið á okkur, jafnvel yfir okkur og þetta einstaka tækifæri til myndatöku glatað að eilífu. Fremstu dýrin voru nú innan við hundrað metra frá okkur. Eitt þeirra hefur orðið vart við einhverja grunsam- lega hreyfingu eða haft betra þef- skyn en hin því það setti sig í stell- ingar með hausinn niðri við jörð og starði lengi í áttina til okkar. Við bærðum ekki á okkur og eftir góða stund fór það að bíta eins og ekkert hefði í skorizt en sló sér þó frá. Meðal fremstu dýranna var ungur hornprúður tarfur, feitur og gljáandi á skrokkinn. Ég hugsaði með mér að láta hjörðina koma eins nærri og hægt væri, en skjóta þenn- an tarf um leið og eitthvert dýranna yrði fyrir styggð. Sem betur fer lygndi alveg við sólarlagið og styggðust dýrin því ekki af lykt; en þefskynið er þeirra bezta skiln- ingarvit. Þegar fremstu dýrin voru í um þrjátíu metra færi skaut ég tarfinn og óskaði þess um leið að ég gæti skipt á rifflinum og góðri myndavél, því mér er til efs að ann- að eins tækifæri til slíkrar mynda- töku gefist í bráð. Hjörðin stökk saman í hvirfing eins og þeirra er venja er dýrin mæta styggð, en eftir örfáar sekúndur tóku þau á rás í burtu. Ég skaut ekki aftur enda þótt það hefði verið lafhægt og ég hefði leyfi fyrir tveim dýrum, mest vegna þess að ég vildi ekki eiga neitt á hættu með Brno-riffilinn og auk þess var óhægt að skjóta gegn kveldskininu. Við vorum að gera að tarfinum þegar allt í einu heyrð- ist þungur dynkur frá Winchester- rifflinum handan við hæðimar. Nú hefur hjörðin lent beint í flasinu á Guðmundi og Co., sagði Haukur. Hann átti kollgátuna. Skömmu síð- ar komu þrjú skot hvert á eftir öðru. Nafnarnir höfðu greinilega sagt hreindýrunum stríð á hendur. Við fréttum ekki af leikslokum fyrr en við höfðum tjaldað og sett upp pott með hreindýralifur. Þá kom Willys-jeppinn í ljós. Dýrin höfðu komið á spretti og numið stað- ar eigi langt frá þar sem Guðmund- ur og Bryndís voru á hnotskóg. Mér var vel kunnugt um úr mörgum veiðiferðum hvílík hörkuskytta Guðmundur er, einkum þegar ríður á að standa sig og nú fékk brúður hans að sjá tilþrif. Hann valdi sér bezta dýrið fyrst, sem reyndist síðar vera feit geldkvíga og síðan hæfði hann þrjú dýr í þremur skotum; ég mældi morguninn eftir færið á það fjærsta og voru það fullir tvö hundr- uð m. Eitt þessara dýra var því mið- ur ónýtt, grindhorað og auðsæilega sjúkt en hin voru öll nýtandi og kvígan ágæt. Klukkan var orðin þrjú um nóttina þegar við höfðum gengið frá dýrinu og vorum komin i svefnpokana. Við fórum í seinna lagi á fætur daginn eftir, enda var ekki til mik- ils að vinna. Veiðileyfin voru nú út- fyllt og ríflega það. Var ekki annað að gera en ganga frá veiðinni, taka saman dótið og leggja af stað. Við ákváðum að flytja veiðidýrin ófleg- in og í heilu lagi niður í kerrunni. Siðast höfðum við flegið veiðina á staðnum og flutt kjötið í grisjum og pokum, en auðvitað geymist það miklu betur í skinninu, ef það nær að kólna vel og stirðna. Við höfð- um tekið innan úr öllum skrokk- unum þvegið þá að innan og á mynd- unum má sjá hvernig við hengdum þá upp. Þennan dag var skýjað, stinnings austan átt en þurrt. Þó var líklegt að veðurguðirnir sýndu okkur nú ekki öllu lengur þolinmæði, enda heldur ekki eftir neinu að bíða. Við tókum því saman allt okkar hafur- task í skyndi og ókum síðan vestur og norður heiðina. Um kvöldið náð- um við niður á Jökuldal hjá Hákon- arstöðum og héldum þaðan rakleitt yfir Jökuldalsheiði til Rangalóns. Þar slógum við tjöldum og ætluðum að flá dýrin að morgni og ganga frá öllu áður en haldið yrði til Ak- ureyrar. Að því búnu átti að halda veizlu í tilefni fertugsafmælis Guð- mundar Bjarnasonar með villibráð og kampavíni útí í veizlusal ís- lenzkra öræfa. Reyndar varð allt annað upp á teningnum. Næsta morgun var af- mælisbarnið fárveikt og mátti sig hvergi hræra fyrr en eftir hádegi. Við gátum enga orsök getið okkur til þessa skyndilega lasleika sem hvarf reyndar næstum jafn skyndi- lega sem betur fór, aðra en þá, að hann hefði fengið eitrun af mat sem benzín hafði komizt í er brús- inn valt í kerrunni. Þar með var bezti fláningarmaðurinn í hópnum forfallaður. í stað þess að mæla fyr- ir skálum varð það mitt hlutskipti að flá dýrin og ganga frá þeim, en Haukur og Guðmundur Leifsson bjuggu um farangurinn. Rétt í þann mund sem fláningu var lokið og húðir og kjötstykki lágu sem dreifð- ast á grænum balanum kom lög- reglubifreið á eftirlitsferð þjótandi að vestan. Lögreglunni hefur án efa fundizt sem hér væri á seiði eitt- hvað sem vert væri að lita eftir, og komu skálmandi til okkar. Lík- lega hefur þeim þó fundist við ó- árennilegir; blóðug kjötflykki af ókenndum dýrum um allt og al- vopnaðir menn með hnífa á lofti. Enda var þeim fljótlega sagt að við kæmum af fjöllum, værum orðnir uppiskroppa með nesti og hefðum skorið nokkra dilka hér í högunum, mætti þeir ekki með nokkru móti segja frá þessu við yfirvöldin svo við lentum ekki í klúðri. Þeir tóku þessu hið bezta og kváðu ekki of- sögum sagt af vænleika fjárins né hornaprýði. Yfir kaffibolla langaði þá þó til að vita hvort við hefðum virkilega skotið þessi dýr hér. Auð- vitað, þetta væru fáein dýr úr hjörð- inni sem hefði etið upp alla bithaga á Möðrudalsheiði enda hefðu þeir sjálfir efalaust séð að ekki væri neins staðar stingandi strá á leið- inni þangað. Hinn hluti hjarðarinn- ar væri á beit sunnan við vatnið og sennilega komin heim í tún hjá Guðbjarti Jónssyni. Já, honum Bjarti í Sumarhúsum. Jahá, sögðu þeir og hlógu, við skulum reka úr túninu fyrir kall- greyið og skila kveðju ykkar til Ástu Sóllilju. Með það fóru þeir og við héldum sem leið lá til Akur- eyrar. Það er erfitt að standa upp frá ritvélinni án þess að varpa þeirri spurningu enn einu sinni fram hvenær komi að því að flutt verði hreindýr til annarra öræfasvæða, en þeirra er þau nú finnast á. Það mun þegar vera orðið of þröngt um hreindýrin á því svæði, og vitað er að ýmsir aðilar hafa hug á þessu. Hreindýr þrifust ágætlega á flest- um stöðum þar sem þau var að finna á 19. öld, og myndu vera þar ennþá ef mannshöndin hefði ekki drepið þau niður. Á ég þar einkum við suður-þingeysku afréttarlöndin, öræfin upp af Eyjafirði og allar götur vestur til Borgarfjarðar. Þá voru fram til síðustu áratuga hreindýr á Mosfellsheiði og um fjalllendi Reykjanessskagans, unz þau voru skotin flest. Ekki þarf að lýsa því hvílík prýði og yndisauki það yrði fyrir alla þá sem unna tilbreytni í náttúrunni, ef þar gengu jafnyndisleg dýr sem hin hornprúðu hreindýr, burtséð frá allri veiðilöngun. Myndi það auk þess stórauka aðdráttarafl íslands sem ferðamannalands. En þess utan sem hreindýrið er til hinnar mestu prýði, er það ekki síður hið mesta nytsemdardýr, sé rétt á haldið. Hreindýrakjöt er með allra dýrasta — VIKAN 22. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.