Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 41
kjötmeti í heiminum og erlendis aðeins á boðstólum fyrir ránverð á fínustu hótelum. Úr hreindýra- skinni er búin til vandaðasta leður- vara og hornin notuð til smíði kjör- gripa. Allt slíkt kunna nágrannar okkar á Norðurlöndum vel að hag- nýta. Gæti vel farið svo að bændum og öðrum nytjendum afréttarland- anna yrði drjúg búbót að þriflegri hreindýrahjörð og veiðarnar orðið tilbreytni þeim til handa sem kunna að meta hollustu útilífsins. Flutningur hreindýranna er held- ur ekki lengur neinum vandkvæð- um bundinn. Má beita þar ýmsum aðferðum. Meðal veiðivarða erlend- is eru mjög notaðar byssur sem skjóta skeyti, sem inniheldur svefn- eða deyfilyf, til þess að handsama villt dýr, er þarf að fjarlægja eða flytja úr stað. Veldur skeytið smá skinnsprettu og svæfir dýrið, er vaknar svo rígbundið, eða komið á nýjar slóðir. Hugsanlegt er, að mætti einnig reka nokkra dýrahópa með mann- söfnuði a. m. k. vestur yfir Jökulsá á Fjöllum, annað hvort á ís eða yfir brúna hjá Grímsstöðum. Gæti ég trúað að til þeirrar ferðar fengjust ýmsir röskir menn þó ekki væri fyr- ir annað en skemmtunina. Einnig má taka nýfædda kálfa meðan þeir nást, og mun Matthías Einarsson, læknir, hafa beitt þeirra aðferð er hann flutti dýr þau suður er hann hafði í girðingu á Þingvöllum og sleppti illu heilli ekki lausum. Hvað sem því líður er það án efa ósk margra að ekki líði á löngu þar til gerð verður gangskör að fram- kvæmd þessa máls. ★ EJS. DÆGUR ÖTTANS. Framhald af bls. 29. stendur við skurðborðið?“ Andy hló og slóst í för með vini sínum niður stigann til líkskurðar- stofunnar, eins og þeir hefðu orðið ásáttir um þetta. „Þetta er annars ekki svo vitlaus hugmynd. Er það eitthvað sérstakt, sem þig langar til að sýna mér?“ Þeir gengu inn í rannsóknarstof- una um hliðardyr. Dale tók gler með rannsóknarsýnishorni af þurrk- hillunni og kom því vandlega fyrir undir smásjánni frammi við glugga. „Brenndir vefir, er það ekki?“ spurði Andy. „Þetta var örlítill flipi, sem ég sendi ekki til rannsóknarstofunnar í Brookhayen." Andy bar augað að smásjáni og Dale fylgdist með honum af mikilli athygli. Myndin, sem Andy mundi sjá, var eins og meitluð á huga hans í öllum smáatriðum. Þegar Andy leit upp skömmu síðar, rnælti hvor- ugur orð. Dale lagði glerplötuna aft- ur á hilluna og klifraði upp á háan vinnustól sinn. Örlítið bros fór um andlit hans, þegar hann sagði það, sem báðum hafði verið í huga. „Eins og þú sást, hefur þarna ver- ið um bruna af völdum einhvers konar efna að ræða. En það er ekk- ert í átt við kjarnorkusprengingu, þótt líkindin virðist nokkur á yfir- borðinu.“ Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið a fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða alU hárið. liða hluta hársins eJa stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT—ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIÐLEIKAR Mjög auövelt. Klippiö spíssinn af flöskunni og bindivökvinn er tilbúinn til notkunar. Með nýja Toni bindivök- vanum le’ggið pér hvern sérstakan lokk jafnr og reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. „Já, já, þau voru nægilega mikil til þess að gabba mig í gærkveldi," svaraði Andy. „Ég er viss um, að Tony hefur einnig látið gabbast af þessu — eins og vinir okkar innan almannavarnanna. “ „En það er erfiðara að gabba smásjá,“ mælti Dale. „Eins og þú sást, voru yfirborðsskemmdir húð- arinnar óvenjulega miklar. Hins vegar var ekki um djúpar vefja- eyðileggingar að ræða, eins og mað- ur þekkir frá sprengingunni í Hiro- shima. Á hinn bóginn gerir dálítið af geislavirkum efnum vart við sig — það sýnir geigerteljarinn greini- lega ...“ „Veizt þú, hvað þetta efni heitir, Dale?“ Dale hristi höfuðið. „Ég þori að bölva mér upp á, að þeir kannast við það í Brookhaven," svaraði hann. ,,En þeir munu aldrei skýra frá því, því að þeir eru með sjöfalt innáigli á munninum." „Áttu þá við, að efnið sé hluti af kjarnorkusprengju — annað hvort af því tagi, sem við könnumst við, eða sprengju, sem verður smíð- uð síðar?“ „Hafa menn í Brookhaven ekki viðurkennt það — með því að neita að segja nokkurt orð? Hin tíma- stillta sprengja er ef til vill að telja sekúndurnar við næsta götuhorn. Og hún getur enn hellt dauða og tor- tímingu yfir okkur, þótt við höfum sefað fjandmanninn með því að við- urkenna, að báðir mennirnir biðu bana af völdum slyssins.“ „Dauðinn er alltaf að telja sek- úndurnar handan við næsta horn,“ anzaði Andy. „Og við verðum alltaf að vera reiðubúnir til að berjast gegn honum.“ Hann tók að ganga um'gólf — svo nam hann snögglega staðar og barði í borðið. „Ég tala ekki ein- ungis um þann dauða, sem ef til vill ógnar New York á þessari stundu. Því að jafnvel þótt vopna- búrið hafi verið opnað, hljótum við að geta skellt því í lás aftur!“ Dale Easton leit á Andy með dap- urlegu, skökku brosi sínu. „Ríkis- VIKAN 22. tl)l. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.