Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 42
LC/QBURIWN VIKU klúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. langor þig i Pololondsl Ferð Gullivers til Putalands, er meðal skemmtilegustu ævintýra, sem þið hafið lesið, er það ekki rétt? Oft hafið þið sjálfsagt óskað þess, að þetta furðuland væri til, í raun og veru; og þið ættuð þess kost, að komast þangað — eins og Gulliver á sínum tíma. En ef þú átt einhvern tíma eftir að Parþegalest á leið til Putalands. ^2 — VIKAN 22. tbl. Langferðabílar aka undir járnbrautarbrú í ná grenni Madurodam. koma til Hollands, þá getur þú, eins og Guliver, gengið um í Putalandi. Þar er hær, sem lieitir Madurodam ■— og allt er þar 25 sinnum minna, en þú átt að venjast. Ekki aðeins húsin í bænum, bændabýlin í kring, hestarnir, kýrnar og trén, —- allt er í þessari smækkuðu mynd, sem vekur svo mikla athygli ferðamanna, sem þangað streyma ár- lega. Strætisvagnar, sem ná þér í hné, aka um bæinn og þú verður að standa á báðum gangstéttum götunnar, meðan þeir aka framhjá — milli fóta þinna. Við aðaltorgið er stærsta kirkjan og þú getur nærri þvi teygt höndina upp að gullkúlunni, efst á turninum. Ef þú leggst á hnén og gægist inn um glugga á einhverju íbúðarhúsinu sérðu, að ekk- ert vantar af þvi, sem þú átt að venjast heima: Bollar, eins og finguébj argir, standa á eldhúsborðinu, teppi eru á gólfum, það eru meira að segja pinu- litlar bækur í hillum og ef þú nærð í ljósrofann, getur þú kveikt á litilli ljósa- krónu, sem liangir í stofunni. Já, þetta er furðulegur bær. En gakktu varlega um hann, — engin risaskref, því þá ferðu á mis við margt, sem gaman er að skoða. Þarna er t. d. tónlistarliöll- in og ef þú leggur eyrað að opnuin gluggunum, getur þú lilustað á sígilda tónlist snillinganna, en tónarnir eru auð- vitað, — eins og annað i Madurodam, 25 sinnum veikari, en þú átt að venjast. Aðeins, að þú ættir nú töfradrykk, sem breytti þér í Tuma þumal, stundarkorn, svo þú gætir gengið inn í húsin, rennt þér niður stigahandriðin, hvílt 'þig í litlu hægindastólunum og drukkið úr bollunum, sem ekki eru stærri en fingurbjargir. Gleymdu ekki að ganga niður að liöfninni. Þar er allt á ferð og flugi, skip koma og fara og vöru- lyftur eru í gangi allan liðlangan daginn. Bærinn Madurodam, er aðeins átta ára gamall. í miðbænum er gamli bæjarhlutinn og ef þig lang- ar að vita hve húsin þar eru gömul, þá verður þú að margfalda 8x25, útkoman verður 200. Ssm sagt, ná- kvæm eftirlíking af 200 ára göml- um byggingarstíl í Hollandi. En bærinn vex, stöðugt er verið að byggja ný hús og mannvirki. Á kvöldin er allt uppljómað og dauf- ir ómar berast að eyrum þér, frá veitingastöðum og kaffihúsum, en ljósaauglýsingar á stærð við eld- spýtnastolcka, skipta litum i sifellu. Jú, þetta allt er draumi líkast, en er þó gallharður veruleiki. Hjón i Hollandi, létu reisa þennan bæ, til minningar um son, sem þau misstu Þær sitja frerast á hafnarbakkanum og horfa á lystisnekkjuna leggja frá landi. í síðustu heimsstyrjöld. Auðvitað kostar það peninga, að skoða þenn- an bæ, en tekjunum er lika vel var- ið: Til að reka stórt og myndarlegt lieilsuhæli í nágrenninu. — Já, bær- inn Madurodam þenst út.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.