Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 44
og endaði með alvarlegri geðveiki. Ef Jón forstjóri hefði ekki drukkið daglega þetta mikið áfengismagn, er hugsanlegt að þetta hefði aldrei orðið meira en venjuleg taugaveikl- un, en hann eitraði smám saman líkama sinn með víninu og sjúk- dómurinn varð alvarlegri og lang- vinnari. Margir taugasjúkdómar þróast á sama hátt, en það er ekki víst að það sé alltaf alkoholi að kenna. Það geta verið önnur nautna- lyf, sem þar eru að verki og ýmis önnur efnaskipti í líkamanum, sem ekki er vitað nóg um. hitadelerium, og það má e. t. v. kalla það stundar-geðveiki líka. Venjulega er þó orðið geðveiki not- að um sjúkdóma, sem standa yfir lengri tíma og ekki er vitað um orsakir að. Ef maður byrjar að koma einkennilega fram, ef hann rangtúlkar allt sem fram fer um- hverfis hann, fái hann sjónvillur eða ofheyrnir, eða verði hann óeðli- lega æstur, án þess að hægt sé að finna neina eðlilega skýringu á því, gera allir nú á tímum sér ljóst, að um sjúkdóm er að ræða. í gamla daga var sagt að hann væri haldinn óstöðugra. Framkoma hans minnir á mann, sem fengið hefði sprautu með mjög örvandi efnum, sem tvö- földuðu orku hans. Loks verður at- hafnasemi hans svo yfirgengileg, að allir starfsfélagar hans verða dauð- þreyttir. Hann hefur nú misst til- finninguna fyrir réttu samhengi og er dómgreindarlaus um fram- kvæmdir. Hann rótar sér inn í ýmis konar ómögulegar framkvæmdir. Hann er næstum hættur að sofa, hann sóar peningum, hann kynnist öllu fólki, sem verður á vegi hans og það er eins og hann lifi í ein- KR stofukollurinn er kominn VESTURGÖTU 27 — SÍMI 16680. TAUGAVEIKLUN EÐA GEÐVEIKI? Fólk verður að reyna að líta á tauga- og geðsjúkdóma eins og aðra algenga líkamlega sjúkdóma. Það er ekkert leyndardómsfullt við sjúk- dóm Jóns forstj., svo tekið sé dæmið hér að undan. Taugarnar veiklast af eðlilegum orsökum og hann verður „nervös“ og jafnvægislaus og áfengisneyzlan brýtur niður mót- stöðukraft líkamans. Sjúkdómurinn ágerist og loks ruglast veruleika- skynjun hans og hann fer að sjá ofsjónir. Maður með lungnabólgu og háan hita getur, eins og kunnugt er, fengið óráð, talað samhengislaust og orðið ófær að skynja það sem fram fer í kringum hann. Það er illum anda. Nú er hann geðveikur. En þetta hugtak er enn hlaðið mörg- um fordómum og margir eiga erfitt með að líta geðveiki sömu augum og t. d. lungnabólgu. Við skulum taka hér eitt dæmi. Verkfræðingur, vel fær í starfi sínu, er yfirmaður í verkfræðifyrir- tæki. Um þrítugt verður hann fyrir nokkrum breytingum, sem sýnast alls ekki sjúklegar í byrjun. Hann verður æ athafnasamari og fær og framkvæmir margar nýjar hug- myndir. Sumar þeirra eru ágætar, sumar aftur ekki eins vel hugsaðar og undirbúnar. Hann fer að tala meira og verður eirðarlaus, hug- myndir hans verða fljótfærnislegri og samtímis verður skaplyndi hans hverri vímu. Þannig getur það geng- ið í nokkra mánuði, síðan róast hann smám saman aftur og eftir þrjá eða fjóra mánuði er hann aftur orðinn sjálfum sér líkur. Þannig tímabil eru kölluð ,,mani“ og er það eitt af þekktari geðsjúkdómum. Sjúkdómur hans liggur í því, að athafnasemi hans eykst ákaflega, orka hans margfaldast og bjartsýnin verður óraunveruleg. Þessi aukning andlegrar orku kemur geði hans úr jafnvægi, svo að hann verður eirð- arlaus og tapar dómgreindinni. En gáfur hans og hæfni eru fyrir hendi allan tímann og hann bíður ekkert tjón af sjúkdómnum. Svo koma nokkur ár, þar sem hann er alveg hraustur, en þá fær hann aftur fjög- urra mánaða manitímabil með sömu einkennum og áður. Það er ekki hægt að segja, að þessi verkfræðing- ur sé „vitlaus". Hann hefur bara orðið fyrir þeirri óheppni sem alla getur hent, að veikjast þannig, að hann getur á tímabili ekki hugsað og framkvæmt hlutina á eðlilegan hátt. Það eru til margs konar geðsjúk- dómar. Sumir þeirra þróast hægt og skaphöfn mannsins breytist smám saman með sjúkdómnum. Þannig er það t. d. með ungan mann, sem hef- ur stundað nám af kappi. Hann tek- ur að einangra sig frá öðru fólki, hann verður dulinn og feiminn og vill helzt vera aleinn. Loks hættir hann að vinna, án nokkurra sjáan- legra orsaka. Trúnaðarvinum sínum segir hann kannski, að hann sé und- ir einhverjum annarlegum áhrifum, hann haldi jafnvel að það sé ein- hvers konar dáleiðsla eða radar- áhrif. Hann hafi orðið var við að hann geti ekki hugsað lengur á sama hátt og áður. Hugsanagangurinn sé einhvern veginn truflaður. Auðvitað er hann leiður eða hræddur af þessu, en hann gerir sér ekki ljóst að hann sé veikur. Þetta er dæmi um sjúkdóm, sem oft getur orðið mjög langur og erfiður og mætti líkja honum við t. d. lungnaberkla. Lengi getur sjúklingurinn haldið gáfum sínum og þeirri kunnáttu, sem hann hefur afiað sér, cskertum, og fái hann rétta meðferð eru oft líkur til að hann geti smám saman orðið hraustur og vinnufær. í augum læknisins er maðurinn annað hvort sjúkur eða heilbrigð- ur. Hann getur þjáðst af sjúkdómi, sem auðvelt er að lækna, og líka þeim, sem erfitt er að eiga við. Það er erfitt að flokka alla slíka sjúk- dóma undir geðsjúkdóma. Tökum t. d. sjúkdóm Jóns forstjóra. Hann var taugaveiklaður, það ágerðist og endaði með delerium. Verkfræðing- urinn veiktist af þeim sjúkdómi, sem kallaður er „mani“. Og ungi maðurinn með „hugsanatruflanirn- ar“ þjáðist af sjúkdómi, sem nefnist schisofreni. Það má segja, að ef fólk vill hafa eitthvað sameiginlegt orð yfir þá sjúkdóma, sem lýsa sér með áhrif- um á taugar og sálrænt ástand sjúklinganna, geti verið heppilegt að kalla þá t. d. taugasjúkdóma, sál- ræna sjúkdóma, eða huglæga sjúk- dóma. Sjálfir tala læknarnir sjald- an um geðveiki, heldur nefna sjúk- dóminn sínu rétta nafni, t. d. schizofreni, depression, delerium og fleiri nöfnum, sem við eiga í hvert sinn. * MEÐ BLÁ AUGU... Framhald af bls. 12. ingana áður en þeir voru afhent- ir þeim. Þeir voru vinsælir meðal þorpsbúa vegna þess að þeir skemmtu sér auðsæilega svo vel. Tvær stúlknanna voru mjög aðlað- andi, kátar og ungæðislegar. Einn ungu mannanna, renglulega vax- inn, var ókrýndur fyrirliði hóps- ins. Hann var frá Fíladelfiu og var mjög góður skíðamaður og hjálpaði 44 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.