Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 47
sig eins mikitS af birlu og lífi eins og mögulegt væri á meðan á hinu stutta fríi þeirra stæði til þess að þola hinn mikla drunga síns eigin heimalands og samlífið við aðra ibúa Venusar hina mánuði ársins. Robert brosti með sjálfum sér að þessu væga áliti sínu og fannst sér líða betur gagnvart öllum kringum sig. EF TIL VILL, EF ÉG VÆRI ÓGIFTUR, MYNDI ÉG HAFA UPP Á STÚLKU FRÁ BAVARIU OG VERÐA ÁSTFANGINN AF HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Jón Jónsson átti jörðina Skorranes og bjó þar með konu sinni og börnum. Annað heimilisfólk var ekki i Skorranesi. Elzti sonur Jóns var sextán ára að aldri. Jörðinni fylgdi fuglabjarg og hólmar með æðarvarpi. Voru hlunnindi þessi svo mikil, að meginliluti tekna Jón sköpuðust af eggja- og dúnsölu. Siðla i maímánuði sigldi vélbáturinn „Vanadisin“ frá Naut- hólsvík fram hjá Skorranesi í blíðskaparveðri. Skipverja fýsti að leita uppgöngu i fuglabjargið til eggjaöflunar. Varð það úr, að fjórir þeirra fóru i land í þessum tilgangi. I þeim hópi voru tveir Norðmenn, Spánverji og einn íslenzkur maður. Heimilisfólkið varð brátt vart við mannaferðir í bjarginu og gerði Jóni aðvart. Hann brá snöggt við, fór til komumanna og bað þá hið fyrsta yfirgefa bjargið. Skipverjar gerðu gys að Jóni, sögðu honum að „halda kjafti“, bæði á islenzku og norsku, en Spánverjinn lét dólgslega. Var Jón sannfærður um, að maður þessi hefði stundað nautaat i heimalandi sinu. Komumenn tóku það skýrmerkilega fram, að þeir myndu fara um fuglabjargið að eigin geðþótta og taka úr því eins mikið af eggjum og þeim sýndist. Að lokum gátu þeir þess við Jón, rétt svo i kveðjuslcyni, að þeir myndu drepa hann, ef liann dirfðist tefja för þeirra með einskis nýtum kjaftagangi. Það lætur að likum, að orð fá ekki lýst gremju Jóns vegna liins svívirðilega liáttalags ofbeldismannanna. Nær viti sínu fjær af reiði skundaði hann heim, sótti þangað tvihíeypu, labbaði fram á bjargið, þar sem „Vanadísin" lá fram undan, skaut tveimur skotum að skipinu, sem hæfði það framanvert. Færið var um 30 metrar. Rétt á eftir kom maður upp á þilfar bátsins og kallar til félaga sinna í landi, að kokkurinn væri særður. Hafði þá ann- að skotið úr byssu Jóns farið gegn um lcáetuna og hæft vinstri upphandlegg matsveinsins og brotið hann illa. Fyrir þessar skotæfingar var Jón ákærður vegna líkamsmeið- inga á matsveininum. Jón taldi sér verknaðinn vítalausan, þar sem hann hefði hér átt eigur sínar að verja og jafnvel líf sitt og fjölskyldu sinnar. Hann staðhæfði og, að ætlun sín hefði verið sú að skjóta á stefni skipsins eða rétt fyrir framan það. Tilgangurinn hefði einungis verið sá, að fæla skipverja, sem í bjarginu voru, til skips. Að særa eða limlesta nokkurn mann hefði sér aldrei til liugar komið. SPURNING VIKUNNAR: VERÐUR JÓN SÝKNAÐUR EÐA SAKFELLDUR? Sjá svar á bls. 50. BKi'i.iSg RK",i1iS KiiiiiB Kii.nra Íiíili sem byggist á notknn rafauga SjSwSifiliSíiSte Blóm á heimilinu: Umhírðn Umhirða blóma í garðinum er oftast ekki svo erfið, því nátt- úran sér um samræmið í kröfum plantnanna, um birtu, næringu, vatn hita, loftraka, afskolun og ekki sízt ferskt loft. Inni í stof- unni er það aftur á móti okkar hlutverk að sjá um að þessir hlutir séu í lagi, og þar sem flest- ar af okkar stofuplöntum eru komnar frá mismunandi heims- hhlutum, frá rökum, dimmum frumskógum eða þurrum sól- steiktum eyðimörkum. Það er því ekki óeðlilegt að okkur finnist Paul V. Michelsen. blómnnna stundum erfitt að halda lífi í við- kvæmum jurtum við þann að- búnað sem við veitum þeim. Stofuplönturnar eru eins og smáfuglar í búri eða börn í vöggu, algjörlega háð okkur, hvort við getum fundið hvað vantar eða hvaða óskir þær hafa. En umfram allt, verið góð við þessa litlu og viðkvæmu íbúa í gluggum og stofum. Látið daginn aldrei líða svo, að þér hugið ekki að blóm- unum, vökvið þegar þér sjáið að þess er þörf og gefið góðan blómaáburð á 10—14 daga fresti yfir vaxtartímann, bindið upp plönturnar eftir því sem þær vaxa og stífið ofan af öðrum, sem vaxa full hátt og vilja verða renglu- legar. Þær verða þéttari og fall- egri á eftir. Þurkið af þeim ryk með mjúkum klút og farið með þær fram í baðherbergi og úðið yfir þær, vikulega. Látið blómin finna það, að þér elskið þau, talið við þau í vingjarnlegum tón og verið viss um að þau launa alla fyrirhöfn, og þér verðið í betra skapi á eftir og heimilið verður þá frekar sá hlýi og vist- legi staður sem allir kjósa að dvelja í. VIKAN 22. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.