Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 50
trjánum, skíðastafirnir í annari hendinni, með hinni lét hann skið- in halda jafnvægi á annarri öxl- inni. Hin skyndilega brottför manns- ins gerði Robert undrandi, og það var eingöngu eftir að maðurjnn var kominn i þó nokkra fjarlægð, að honum varð það ljóst, að hann hafði gleymt að þakka honum fyrir að bjarga lífi sínu. „Þakka þér fyrir“, lirópaði hann inn i húmið, sem sifellt varð dekkra. „Þakka þér mjög vel fyrir“. Maðurinn stöðvaði sig ekki og Robert fékk aldrei að vita, hvort hann hefði heyrt til sín eða ekki. Þvi klukkutíma siðar, þegar al- dimmt var orðið og skýin af aust- urliimninum voru búin að hylja stjörnurnar var slysasveitin enn ókomin. Robert hafði sjálflýsandi úr. Hann beið nákvæmlega í einn og hálfan klukkutíma, þangað til klukkan var tíu mínútur yfir sjö. Hann sá þá fram á, að enginn myndi koma að sækja hann og ef hann hefði nokkrar vonir um að lifa nóttina af yrði hann að skriða einhvern veginn út úr skóginum og komast upp á eigin spýtur nið- ur til bæjarins. Hann var orðinn stirður af kulda núna, auk þess sem hann liafði orð- ir fyrir taugaáfalii. Tennur hans glömruðu hræðslulega, eins og kjálkar hans væru liluti af trylltri vél, sem hanil væri búinn að missa alla stjórn á. Hann var orðinn tilfinningalaus í fingrunum og verkirnir i fótlegg lians urðu alltaf meiri og meiri. Hann hafði sett upp húfu yfirhafnar sinnar og lét höf- uðið síga eins langt niður á bringu og honum var unnt og frakkinn hans fraus brátt að framan af and- ardrætti hans. Hann heyrði snökt einhvers staðar og það var ekki fyrr en eftir margar mínútur, sem honum var ljóst, að snöktið kom frá honum sjálfum og það var ekk- ert sem gat stöðvað það. Stirnaður og með ýktum kröft- um reyndi hann að lyfta sér af trjáklumpinum án þess að láta nokkurn þunga fara yfir á veika fótinn, en á síðasta augnabliki rann hann og klemdi fótinn undir sér um leið og hann féll í snjóinn. Hann æpti upp yfir sig tvisvar og lá með andlitið i snjónum og hugsaði bara um að liggja svona og gleyma öllu, allri þessari óþol- andi tilfinningu við að reyna að halda i sér lífinu. Seinna, þegar hann var miklu eldri, komst liann að þeirri niðurstöðu að eina ástæð- an fyrir að liann hélt áfram að hreyfa sig var hugsunin um móður hans og föður bíðandi eftir hon- um, með kviða, sem brátt yrði að ofsahræðslu, i bænum fyrir neðan. Hann ýtti sér áfram á maganum, krafsandi í snjónum með höndun- um og notaðist við steina, og lág- vaxnar trjágreinar tilþess að hjálpa sér við að fikra sig metra fyrir meter út úr skóginum. Úrið hans hafði dottið af honum einhvers staðar á leiðinni, og þegar liann að lokum náði brautinni með skíða- stöfunum, sem hafði verið stungið FYRIR ÞVÍ ÚRSKURÐAST Sjú bls. 47: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Sá, sem les atvikalýsinguna, hlýtur að hafa samúð með Jóni Jónssyni, þrátt fyrir meiðslin á matsveininum. Hann er senni- lega fátækur inaður, sem valið hefur sér bústað á yzta annesi. Þar berst liann harðri lífsbaráttu fyrir konu og ungum börn- um. í Skorranesi eru yfirráð hans alger, enda engrar lijálpar að vænta frá öðrum. Gera má ráð fyrir, að Jón sé af sama ættboga og Bjartur í Sumarhúsum. Þegar fjórir ofbeldismenn ráðast inn í landareign Jón.S, get- ur hann engrar liðveizlu vænzt. Árásarmennirnir ráðast ein- mitt á þann hluta eignarinnar, sem honum er dýrmætastur. Þar hrakyrða þessir liávaðamenn hann og lióta honum jafnvel fjörtjóni. Þrír af þessum mönnum eru útlendingar, sennilega siglinga- og ævintýramenn, sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. t fullkomnu vanmætti gegn innrásarliernum verður Jóni hugsað til byssunnar. Hún hefur jafnan reynzt honum vel i bjargarleit. Einnig hefur hann haft spurnir af, að fúlmenni kunni fátt að liræðast fremur en mátt blýsins. Ekki hvarflaði það að Jóni að beita skotvopni gegn mönnum, en lionum fannst skipsskrokkurinn maklegur tveggja skota. Það rumskaði þó alltaf við eggjaleitarmönnunum. Hvernig svo sem menn hugsa sér nánari tildrög málsins, varð staðreyndin sú, að önnur kúlan frá byssu Jóns braut upphandlegg matsveinsins, þar sem hann svaf í rúmi sínu. Líkamsmeiðingar eru almennt refsiverðar samkvæmt ákvæð- um liegningarlaga, nema sérstök tilvik leiði til gagnstæðrar niðurstöðu. í fyrstu má lireyfa þcirri spurningu, hvort verknaður Jóns geti réttlætzt af neyðarvarnarsjónarmiði. Þeirri spurningu ber að svara neitandi, því að hann var aldrei sjálfur i yfirvofandi hættu þrátt fyrir liótanir komumanna. Að vísu var Jóni lieim- ilt að beita neyðarvörn til varnar eignum sínum, en með beit- ingu skotvopns hefur liann greinilega farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar. Þá má benda á Jóni til málsbótar, að hann liafði alls ekki í hyggju að særa nokkurn mann. Það var algerlega óhappatil- viljun, að matsveinninn skyldi særast. Þessi staðhæfing er vafa- laust rétt út af fyrir sig. En með þvi að skjóta á skipið mátti Jón alltaf reikna með þeim möguleika, að luilan gæti hæft mann. Hér er sem sagt um að ræða gáleysisverk. Með hliðsjón af framansögðu verður ekki lijá þvi komizt að dæma Jón til refsingar fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Um refsihæðina ætti að fara mjög milt i sakir og sennilega rétt á skilorðsbinda dóminn. Ekki er ósennilegt, að mörgum lesendum finnist mál þetta fjarsæðukennt og jafnvel bera keim af skáldskap. Málum er þó á þann ótrúlega veg farið, að ekki ósvipaðir atburðir gerðust i raun og veru vestur á Öndverðarnesi i Snæfellsnessýslu hinn 31. mai 1910. Bóndi sá, sem þar átti hlut að máli, var algerlega sýknaður í Landsyfirréttinum. Sá sýknudómur var byggður á sérstökum lögskýringum á gömlu hegningarlögum frá 1809. Samkvæmt núgildandi hegningarlögm frá 1940 eiga þær skýringar ekki við, og af þcim ástæðum kemur sýknudómur i slikum tilvikum ekki til álita í dag. Ályktunarorö: JÓN JÓNSSON FÆR SKILORÐS- BUNDINN DÓM. J. P. E. fram með brautinni, sem nú var ísilögð, hafði hann enga hugmynd um, hvort það hefði tekið hann fimm mínútur eða fimm klukku- stundir að fara yfir þessa 100 metra frá staðnum, þar sem liann hafði dotlið af trjábolnum. Hann lá stynjandi og kjökrandi og horfði á ljósin i hænum langt fyrir neðan, vitandi, að hann gæti aldrei náð til þeirra. Áreynzlan við að skriða gegnum snjóinn liafði þó hitað hann upp og svitinn rann af and- liti lians. Þegar blóðið tók aftur að renna fram í hendur hans og fætur var eins og liann væri stunginn með þúsund nálum. Ljósin frá bænum leiðbeindu honum núna og af og til sá liann skíðastafina, sem merktu brautina bera við frá ljósunum á jólalegum aðlaðandi bænum. Það var auk þess auðveldara að fara á troðn- um snjó brautarinnar. Við og við fór hann 10—15 metra án þess að stöðvast, þeyttist áfram á maganum eins og bátur, af og til æpti liann, þegar veiki fóturinn rakst lauslega i ísklump, eða þá að hann datt yfir brattan halla niður á næsta stalla. Einu sinni gat hann ekki stað- næmzt og datt í smá vatnsfarveg, en ýttisérútúrhonum fimm mínút- um seinna og var þá rennandi votur á hnjám, höndum og maga. Að lokum, eftir að liann liafði stanzað tvisvar til að æla, fann hann, að hann gat ekki lireyft sig meir. Hann reyndi að setjast upp, svo að von yrði til ef snjóaði um nóttina, að einhver myndi sjá höf- uðið á honum standa upp úr ný- föllnum snjónum næsta morgunn. Hann var að berjast við að sitja uppréttur, þegar skugga bar á milli hans og bæjarljósanna. Skugg- inn var mjög nálægt og með sínum síðustu kröftum kallaði hann. Framhald í næsta blaöi. Bréfoslipti Við pilt eða stúlku 11—13 ára, helzt úr sveit: Marín Svavarsdóttir, Sólvallagötu 42, Keflavík. Við pilt eða stúlku 19—28 ára: Kamilla Axelsd., Gjögri, Stranda- sýslu. Við pilta eða stúlkur 18—20 ára: Friðgerður Pétursdóttir, Sigríður Finnbogadóttir, Sigríður Þórðar- dóttir, Fríða Sigurðardóttir, Hús- mæðrask. Laugalandi, Eyjafirði. Við pilta eða stúlkur 15—17 ára: Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Ásdís Erla Kristjónsdóttir, Skóga- skóla, A-Eyjafjöllum. Við pilta eða stúlkur 16—18 ára: Sigríður Hannesdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Skógaskóla, A-Eyjafjöllum, Rang. Við pilt eða stúlku 20—28 ára: Kamilla A. Thorarensen, Við pilt eða stúlku 17—22 ára: Olga V. Thorarensen, Við pilt eða stúlku 12—16 ára: Adólf V. Thorarensen. Við pilt eða stúlku 13—15 ára: Jakob J. Thorarensen. Öll á Gjögri, Strandasýslu. Svar til B. og D. Reynið að skrifa til United Nations Association in Canada, Overseas Correspondence Dept., Box 393, Station „F“, Tor- onto 5, Ont., Canada. Jane Erdmann, Mindernoya, Manit- oulin Is. Ontario, Canada, sendir okkur skemmtilegt bréf, sem því miður er ekki tök á að birta hér. Hana langar til að eignast bréfa- vin á íslandi, helzt jafnöldru sína, en hún er 15 ára gömul. Jafnframt skuldbindur hún sig til að svara öllum bréfum, sem henni kunna að berast. Hún hefur mjög fjöl- breytt áhugamál og skrifar skemmtileg bréf. Manitoulin Is- land er eyja í Huron vatni í Ont- ario, en margir unglingar kannast við Huron vatn úr sögunni um Hjartabana. Við stúlku ca. 14 ára: Frank Smith, c/o Bank of Montreal, Mindem- oya, Ont., Canada.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.