Vikan


Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 30.05.1963, Blaðsíða 51
MIÐGLUGGINN. Framhald af bls. 25. Hún horfði hugsandi út í bláinn. „Ég get ekki ímyndað mér slíka ei- lífð. Ég vil heldur hugsa um núver- andi hamingju okkar í þessum ynd- islega dal.“ Blíðusvipurinn á andliti Ranaids varð allt í einu að harðneskju. „Þessi dalur er enn ekki orðinn að paradís, en hann á eftir að verða það. Nú ríkir hér eymd og synd, örbirgð og óþverri, en það munum við hreinsa burt.“ „Þú meinar, að við eigum að fara út á morgnana með þvottabursta og vatn í fötu og þvo dalinn okkar?“ Hann svaraði henni af ákefð, sem hræddi hana. „Já. Þessi heimur verður ekki annað en óþverraleg svínastía, þangað til hver einstakl- ingur hefur hreinsað daunillan bás sinn.“ Judith leizt ekkert á þessar fram- tíðarhorfur, en brosti hugrökk. ,,Ég skal hjálpa þér, elskan. Að vísu finnst mér tilhugsunin ekkert sér- staklega spennandi, en ég skal standa með þér.“ Hann greip hendur hennar, fullur af eldmóði. „Judith! Heimili okkar mun verða draumalandið, sem hjörtu mannanna hafa ætíð þráð. • . . Útópía! Hér skulum við byggja Útópíu . . . Tvennt vil ég lifa fyrir — ástina til þín og sæluríkið, sem við munum skapa. Þegar hinn rétti konungur kemst til valda, munum við byggja upp nýtt Skotland undir stjórn hans.“ „Æ, það er langt þangað til,“ sagði Judith. Hún hataði stjórnmál eins og pestina. „En það verður, Judith, það verð- ur einn góðan veðurdag. Og það er ekki svo langt þangað til . .. Ég hef heyrt því fleygt nýlega, að ...“ „Nei, ekki tala um það!“ Hún bandaði því frá sér með báðum höndum. Ef hann vildi ekki ræða meira um ástina, kaus hún þó frem- ur hugsjónir hans og framtiðar- drauma en stjórnmál. „Það, sem þú ætlar þér að gera hér í Kinmohr, ástin mín, tekur þig áreiðanlega alla ævina.“ Bragðið heppnaðist. Hann gleymdi stjórnmálunum og tók aftur að hug- leiða framtíð dalsins síns. „Hvaða máli skiptir tíminn?" sagði hann með fyrirlitningu. „Lífið er óháð tímanum. Lífið og starfið.“ ,,Er þá starfið eilíft eins og ástin?“ „Maður, sem lifir hér, er eins og rithöfundur að skrifa bók. Ef til vill hættir hann um stundarsakir eftir nokkra kafla, en hann kemur aftur og heldur áfram, þangað til bókinni er lokið.“ „Og heldurðu, að við komum aft- ur og aftur hingað til dalsins okkar, þangað til við erum búin að byggja hér paradís á jörðu? Ó, Kinmohr hlýtur að verða ósköp leitt á okkur!“ „Nei, við tilheyrum því, og það verður ekki leitt á börnunum sín- um.“ Judith fór allt í einu að hlæja. „Ranald, þú ert snargeggjaður!" Hún leit á hann. „Eða trúirðu því, sem þú ert að segja?“ Hann hló líka. „Já, ég trúi því. Ég lærði það ekki af bókum, heldur hefur lífið sjálft kennt mér það . . . í skugga þessara voldugu fjalla skynjar maður vængjaþyt eilífðar- innar ...“ Angus kom inn og truflaði sam- ræðurnar. Hann var brúnaþungur. „Eruð þið ekki enn búin að borða?“ nöldraði hann. „Nei, Angus,“ sagði Ranald gremjulega. „Farðu burt!“ Judith stöðvaði hann. „Nei, farðu ekki, Angus. Vertu kyrr og segðu mér, að þér þyki vænt um mig . . . Finnst þér það ekki? Bara pínu- lítið?“ Angus rumdi eitthvað. Ranald hló. „Nei, heyrðu nú, Angus, hér stendur þú andspænis fegurstu og yndislegustu hefðar- frúnni í öllu Skotlandi, og þú hefur ekki einu sinni sagt henni, hversu mjög þú dáir hana.“ „Finnst þér vænt um mig, Ang- us?“ endurtók Judith. „Umm-humm,“ tautaði Angus. „Já.“ Hann sneri sér við og hökti fram að dyrunum. „Hann þarfnast smurningar," sagði Ranald. Þá tók hann skyndilega eft- ir einhverju óvenjulegu í framkomu Angusar, sem staðnæmdist við hurð- ina, niðurlútur og hristandi höf- uðið. „Er eitthvað að, Angus?“ spurði hann. „Angus!“ Angus sneri sér við, og augu hans leifrtuðu. „Já. Hafið þið ekkert heyrt? Allir reiðubúnir. Þeir komu að sælda þig, en ég varð að segja, að þú værir að skemmta þér . . . með konu! Farangurinn þinn til tilbú- inn.“ Ranald stökk upp af stólnum, frá- vita af æsingi. „Angus!“ „Já?“ „Er prinsinn kominn til landsins? Af hverju í fjandanum sagðirðu mér þetta ekki undir eins?“ „Þú varst að skemmta þér með konunni. En þeir sækja þig í nótt. Ættflokkurinn er reiðubúinn. Þú ríður með þeim til orrustunnar í nótt!“ Hann sneri sér við og fór út. Ran- ald greip um axlirnar á Judith. „Stundin er upprunnin!“ sagði hann ákafur. Hún hreyfði sig ekki, en augu hennar skutu gneistum, og hún kreppti hnefana. „Styrjöld!“ sagði hún í vanmáttugri bræði. „Styrjöld á bráðkaupsnóttina okkar!“ Framhald í næsta blaði. KVÖLDPEYSA. Framhald af bls. 14. Prcssið nú mjög lauslega, með volgu straujárni, yfir stykkin frá röngu. Saumið saman axlar- og hliðarsauma. Saumið silkiskábönd- in við hálsmál og handvegi réttu mót réttu, saumið !4 cm frá brún, brjótið inn af bandinu og inn á rönguna, þræðið vel og leggið síð- an niður við í höndum i vélsporið. ííté? H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stœrðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. Frystikistur, 2 stœrðir 150 l og 300 l-— fyrir heimili, uerzlanir og veitingahús. VIKAN 22. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.