Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 5
það (ekki aðeins spila), hvert ein- asta kvöld. Þá mætti svo fara, að ekki væri gaulað í tíma og ótíma lög eins og Guðvors lands, Skín við sólu Skagafjörður, Ég vil elska mitt land, Fögur er vor fóstur jörð, o. fl. sem hvert mannsbarn kann nú. Kæri Póstur minn: Mig langar til að biðja þig að koma þessu á framfæri fyrir mig. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna og kærar þakkir fyrir þær mörgu ánægju- stundir, er „VIKAN“ hefur veitt mér og veitir mér. Virðingarfyllst, Ljóðelskur. Eyrnasnepla- gegnumborun ... Kæra Vika. Mig langar að spyrja þig ráða. Mér voru nýlega gefnir mjög fal- legir og dýrir eyrnalokkar, sem ekki er hægt að festa nema í götuð eyru, > en gallinn er bara sá, að ég hef ekki göt á eyrunum. Getur þú sagt mér, hver gerir fyrir mig göt á eyrnasneplana, svo ég geti sett upp lokkana? En það verður að vera einhver sæmilega vandvirkur, svo að götin verði á sama stað á báðum eyrum. Ég hef nefnilega séð, að stundum er annað gatið neðar en hitt, eða annað er fast við vangann, en hinumegin er það langt frá, og það finnst mér ósmekklegt. Með þakklæti fyrir væntanlegt svar. Sigga. -------Líklega væri langörugg- ast að láta lækni gera þetta, svo að vel fari. Ekki trúi ég öðru en heimilislæknirinn þinn geri þetta smáræði fyrir þig, ef þú biður hann vel. — Ég hef reynd- ar séð eymasneplagegnumboran- ir auglýstar í blöðum, en ég hef engar heimildir fyrir því, hvern- ig þær aðgerðir hafa tekizt. Örlítil predikun ... Vísan um vínið er sá óþverri, sem ekki getur talizt prenthæfur. Sá sem elskar vín, neytir þess of mikið. Ég veit ekki hvað það er sem getur fremur vakið andstyggð góðra manna en of mikil vínnautn. Hún orsakar þá mestu niðurlægingu, sem nokkur maður getur komizt í. Leið- inlegt að íslendingar skuli ekki vera komnir á það menningarstig að hafa viðbjóð á að neyta áfengis. Það var önnur útkoma hjá Indí- ánaflokki sem ég las um, og talinn var fyrir utan menninguna. Þeirra fyrstu kynni af áfengi var sú, að þeir sáu drukkna menn. Fylltust svo megnum viðbjóði af að sjá, hvernig menn gátu gersamlega tap- að öllu viti, og líka orðið algerlega ósjálfbjarga. Þeir hétu að láta það aldrei koma inn fyrir sínar varir. Þetta þurfti ekki að gera að lögum, þeirra siðferðislega menning var á svo háu stigi. En til málamynda var þó hjá þeim lögregla og dómari. Hafði þó lítið að gera, glæpir þekkt- ust varla eða deilur manna á milli. Enda taldir mestu mennirnir, sem alltaf gátu verið prúðir í fram- komu. Væru íslendingar komnir siðferð- islega á svona hátt stig, efast ég ekki um að glæpum og slysum mundi stórfækka, bæði á sjó og landi. Um Alfreð Flóka ... Kæri Póstur! Það er nú meiri maðurinn, þessi Alfreð Flóki. Hann hlýtur að vera alveg snarvitlaus úr mikilmennsku- brjálæði. Ætli það sé nú alveg satt, að hann hafði báðar stúlkurnar fyr- ir sig? Ég efast um það. Eftir mynd- unum að dæma virðist ein vera nóg handa honum. Og myndirnar hans eru alveg voðalega ógeðslegar. En það er gaman annað slagið að lesa viðtöl við fífl. Þið ættuð að gera svolítið meira af því að birta viðtöl við þau. Bonni. — Geturðu bent okkur á nokk- urt fífl? Til Vikunnar. Ég skil ekkert í ykkur að birta annan eins óþverra og þessi grein um Alfreð Flóka var. Maðurinn er greinilega alveg kolbrjálaður og hættulegt að láta hann ganga laus- an. Fyrir nú utan alla geðveikina guðlastar hann alveg hroðalega. Og þessar myndir eftir hann eru ekki til þess að sjást í blöðum, sem vilja telja sig heiðvirð. ÁE. Kæra Vika. Ég hafði nú ekki mikið álit á Alfreð Flóka fyrir, en viðtalið hans Esshás fór alveg með það. En mikið helvíti hlýtur maðurinn annars að vera gáfaður! Það þarf sko gáfur til þess að leika svona idíót árið út! KBK Gól ... .. . Ég þakka svo allar ánægju- stundir við lestur Vikunnar. P.S. ■— f útvarpshléum heyrast ætíð ógeðsleg gól, sem sumir kalla tónlist. Hvað merkir það? Mér finnst, að þegar tilkynnt eru hlé, þá eigi annaðhvort einfaldlega að vera hlé, eða þá að spilað sé eitt- hvert lag. Hitt er leiðinlegra, að hafa gólið, sem stundum heyrist í 4 mínútur. Kveðja frá Kvartara. Fullkomin húð — krefst daglegrar umönnunar Créme d Vorange Verndar og mýkir þurrt, viðkvæmt hörund og lætur hinum þurru og þyrstu húðfrumum næringarvökva í té. Inniheldur fjörefnablöndu (A -j- C) úr appelsínum, auk annarra lífrænna efna. Créme Asirale Þetta næringarmikla næturcrem inniheldur lífræn efni og fjörefni (A -(- B). Síast djúpt inn í hörundið, og veitir þvi þegar i stað nauðsgnlega næringu. Cacia Créme — crem-mjólk með orkídeu-fjörva. Hreinsar viðkvæm- ustu húð og hefur um leið fegrunaráhrif. Skapar hið rétta rakajafnvægi og heldur húðinni mjúkri. Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella — Gyðjan Laugavegi 25. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, ísafirði — Kf. Borg- firðinga, Borgamesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavík — Drangey, Akranesi. VIKAN 23. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.