Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 7
• Ferðaskrifstofan Sunna áætlar ferð um byggðir Vestur-íslendinga í sumar. • Leikfélag Reykjavíkur fer í leikför um landið með leikrit Jökuls Jakobssonar: Hart í bak. • Ferðafélag íslands býður upp á 18 sumarleyfisferðir til ýmissa staða á landinu. • Veiðileyfið í Laxá í Kjós kostar frá 600 til 1800 krónur. • Ferðaskrifstofan Sunna boðar ferð til Austur-Evrópu og sovétríkj- anna í sumar. • Samkvæmt upplýsingum Stangaveiðifélags Reykjavíkur, kostar hálfur dagur í Elliðaánum 450 krónur. ® Fjölmargar bifreiðaleigur hafa skotið upp kollinum að undanförnu og leigja bíla án bílstjóra. Þótt sumarverðið sé hátt, mun þurfa nokkurn fyrirvara til þess að fá bíl leigðan. Ódýrasti bíllinn mun kosta 550 krónur á sólarhring plús 2,80 fyrir kílómeterinn eftir fyrstu 150 kílómetrana. • í sumar verður hægt að fliúga með Fí hringinn í kring um landið með viðkomu á fimm stöðum, t. d. frá Reykjavík til ísafjarðar, Isafirði til Ak- ureyrar, Akureyri til Egilsstaða, Egilsstöðum til Hornafjarðar og Horna- firði til Reykjavíkur aftur. Að sjálfsögðu hægt að dvelja jafn lengi og óskað er á hverjum stað. © 22. júní verður meistaramót Islands í tugþraut, 10 km hlaupi og 4x800 metra boðhlaupi haldið í Reykjavík. • 320 farþegar fara frá Reykjavík til Grænlands með Fí klukkan sjö að morgni og koma aftur um miðnætti sama dag. ® Það kostar 700 krónur að fá að renna hálfan dag í Laxá í Aðaldal. • Princess systur munu skemmta á Borginni í sumar. Þær eru vel þekktir og vinsælir skemmtikraftar, víða um heim. Nú síðast voru þær lengi í ísrael og Davíð Ben Gurion sæmdi þær heiðursmerki fyrir skemmti- legheit. ® Finnska knattspyrnuliðið Haka, sem varð Finnlandsmeistari 1962 kem- ur hingað á vegum Knattspyrnuráðs Reykjavíkur í júlí. Það er frá litlum bæ í Finnlandi, og kemur með leiguflugvél, sem verður fyllt með öðrum íbúum þessa sama bæjar. • Allar ferðaskrifstofurnar í Reykjavík hafa á boðstólum ferðir til Bret- landseyja, Norðurlanda, Vestur-Evrópulanda og Miðjarðarhafslanda. © Veiðileyfi í Norðurá í Borgarfirði kostar 600 til 1200 krónur. • Búast má við minni ferðamannastraum hingað frá Evrópu en verið hefur. Evrópubúar eru búnir að fá nóg af kuldanum í vetur og vilja frem- ur fara þangað, sem þeir vita að hlýjan er. • Vonir standa til þess, að hægt verði að skemmta sér við léttar revýur í Sjálfstæðishúsinu. O í sumar hefur Guðmundur Jónasson samvinnu við ferðaskrifstofuna Lönd og leiðir. Úrval af ferðum um hálendi íslands og einnig styttri ferðir, svo sem Landmannaleið og Þórsmörk. Af ferðum G. J. væri e. t. v. helzt ástæða til að nefna 12 daga ferð um hreindýraslóðir og til Öskju. Framhald á næstu síðu. A 16.—17. júlí verður keppni í frjálsum íþróttum milli Norður- landa og Balkanlanda. < Grænlands'erðir FÍ njóta sí- aukinna vinsælda. Ferðaskrifstofa ríkisins stend- ur fyrir reiðtúrum um landið.V Fitzgerald, VIKAN 23. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.