Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 14
Ungt fólk á uppleið Kjartan Sveinsson byggingatæknifræðingur Eftir því sem hlutverk tækninnar verður viða- meira í þjóðfélaginu, þeim mun meiri þörf verður fyrir tæknimentaða menn eins og margsinnis hefur verið bent á. Við þurfum ekki aðeins vel mennt- aða verkfræðinga og arkitekta heldur og tækni- fræðinga. Það eru þeir menn, sem á Norðurlanda- málum eru kallaðir „ingeniörer". Kjartan Sveinsson, byggingatæknifræðingur, er einn þeirra manna, sem hefur farið þessa leið að markinu. Á þessum umbrotatímum í byggingasögu okkar, hefur Kjartan komizt nærri því að verða þjóðsagnapersóna þrátt fyrir ungan aldur. Hann á að hafa teiknað svo mörg hús, að það er ofvaxið mannlegum skilningi; hann á að hafa unnið í einni skorpu sólahringum saman. Hvað sem þessum sög- um líður, þá er það staðreynd, að Kjartan er athafnasamur maður og eftir því sem bezt verður séð, liggja eftir hann allmörg ágæt verk. Hann er frjór í hugmyndum, en hefur þó tæplega þau sér- kenni, að þekkja megi hús hans svo öruggt megi telja. Ytra útlit á húsum Kjartans er mjög breyti- legt og oftast prýðilega heppnað. Ég held, að ekki sé á neinn hallað, þó sagt sé, að Kjartan se með snjöllustu mönnum í þeirri mannraun að leysa innra skipulag húsa vel af hendi og nýta gólfrýmið til fullnustu. Það er eins og að tefla skák; margir Framhald á bls. 35. Lindarflöt 16 Garðahreppí Einbýlishús I4lm2 Þetta er, segir Kjartan, fremur einfalt hús í byggingu og flestir hús- byggjendur ættu að ráða við hús af þessu tagi. Það má bæta því við umsögn Kjartans að húsið virðist vera framúrskarandi vel skipulagt og gólfflöturinn nýtist afburða vel. Svefnherbergjagangurinn opnast út á hellulagða verönd. Bakdyrainngangur er í eldhúsið gegnum þvottahús og mörgum hús- mæðrum mun vafalaust finnast það hagræði að hafa innangengt úr eldhúsinu í þvottahúsið. fMUlVl ViVUV

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.