Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 24
EIGINMAÐUR I ELDHÚSVERKUM HÚMOR í MIÐRI VIKU EFTIR G.K. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve rólegt líf og þægilegt það er að vera húsmóðir. Þetta vitum við eiginmennirnir bezt, sem förum í vinnu snemma á hverjum morgni, þrælum fyrir heimilinu allt til kvölds, og sjáum þvi fyrir öllum fjárhags- legum þörfum. Sumir okkar strita á skrifstofu allan daginn og pikka á ritvél, skrifum reikninga, tölum við viðskiptavini, rífumst og skömmumst, eða þá að við erum skammaðir, reikn- um út verð, innflutningsgjöld, tolla, eða reynuin að setja saman grein í blað. Aðrir vinna við visindastörf allan daginn, leysa flóknar þrautir, enn aðrir standa með reiddan hnef- ann yfir krakkagemlingum í skólum og reyna að troða einhverju inn í hausinn á þeim. Öll slík störf reyna geysilega á andlegan þrótt mannsins. Sumir eru hlaupandi innanbúðar allan liðlangan daginn, lögregluþjón- ar ganga um götur í öllum veðrum, bílstjórar aka allskonar fólki fram á rauða nótt, sjómenn velkjast í öll- um veðrum, verkamenn sveifla haka og skóflu . . . Allt eru þetta störf, sem lýja og þreyta manninn svo að hann þarf á góðri og ljúfri hvild að halda eftir starfsdaginn. Þá þarf hann að eiga gott og þægilegt heimili, þar sem hús- móðirin bíður hans með inniskóna og pípuna í höndunum, leiðir hann í besta stólinn, fær honum ilmandi kaffibolla og blað að lesa, opnar að- eins útvarpið svo ljúf tónlistin læðist inn i hugarvitundina. Siðan segir hún krökkunum að halda sér saman og rekur þau út úr stofunni, fer sjálf ■ út eftir að hafa þrýst mjúkum kossi á heitt enni eiginmannsins, og lokar á eftir sér. Síðan fer hún að elda mat- inn og koma krökkunum í rúmið á meðan þú klárar úr kaffi- bollanum og lest blaðið. Svo gefur liún krökkunum að borða og kemur þeim í rúmið. Eftir það læðist hún inn í stofu, hvislar að þér að maturinn biði rjúkandi á borðinu, gengur um beina á meðan þú matast, síðan vaskar hún upp á meðan þú ferð í sparifötin, því að bióferð eftir erfiðan dag slappar undursam- lega af. Ef konan er búin að þvo þvottinn, getur hún auðvitað komið með þér, — nema hún þurfi kannske að gera við sokka eða eittfyv.að svoleiðis . . . Eða er þetta kannske ekki rétt . . . ? Jú, auðvitað. Ég komst manna bezt að þessu sjálfur núna um daginn, þegar ég í augnabliks grandaleysi sagði eitt orð við konuna mína, sem ég liefði aldrei átt að láta mér um munn fara. Það er hættulegasta orðið í íslenzku máli, og ég ráðlegg öllum eiginmðnnum að vara sig á þvi, og láta það aldrei út fyrir sinar varir, fyrr en þeir eru búnir að hugsa sig um i tvo daga að minn- sta kosti. Þetta orð er tilbúið sét*- staklega fyrir kvenfólkið, sem á raunar að hafa það á vörunutn hvenær sem við tölum við þær, en karlmenn skulu vara síg, Þetta er ráðlegging frá manni, sem hefUr notað þetta orð alsendis óforvar- endis, og varð svo að taka afleíð- ingunum. Orðið er; „Já“, — ☆ — Við, konan min, höfðum verið að ræða um það svona af og til undanfarin ár, að gaman væri nú að skreppa eitthvað út fyrir land- steinana í sumarfri. að visu varð þetta aldrei nema orðagjálfur og loftkastalar, því að þótt ferða- skrifstofurnar segi hver i kapp við aðra að slíkt ferðalag kosti sama og hreint ekki neitt, þá er það fleira, sem kemur í veg fyrir að hjón geti tekið sig einn góðan veðurdag upp, og flogið til ann- arra landa til að fá sér ódýran og þægilegan sumarauka. Það eru t. d. krakkarnir. Og hjón sem eiga fjóra krakka á •ýpisum aldri, eiga hreint ekki heimangengt. Að vísu er alltaf hægt að koma einum krakkanum á ömmu, og öðrum til Siggu frænku, þriðja á barnaheimili i sveit og þeim fjórða á gott sveitaheimili. En þegar til kemur, þá er það hæg- ara sagt en gert, þvi að þá er amma lasin, Sigga frænka með tvo krakka frá Gunnu systur, barnaheimilin full og hvergi hægt að fá pláss i sveit. En svo vorum við hjónin ein- hverju sinni að tala um þetta, og þá. segír hún sisona: „En að fara bara sitt i hvoru lagí“. Og þá sagði ég; „Það er svosem vel athugandi“. Og fór auðvítað strax að hugsa um að það gæti nú svosem verið tilbreyting í þvi að fara konulaus eitthvað út í buskann, og taka sér frí frá hreint öllu. En ég var of fljótur á mér. Það sannaðist strax, þegar liún fór að leiða mér það fyrir sjónir, að það væri langbezt að hún færi fyrst, þegar ég ætti páskafrí, nánar til- tekið, þvi þá þyrfti ég ekki að fá svo marga daga af sumarfriinu mínu til að hugsa um heimilið. Síðan gæti ég tekið afganginn af friinu seinna í sumar og skroppið eitthvað út. Ég hef sennilega verið 24 — VIKAN 23. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.