Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 35
Hvað á að gera í suraar? Framhald af bls. 9. áætlunarflug, svo sem Hólmavík, Gjögur o. fl. • Heimsleikarnir verða haldnir í Helsingfors 3—4 júlí og verður reynt að senda þangað íslenzka keppendur. • í Næturklúbbnum stendur Árni Elvar fyrir fjörinu, og Jamaica þre- menningarnir, sem kenna sig við Don Williams, verða einnig fram eft- ir sumrinu. • 31. ágúst verður vísir að ung- lingameistaramóti Norðurlandanna haldið í Helsingfors. Það verða að líkum 3—4 íslenzkir keppendur. • Landmannalaugar eru vinsæll dvalarstaður að sumri til. • Regnlausasti staður Evrópu í sumar er talinn vera Mamaia í Rúm- eníu — handan við járntjaldið. Þar rignir í hæsta lagi þrjá daga á hverju sumri. • Svavar Gests mun halda uppi fjöri í Hótel Sögu í sumar. Þar að auki verður boðið upp á létta tón- list í síðdegiskaffitímanum á sunnu- dögum. • í júní kemur sterkt knatt- spyrnulið frá Kiel í Þýzkalandi á vegum Fram. © Margir munu kjósa að fara um Fjallabaksleið í sumar. © Páll Bergþórsson, veðurfræðing- ur, sagði okkur að það væri tæp- lega von á jafn köldu vori og sumri nú og t. d. árið 1882, þegar ekki var hægt að binda heyið, heldur varð að setja það í poka, og orfin fóru ofan á frostið þegar þeim var stungið niður. Það eru minni líkur fyrir kaldri aldarhelft nú en á síðari hluta síðustu aldar. • Ferðafélag fslands hefur fastar helgarferðir í sumar í Þórsmörk, Landmannalaugar og um Kjalveg. © Vonir standa til, að gestum Röð- uls gefist kostur á að heyra og sjá Ilse Bronnléy, þýzk-austurríska stúlku, sem leikur af snilld á trom- pet og hefur verið kölluð The Girl With The Golden Trompet. © Ferðaskrifstofan Útsýn fer í ævintýraferð til Austurlanda í októ- ber. © 1—2 júlí fer fram landskeppni í frjálsum íþróttum milli Danmerkur og íslands, og verður mótið haldið í Reykjavík. • í vor var litlu sölunum á Hótel Borg breytt í eina, smekklega vín- stúku. • Enn í sumar er Þórsmörk mesti “Lux-sápan gerir hörund mitt svo óviájafnanlega hreint”, segir Fonda. “Ég hefi notað Lux-sápu í fjölda mörg ár”. Jane Fegurstu konur heims nota hina hreinu, mjúku Lux-sápu.—Konur eins og hin dáða Hollywood stjarna, Jane Fonda. “Það er ekki til betra fegmnarmeðal í heimi, en Lux-sápa”, segir Jane. “Ég hefi notað Lux-sápu f fjölda mörg ár”. Með pvf að nota Lux-sápu daglega, verðið þér þátttakandi í fegrunarleynd- armáli Jane Fonda. Lux sápan gefur yður kvikmyndastjörnu útlit, heilbrigða, heillandi fegurð, sem vekur eftirtekt hvarvetna. Notið ávalt uppáhaldssápu kvikmyndastjarnanna, LUX-SÁPUNA. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota LUX-handsápu X-LTS 940/IC-644I tízkustaður innanlands. © Ella Fitzgerald kemur og skemmtir íslendingum í júní. © Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum erlendis frá verður bað- fatatízkan fremur sjómannaleg í sumar. Akkeri verða í tízku á mag- anum, áttavitar á brjóstunum, matrósakragar um hálsinn. Bikini stællinn er í stöðugri útfærslu, nú hefur hann jafnvel náð til síðbuxna, sem byrja niðri við ökla en ná ekki upp að nafla. Ungt fólk á uppleið. Framhald af bls. 14. eru kallaðir en fáir útvaldir. f þeim fræðum finnst mörgum, að þeir kunni mannganginn; það geti varla verið mikil kúnst að gera sæmilega grunnteikningu. En þegar Pétur og Páll setjast niður með reglustrik- una og pappírinn, þá verður þetta smám saman ótrúlega flókið. Mögu- leikarnir eru næstum óendanlegir eins og á skákborðinu og góðum arkitekt er gefinn sami hæfileiki og skáksnillingnum, að sjá fyrir sér fjölda möguleika og velja þann bezta. Kjartan Sveinsson hefur teiknað allar gerðir húsa, sem hér eru byggð- ar; einbýlishús, raðhús, tvíbýlishús, blokkir og stærri byggingar. Hann telur, að gera mætti enn betri íbúð- ir í blokkum, ef skipulagið setti ekki stólinn fyrir dyrnar með ákvörðun- um um stærð húsanna; honum finnst, að þar mætti vera meiri samvinna á milli. Kjartan er ekki trúaður á, að nýjar aðferðir við byggingar eigi eftir að ryðja nú- verandi aðferðum úr vegi í náinni framtíð. Líklegt sé, að haldið verði áfram á svipaðri braut fyrst um sinn. Kjartan er fæddur á Búðareyri við Reyðarfjörð 1926. Hann er aust- firzkrar og skaftfellskrar ættar. fluttist kornungur til Akureyrar og síðan til Ólafsfjarðar, þar sem faðir hans var kaupfélagsstjóri. Tólf ára fluttist hann svo til Reykjavíkur og að loknu skyldunámi lærði hann húsasmíði hjá Tómasi Vigfússyni, húsasmíðameistara. Á þeim tíma var einum íslenzkum iðnaðarmanni boð- ið til Svíþjóðar á nokkurskonar framhaldsskóla fyrir iðnaðarmenn. Kjartan hlaut þetta boð og að þeim tíma liðnum fór hann á Katarina- holms Tekniske Skole, þekktan tæknifræðiskóla, skammt frá Stokk- hólmi. Þar var hann við nám 1952 ■—1955 og útskrifaðist sem „byggnadsingeniör". Hann kom heim að því námi loknu og starfaði hjá Húsameistara Reykjavíkurborgar og var bygging- arfulltrúi yfir Mið-vesturlandi um tíma. Hann byrjaði að starfa sjálf- stætt 1. júní 1961, hefur skrifstofu í Brautarholti 22 og segist ekki hafa hugmynd um það, hversu mörg hús hann hafi teiknað. VIKAN 23. tbl. — 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.