Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 37
MIÐGLUGGINN. Framhald af bls. 21. hafði heldur engar fregnir fengið af honum, og samt gat hún setið þarna, róleg og brosleit, yndisfög- ur og æðrulaus. Það var hinum mikil hughreysting. Að lokum barst þeim orðrómur til eyrna. Innrásarherinn var kom- inn aftur til Skotlands. •Tudith lá við að örvænta. Innrás- in hafði þá reynzt vonlaus og þeir gefizt upp. Hvað mundi verða um þá? Ef hún gæti fengið einhverjar fréttir, þá væri þetta ekki jafn- óbærilegt. En nú var vetur og dal- urinn gersamlega einangraður. Jan- úar og febrúar virtust eins og tíu ár. En loks voru þeir á enda, og marz færði fyrsta vorboðann. Hjarta henn" ar söng af gleði, þegar hún sá litina taka að skírast. Snemma í apríl fór hún út og gekk gegnum skóginn að stöðuvatninu. Hún gleymdi sér svo algerlega við að horfa á fegurðina allt um kring, að hún tók ekki eftir manni, sem skauzt út úr sefinu og læddist í átt til hennar. Hann leit brosandi á hana og stakk innsigluðum böggli í hönd hennar, en síðan hraðaði hann sér aftur burt án þess að segja orð. Judith leit á utanáskriftina, sem var rituð með styrkri og læsilegri hönd. Svo þaut hún í einum spretti heim að húsinu og upp í svefn- herbergið. Bréfið var frá Ranald, hið fyrsta, er hann hafði skrifað henni. „Skyldirðu nokkurn tíma lesa þetta, Judith?“ skrifaði hann. „Ég hef sent þér bréf áður, en efast um að þú hafir fengið þau í hendur. „Ertu einmana, þú barn hjarta míns? Stundum fæ ég martröð og finnst þú liggja grátandi í myrkrinu, af því að rúmið sé of stórt, þér sé kalt og saknir mín, þér líði illa og þú sért hrædd við mýsnar. En svo man ég, að þú ert hugrökk, lítil stúlka og mjög skynsöm, og ég veit, að þú hlærð bara, þegar aftur er orðið bjart. „Við erum rétt hjá Inverness, ekki langt frá Cullodenheiðinni. Cumber- land og hersveit hans hrekja okkur sífellt nær þeim stað, sem þeir vilja koma okkur á; við vitum núna hvernig bráðinni líður, þegar veiði- maðurinn er búinn að hrekja hana inn í holu. Það er sagt, að þeir hafi brennt öll húsin og kirkjurnar á leið sinni. Það er skrýtið að hugsa til þess, að þú ert ekki mjög langt í burtu frá mér. En ég kemst ekki til þín. „Fyrirgefðu mér, Judith. Ég byrja á endanum en ekki upphafinu. Ég ætla að reyna að segja þér allt, sem gerzt hefur. Ef til vill fæ ég aldrei aftur að sjá þig. „Það byrjaði svo vel. Við höfðum gnægðir liðs og tókum Edinborg auðveldlega. Og þá gerðum við það, sem ég held, að hafi orðið okkur mesta glappaskot. Við biðum í Edin- borg heilar sex afdrifaríkar vikur. „Ég hataði þennan tíma glaums og gleði, þegar ég hafði ekkert ann- að að gera en hugsa til þín með iðrun og eftirsjá. Ég var alveg að brjálast af þrá eftir þér. „Eins og mér leið þá, hafði þér sjálfsagt liðið allan tímann, frá því að við skildum. Og þú grátbaðst mig að vera hjá þér eina einustu nótt, og ég neitaði því. Ég skrifaði þér og bað þig að koma til mín, en það bréf hefurðu líklega ekki fengið, því að ég fékk ekkert svar og þú komst ekki. „Ég var grimmur við þig, ástin mín, og fékk makleg málagjöld. Ég gat ekki sofið fyrir söknuði og ein- manaleik, af því að þú varst hvergi nærri. „Samt var ég reiður, af því að þú komst ekki. Mér fannst þú hefð- ir átt að finna það, jafnvel þótt bréfið glataðist. En eina nóttina varð mér ljóst, hvers vegna þú komst ekki. Þú vildir ekki yfirgefa Kin- mohr, hjartað mitt litla, vegna þess að þú vildir gæta þess fyrir mig. Ég sá beint inn í huga þinn, Og allt í einu fannst mér þú enn ná- lægari mér en nokkru sinni fyrr. Eftir það kvaldist ég ekki jafnvoða- lega án þín. „í nóvember lögðum við af stað til Englands. Við unnum hverja borgina af annarri. Prinsinn var eins og ævintýrahetja í fararbroddi. Hvílíkur konungur hann hefði getað orðið! Hann reið hvítum gæðingi, hló og gerði að gamni sínu. Hann grunaði sízt, að foringjarnir sætu á svikráðum við hann. „Það var í Derby, sem herráðið var haldið. Við höfðum áformað að fara til London og freista þess að taka borgina með skyndiáhlaupi. Þetta var hvort eð er eins og bar- dagi Davíðs við Golíat. Allt reið á því, að við værum nógu snöggir. „Gröfina eða hásætið!" sagði prins- inn. „Ég var ekki viðstaddur, þegar herforingjarnir komu saman og neituðu að halda áfram. Þeir voru bleyður og verra en það. Ég held, að þeir hafi verið brjálaðir að haga sér eins og þeir gerðu. „Sjötta desember hófst undanhald okkar. Það er sagt, að við eigum það versta fram un'dan, en ég held ekki, oð neitt geti orðið eins slæmt og dagarnir þeir. Það er hægt að berjast fyrir hugsjón, fórna öllu, deyja fyrir málefnið, en að berjast fyrir ekki neitt, þegar allt, sem maður hefur afrekað, er orðið einsk- is virði, það er móðgun við manns- andann. Ef til vill er það æðsta teg- und hugprýðinnar að geta horfzt í augu við slíkt. „í janúarlok fréttum við, að her- toginn af Cumberland væri sjálfur kominn til Edinborgar með óvígan her og hygðist gereyða liði okkar. Við brutumst áfram til norðurs í óskaplegum stormhörkum og kulda. „Og hér bíðum við. Menn Cumber- lands fylgja okkur eftir, þungstígir og ósveigjanlegir eins og forlögin. Prinsinn er veikur og mennirnir stjórnlausir. Ég vona, að endirinn fari að nálgast, því að þessi bið er erfið. Þegar þú færð þetta bréf í hendur, Judith, veiztu sjálfsagt Framhald á bls. 50 Enskir frakkar Mikið úrval ★ SÍMI 1-2-3-4-5 VIKAN 23. tbl. — gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.