Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 39
FÓLKIÐ í CHELSEA. Framhald af bls. 11. einnig því nær daglega til þess að sjá grænan gróður — og börn. Það var áberandi lítið af börnum á göt- unum í London, enda eru þær ekki hollur verustaður fyrir þau. í Batt- ersea Park aftur á móti fá þau að leika sér á grænum flötum og vaða í þar til gerðum tjörnum. — Það sem fyrst vekur athygli manns í þessum barnahóp er hversu mörg þeirra eru lituð, þ. e. af framandi kynþáttum að austan og sunnan. En á síðari árum hefur flykkzt til Eng- lands frá sambandsríkjum þess og nýlendum, mikill fjöldi fólks, sem kemur þangað til að leita gæfunn- ar, öðlast fé og frama. Indverjar og Pakistanbúar voru einkum áberandi á götunum og í lystigörðunum, en af Kínverjum var einnig mesti sægur. — Lítil gulleit stúlka, á að gizka sjö ára gömul kom til mín þar sem ég sat á bekk í Battersea Park, og heilsaði mér ósköp elsku- lega. „Hver ert þú?“ spurði ég. alla leið hingað út í garðinn til þess að hún geti fengið ferskt loft og sól- skin, það er erfitt að eiga börn í þessum bæ.“ Hún laut höfði stund- arkorn eins og hún hefði gleymt bæði mér og barninu, en loks hélt hún áfram að tala líkt og við sjálfa sig. „Við þekkjum engan, maður- inn minn vinnur á pub allan dag- inn; maður verður einmana. En skelfing er ég samt fegin að við skulum vera komin hingað. Það ræt- ist úr þessu öllu — okkur langar til að eignast svolitla verzlun." Draumar mannsins barna eru margskonar, en á draumi og von lifum við þó flest, ekki síður en brauðinu. •— Miðaldra maður vann að hreinsun í Battersea Park. Ég mætti honum öðru hvoru og þóttist sjá í augum hans að við værum eitthvað skyldir, svona innra með okkur. Að lokum ávarpaði ég hann: „Ertu ánægður með starf þitt?“ Hann horfði á mig líkt og hann kæmi langt að og gæti ekki áttað sig á hvers vegna við vorum þarna tveir saman allt í einu; það var fjarlægð í augum hans. — „Já,“ var sýnilega sjálf ánægð með: „Þeg- ar þessi elfur hefur enn streymt hjá í þúsund ár — hvar verð ég þá?“ Það var oft einkennilegt fólk á gangi meðfram ánni, Chelsea-megin. Sumt af því var klætt hinum furðu- legustu fötum. Gamall Skoti í lit- ríkum klæðum ávarpaði mig eitt sinn við Albertbrúna og benti á styttu af nakinni konu, sem þar stendur í fögru runnarjóðri. „Er hún ekki fögur?“ sagði hann brosandi með kyrrlátri og öldurlegri rödd. „Ég hef elskað hana í mörg ár og alltaf er hún jafn unaðsleg. Á hverj- um degi brosir hún við mér síung og sæl — og ekki mun hún bregð- ast mér. Hugsið þér yður konu sem aldrei getur brugðizt.“ Við ána rétt hjá Albert Bridge er snotur pub. Ég kom þar stundum á leið heim úr Battersea-garðinum og fékk mér glas af öli. Við af- greiðsluborðið var oftast smávaxin, koldökk og þunglyndisleg ung stúlka, sem horfði á hvern karlmann er inn kom með eftirvæntingu 1 augum líkt og hún væri að vona að einmitt hann myndi flytja henni arkjör í kjallara einum við Kings Road. Eitt sinn þegar þröngt var á barnum settist ég við borðið hans. Glasið hans var tómt svo ég bauð honum í það aftur. Hann horfði á mig drykklanga stund áður en hann svaraði, en hneigði síðan höf- uðið til samþykkis og ég sótti handa honum pint af lageröli. Ekki sagði hann neitt í þakakrskyni, en kink- aði aftur kolli og hélt áfram að horfa út um gluggann. En þegar hann var kominn niður í mitt glas- ið leit hann allt í einu á mig og kímnibros lék uiii varir hans. — „Útlendingur?" spurði hann stutt- lega en beið ekki eftir svari. „Blaðamaður, býst ég við — en það þýðir ekki neitt, ég svara aldrei spurningum nú orðið. Ég hef ekkert að segja; sá tími er liðinn sem mér lá nokkuð á hjarta.“ í Chelsea eru enn rústir á nokkr- um stöðum. Á Cheyne Walk, rétt hjá Battersea Bridge, hafa tvö helj- armikil hús verið jöfnuð við jörðu, en á rústunum hafa risið fagrir garðar. Ég veitti því eftirtekt að um hverja helgi voru þarna tvær fjöl- BIFREIÐA-FERÐA FULLKOMIN ÞJÓNUSTA TRYGGINGAR FYRIR SANNVIRÐI - GRFIDDUR TRYGGING TEKJU AFGANGUR SIOAN 1949: 37 MILLJÓNIR KR. SÍMI 20500. „Ég er stúlkan hans pabba,“ var svarið. „En hver ert þú?“ „Ég er maðurinn á Norðurpóln- um,“ svaraði ég. „Viltu ekki ís?“ fs hafði hún beztu lyst á. En þeg- ar hún var búin að kaupa hann fyrir aurana sem ég gaf henni, kom hún aftur til mín og hóf samtal: „Hvar er Norðurpóllinn?" „Þar sem vatnið storknar og verð- ur að ís.“ „Það var skrítið. Gaztu þá alltaf borðað ís þegar þú varst lítill — og varð þér aldrei illt í maganum af honum?“ Þegar hér var komið birtist móð- irin, fögur kona í sari, brún og hold- skörp með gríðarstór, næturdimm augu. Hún bað mig afsökunar á framferði barnsins síns og sagði um leið eitthvað við telpuna á máli sem ég skildi ekki. „Það er allt í lagi mamma,“ svar- aði barnið á ensku. „Hann er miklu betri þessi en hinn kallinn.“ „Hún er ekki vön hvítu fólki,“ sagði móðirin; „þess vegna ávarpar hún hvern sem vera skal. Og hún hleypur um allt, ég á erfitt með að hafa hemil á henni.“ Hún hikaði lítið eitt svo bætti hún við í lægri tón: „Það taka henni ekki allir jafn vel, sem von er til.“ „Hér er þó enginn munur á lituðu fólki og hvítu — eða er það?“ spurði ég gætilega. Hún hristi höfuðið. „Nei, Eng- lendingar eru ágætir þannig. En hér í London er lítið pláss fyrir börnin, ég verð að fara með hana anzaði hann loks. „Ég er nú held ég orðinn það; þetta er vel borgað, ég fæ að borða og þak yfir höfuð- ið — maður hefur nú ekki alltaf haft það.“ Ég beið átekta, sá að hann var hugsi og að fjarlægðin í augum hans varð æ meiri. Mér var ljóst að það væri ekki góð háttvísi að spyrja hann fleiri spurninga. „Ég er skáld,“ sagði hann í lág- um hljóðum að nokkurri stundu lið- inni. „Og ég barðist eins og gengur — ég var kominn yfir fertugt þegar ég gafst upp. Það vildi enginn gefa þetta út; kannski hefur það ekki verið eins gott og ég hélt. En ég ætla samt að halda áfram að skrifa í tómstundum mínum. Kannski breytist heimurinn seinna. Ég skrif- aði sögur um fegurð og gott fólk, sögur um manneskjurnar eins og þær ættu að vera — og eru kannski innst inni, ég trúi því enn.“ Hann var einn af mis'lukku'ðu skóldunum í Chelsea. Á bekk við ána sat oft annað mis- lukkað skáld, kvenmaður um sex- tugt, heldur illa til fara, en með göfugmannlegan svip. Oftast hafði hún skrifbók og blýant meðferðis og ritaði öðru hvoru nokkrar hend- ingar. En fyrst þuldi hún þær upp- hátt og velti þeim fyrir sér á ýmsa vegu. Það var auðséð að hún vand- aði sig sem bezt hún gat, en samt held ég að kvæðin hennar hafi ekki verið góð. Þó man ég eina hendingu er hún endurtók aftur og aftur og einhvern þann boðskap er hún beið eftir. — „Þú ert ekki Englending- ur?“ sagði hún eitt sinn við mig í lágum hljóðum. Ég hristi höfuðið. „En þú?“ „Nei, ég er írsk. Ég á heima í Donigal við lítið vatn, skiljið þér. Það er fallegt í Donigal — hræðilegt hérna; ég er búin að spara í þrjú ár og í haust kemst ég heim. En ekki fyrr en í haust. Mér hefur allt- af leiðzt voðalega hérna í London.“ „Hvers vegna komstu hingað?“ spurði ég. „Ég trúlofaðist manni sem var þarna á ferð. Hann var enskur og við bjuggum hérna í Chelsea í tvo mánuði. En svo eitt kvöldið kom hann ekki heim aftur. Ég var alltaf að vona að hann kæmi. En hann kom ekki. Svo fékk ég vinnu hérna á barnum og fór að spara til að komast heim.“ Hún horfði á mig augum sem voru full af undrun og spurn, dökk og dularfull eins og haustnótt. Svo hélt hún áfram, en var ekki lengur að tala við mig: „Mér er alveg óskiljanlegt hvers vegna hann kom ekki aftur — hann kemur ekki — það get ég aldrei skilið.“ Á þessum sama pub sat oft mjög gamall maður, með langt silfurgrátt hár á herðar niður. Andlit hans var mjög hrukkótt og drættirnir hörku- legir, en mildi í gráum augum. Mér var sagt að hann væri myndhöggv- ari, sem aldrei hefði náð frægð, en hélt enn áfram starfi sínu við sult- skyldur að vinnu innan um rósir og blóm. Og þar eð garðar þessir voru sérstaklega fjölbreyttir og indælir á að líta, gaf ég mig á tal við fólk þetta og fékk þær upplýsingar að það væri það sem kallað er „week- end gardeners", það er að segja manneskjur með brennandi áhuga fyrir skrúðgarðayrkju, en sem búa í venjulegum kjallaraholum kjall- araholum einhvers staðar langt inn í Chelsea og hafa þar ekki aðgang að svo miklu sem einni lúku af mold. „Við erum búin að rækta garðana okkar hérna í sex ár,“ sagði gömul kona með rauðhvarma augu, og horfði stolt á blómin sín og runn- ana. „Við báðum yfirvöldin um að mega rækta hérna á rústunum með- an ekki yrði byggt upp — en nú á það að byrja í haust. Þetta er síð- asta sumarið okkar hérna. Það er sárt að missa þetta allt, en við höf- um haft mikla gleði af því, og fyrr eða síðar hlaut að koma að þessu, við vissum það fyrirfram.“ Hún leit á mig votum og rauðum augum og bætti við. „En ég er nú að vona að það fari líka að styttast í því fyrir mér. Og kannski verða garðar þar — ef það er þá nokkuð þegar þessu lýkur?“ Ég man þennan unaðsreit, sem þreyttar, gamlar hendur höfðu skap- að á brunarústum. Hann var mér á einhvern hátt sönnun þess, er skrif- að stendur í gömlum fræðum: Með- an blóm grær á einum stað munu guðirnir ekki yfirgefa hann. ★ VIKAN 23. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.