Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 43
í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. fjölda manna takmarkast allur lest- ur við dagblöðin. Nú þykir afskaplega fínt að hafa lesið helzt allar bækur, sem nýlega hafa séð dagsins Ijós, ella eru menn varla samkvæmishæfir. Og þá er úr vöndu að ráða. Menn þurfa að geta fleytt sér í umræðum, þar sem snobbar ræða bækur. Þá finna menn illilega til þess að vera ekki gjald- gengir og grípa til þess ráðs að lesa ritdóma í dagblöðunum. Þá vita þeir undan og ofan af og geta auðveld- lega látið líta svo út, að þeir hafi lesið það sem um er rætt. Bókaþjóðin íslendingar, les af- skaplega lítið af bókum. Þær eru keyptar vegna þess að það þarf að gefa gjafir og þær eru látnar upp í hillur því ef til vill eru hillurnar hálftómar og gott að fá eitthvað til að fylla upp. Hillurnar voru keyptar með afborgunum og hús- bóndinn er að vinna aukavinnu á kvöldin til þess að geta staðið í skilum. Hann ætlar að lesa bæk- urnar, þegar hann er búinn með af- borganirnar af hillunum, ísskápn- um, sjónvarpinu, hrærivélinni og teppinu. Það er að segja, ef þá ekki vantar eitthvað nýtt. GS. í ELDHÚSVERKUM. Framhald af bls. 25. þau yngri. Þeir lágu þá ennþá á gólfinu í náttfötunum og voru að leika sér að bílum. Það var samt sýnilegt að þeir liöfðu ekki verið að leika sér að þeim allan timann, því að það sást varla i þá fyrir alls konar dóti, sem þeir höfðu dregið fram og fundið uppi í skáp, þvi mamma var ekki heima og gat ekki tekið það af þeim. Það var staflað um allt gólf og langt upp á veggi, kubbum og spilum, blöðum og bókum, járnbrautarlestum, flug- vélum, kranabílum, öskubílum, vörubílum, fólksbílum, kappakst- ursbilum, sjúkrabilum, brunaliðs- bílum og alls konar annars slags bilum, byssum af öllum gerðum og stærðum, káboyfötum, Indiána- fjöðrum, bogum, myndavélum og leikaramyndum. Það var eins og þeir vöknuðu af draumi, þegar ég æpti upp og skip- aði þeim á fætur þegar í stað. Þeir ruku sinn í hverja áttina og fóru að klæða sig. Ég fór að klæða mig sjálfur, og ætlaði að búa um rúmið, — en hætti samt við það af ein- hverjum ástæðum. Þá komst ég að þvi að annar strákurinn var kom- inn i nærfötin, og hinn i annan sokkinn. Þeir voru farnir að leika sér aftur. Nú lét ég hendur standa fram úr ermum, og sagði þeim hverju þeir mættu eiga von ef þeir klæddu sig ekki í einum hvelli og tækju saman dótið á eftir sér. Yngsti strákurinn birtist há- öskrandi í dyrunum og blóðið lak úr einum putta. Ég greip hann i skyndi, og fór með hann að eld- húsvaskinum og greip höndina og ætlaði að láta kalt vatn renna á sárið til að stöðva blóðrásina. En blórennslið jókst aðeins um allan helming. Þegar ég fór að athuga þetta betur, sá ég að meirihluti blóðsins rann úr mínum eiginn puta, og bert rakvélarblað var i lófanum. Drengurinn hafði fundið þetta einhvers staðar og farið að leika sér að þvi með þessum af- leiðingum. Auðvitað varð ég að setja plástur á mig áður en ég gat sinnt drengnum, og sem betur fer var þetta aðeins smáskeina hjá okkur báðum. Ég klæddi liann aft- ur í og setti hann útfyrir. Þegar ég var að sleppa lionum mundi ég eftir því að hann var ekki með vettlinga. Ég tók um höndina á honum og ætlaði að fara að lagfæra þetta, þegar liann rétti mér hina höndima skælbrosandi og sýndi mér annað bert rakblað, sem hann hélt á. „Ég á annað, pabbi,“ sagði hann og liló. Ég sagði víst ekki mikið, en tók af honum rakblaðið. Svo fór ég með höndina ofan í úlpuvasa hans til að leita að vettlingum, en kom með hana alblóðuga upp aftur. í vasanum voru þrjú rakblöð, og í hinum voru fjögur. Hvernig hann liefur getað komið þessu þangað án þess að skera sig meira, veit ég ekki enn í dag. Þegar ég var búinn að binda um mig, fór ég að liugsa um að koma eldri strákunum út, en fann þá hvergi. Þeir voru þá komnir út, báðir i sparifötunum og frakka- lausir, en dótið lá óhreyft á gólf- inu. Ég var búinn að tína saman dót- ið kl. um 11, og taka það mesta til í íbúðinni, og ætlaði að fara að þvo upp leirtauið síðan um morg- unin, þegar ég mundi eftir þvi að það væri matartimi kl. 12, og að konan hafði haft tilbúið læri, sem ég átti að setja í ofninn og steikja. Það hlaut að vera kominn timi til þess. Ég kveikti á ofninum og setti steikina inn. Siðan fór ég að þvo upp. Þá datt mér í hug að konan hafði lagt sveskjur í bleyti kvöldið áður, og liafði kennt mér að elda sveskjugraut. Ég setti pott- inn yfir og hitaði sveskjumaukið, setti dálítið meira vatn í. Hún hafði lýst því vandlega fyrir mér hvernig ég ætti að setja kartöflu- mjöl út i grautinn til að gera hann dálítið þykkari. Líklega hef ég þá verið að hugsa um eitthvað ann- að, því ég tók staukinn með kart- öflumélinu og hellti dálitlum slatta út í pottinn. Ég hrærði ofsa- legn i pottinum um leið, en allt kom fyrir ekki. Mjölskrattinn hljóp í eintóma kekki, sem engin leið var að drepa. Þá mundi ég óljóst eftir þvi að ég átti fyrsta að hrista mjölið út í vatni. Ég fór nú að veiða kekkina upp úr grautnum, en þeir reyndust 873 talsins, og það tók mig um hálftíma. Siðan gekk allt vel með grautinn. En um það leyti að ég komst að því, fann ég einkennilega brunalykt í eldhús- inu og fór að leita. Lyktin kom úr bakarofninum, og þegar ég leit inn i hann, brá mér í brún, því steik- in vor orðin kolsvört að utan. Ég HVERNIG DÆMIR ÞÚ? HÁRIÐ FÓR í ÓYARINN HREYFIÁS. Jón Jónsson rak þvottahús. Hildigunnur Hannesdóttir réðst í þjónustu Jóns til starfa í straustofu þvottahússins. Vann hún jafnan að því að slétta þvott í strokvindu. Vinda þessi var raf- knúin. Undir vinduborðinu var óvarinn hreyfiás, sem snerist hratt. Var hreyfiásinn í 70 cm fjarlægð frá gólfi, en 12 cm undir borðplötunni. Eitt sinn, þegar stúlkan var við vinnu sína, missti hún nokkra vasaklúta á gólfið. Hún beygði sig niður í þeim tilgangi að ná klútunum. Við það að beygja sig lenti hár Hildigunnar,, sem var óvarið, í hreyfiásnum. Vinduna gat hún ekki stöðvað, þar sem rofinn var uppi á vegg. Skipti það engum togum, að hluti af höfuðleðri stúlkunnar flettist af höfði hennar með hárinu. Hildigunnur var langan tíma óvinnufær, beið varanlega ör- orku og sjúkrakostnaðurinn varð mikill, þar sem hún varð að leita til erlendra sérfræðinga. Hildigunnur höfðaði mál á hendur Jóni Jónssyni til greiðslu skaðabóta. f því dómsmáli var meginorsök slyssins álitin van- ræksla Jóns í þeim efnum að hafa hreyfiásinn óvarinn, svo og að ganga ekki eftir því, að stúlkan notaði höfuðklút eða ann- an umbúnað um hár sitt til öryggis.Hildigunnur sjálf var talin hafa sýnt vanrækslu í starfi varðandi vanbúnað hársins. Var Jón talinn bera % hluta sakir á slysinu, og var dærndur til að greiða Hildigunni kr. 150.000,00. Þessa greiðslu innti Jón af hendi. Nú er þar til máls að taka, að mánuði áður en slysið átti sér stað, var fyrirtæki Jóns athugað af trúnaðarmönnum Verk- smiðju- og vélaeftirlits ríkisins. Að skoðun lokinni gáfu trún- aðarmennirnir út vottorð þess efnis, að útbúnaður allur í fyrir- tæki Jóns Jónssonar væri til hinnar mestu fyrirmyndar. Með hliðsjón af þessu vottorði taldi Jón sig gersamlega granda- lausan varðandi það atriði, að öryggisútbúnaði strokvindunnar væri áfátt. Eftir slysið segist Jón hins vegar hafa komizt að raun um, að vottorð þetta hefði verið rangt og í rauninni löglaust, þar sem beinlínis er fyrirskipað í reglugerð um öryggiseftirlit, að hreyfihlutar véla, sem mönnum geti stafað hætta af að nálg- ast, eigi að vera varðir af hlífum eða girðingum. Af þessum ástæðum telur Jón, að orsök slyssins hafi fyrst og fremst verið vanræksla trúnaðarmanna Vélaeftirlitsins í starfi. Þar sem trún- aðarmennirnir eru opinberir starfsmenn, eigi ríkið að bera ábyrgð á aðgerðum þeirra. Af framangreindum ástæðum höfðaði Jón Jónsson fébótamál á hendur fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu á öllum þeim kostnaði, sem hann hafði orðið fyrir vegna áðurnefnds slyss. Spurning VIKUNNAR: VINNUR JÓN ÞETTA FÉBÓTAMÁL? Sjá svar á bls. 50. ~ 43 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.