Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 45
UNI-PLAST er s.k. kemískur málmur, sem notaður er til margháttaðra viðgerða. UNI-PLAST er framleitt til notkunar, sem tillagaður massi. UNI-PLAST er auðveldara og fljótlegra í meðförum en önnur samhærileg efni, og notlcun þess svo auðveld, að ekki er hægt að láta sér mistakast. UNI-PLAST hefur mjög góða viðloðun, þolir vel þrýst- ing og sveigju, þolir vel vatn og tærist ekki og hefur slétta og jafna áferð, þess vegna er UNI-PLAST ger- samlega öruggt í notkun. UNI-PLAST er m. a. notað i þessum iðngreinum: Bif- reiðaiðnaði, blikksmíði og járniðnaði. UNI-PLAST er notað til að lagfæra allar ójöfnur i málm- inum. UNI-PLAST er notað til að þétta sprungur og rispur, gera við ryðskaða o. s. frv. UNI-PLAST er notað lil að gera við leka i vatnsleiðsl- um, hitakerfum og öllu sem lýtur að pípulagningum. UNI-PLAST er notað til að þétta og lagfæra báta, hvort heldur úr málmi, tré eða plasti. UNI-PLAST er riötað í gólflagningum, í viðgerðum á steinsleyptum og slípuðujn gólfum. UNI-PLAST er notað í byggingariðnaði til sparnaðar og sem þéttiefni. UNI-PLAST er notað i húsgagnasmíði til sparnaðar. UNI-PLAST er nothæft í öllum mögulegum iðrigreinum. ‘ttvað cr UNI-PLAST? LEIÐBEININGAR UM NOTKUN. Sverfið yfirborðið með grófri þjöl. Ryð, tæring og fita á yfirborði spillir viðloðuninni. Með hverri dós af UP fylgir hylki, sem inni- heldur herzluefni. Blandið herzluefninu við massann strax fyrir notk- un. Strax eftir að því hefur verið blandað hefst efnabreyting massans í fast form og má notkun því ekki dragast. BLÖNDUN: Blandið 3—5 gr. af herzluefni við 100 gr. af plastmassa. 2 cm herzluefnis úr hylkinu samsvara 1 gr. Hrærið herzluefninu vel saman við massann. Þornar á 10—15 mínútum, og eftir það má slípa yfirborðið. Herzlan er örari við lítinn hita. Hreinsið verk- færin strax að lokinni notkun. VALAFELL H F. SÍMI 16976 — P. O. BOX 927 — REYKJAVÍK. alltaf í sumarfríi, — samanborið við konuna mina. Og samanborið við þúsundir húsmæðra, bæði hér og annars staðar. G.K. Farðu gætilega frú... Framhald af bls. 16. vissi áreiðanlega ekkert um Ebbe, því að þau höfðu farið mjög varlega, að undanteknum þeim tíma er Thomas var í London. Þau höfðu borðað saman miðdegisverð og sátu og biðu eftir að fröken Olsen kæmi inn með kaffið. Þau höfðu gleymt sér andartak og í því kom fröken Ol- sen inn og sá þau kyssast. Hún stóð þarna í hvíta þjónustusÞ'Tkubún- ingnum eldrauð af hneykslun. Hún losaði sig í skyndi við kaffikönnuna og hvarf út í eldhúsið. Hún skellti hurðinni harkalega á eftir sér. Ebbe hafði brosað vandræðalega, en sjálf hafði hún verið bálreið. Hún var viss um að fröken Olsen hefði ekki sagt frá þessu, en þetta hafði óneitanlega verið vandræðalegt. Hún varð að bíða lengi hjá augn- lækninum og andrúmsloftið í bið- stofunni gerði hana óstyrka. Það var eins og eitthvað illt lægi í loftinu. Fátæklega klædd kona sat þar með lítinn dreng á hnjánum. Drengurinn hafði svartan lepp fyrir öðru aug- anu og hendur hans voru óhreinar. Hann kjökraði og móðir hans hoss- aði honum blíðlega. Hendur móður- innar voru rauðar og undarlega hrukkóttar. Ingrid varð litið á sín- ar hendur, sem hvíldu á borðinu eins og tvö hvít blóm ... demants- hringirnir glitruðu eins og vatns- dropar. Það var liðinn stundarfjórðungur fram yfir þann tíma, sem hún átti að vera hjá lækninum! Þegar að- stoðarstúlkan kom í dyragættina, stóð Ingrid upp og sagði hátt og skýrt: Nafn mitt er Anneing forstjóra- frú. Ég á tíma hjá lækninum klukk- an tólf. — Lækninum hefur seinkað. Gjörið svo vel að biða þar til röðin kemur að yður. Aðstoðarstúlkan kinkaði kolli til móðurinnar með barnið og sagði henni að koma inn. Þegar röðin kom loks að Ingrid, var klukkan orðin yfir eitt. Lækn- irinn sat bak við skrifborðið í hálf- rokknu herberginu, þegar hún kom inn. Hann stóð á fætur og heilsaði henni vingjarnlega. Hún mundi nú, að hún hafði hitt hann áður í veizlu. Þegar hann hafði lokið rannsókn- inni, sagði hann vingjarnlega: — Hvernig hafið þér getað verið svona lengi án þess að hafa gler- augu, frú? Þér eruð mjög nærsýnar og þurfið að ganga með gleraugu héðan í frá. Það er mjög algengt á yðar aldri. ,,Á yðar aldri . . .“ Orð- in komu óþægilega við hana. Hún varð æst og hugsaði, að víst væri hún fjörutíu og tveggja ára, en hún gæti hæglega sagt sig tíu árum yngri. — Þér eruð varla orðnar þrítugar? hafði Ebbe spurt, fyrsta kvöldið, sem þau hittust. SjáJfur var hann ekki orðinn þrjátíu ára og leit út fyrir að vera enn yngri. - Ég skal skrifa ávísun á gler- augun, hélt læknirinn áfram. •— Þér getið tekið hana með yður núna. Hún svaraði ekki, en sat þögul í hálfrökkrinu, meðan hann skrifaði ávísunina. Ég ætla að hafa umgjörðina rauð- brúna, hugsaði hún, Ebbe finnst það sjálfsagt sérkennilegt og smart. Læknirinn sat og skrifaði, en þá heyrði hún að hann var að tala við hana. — Verið dálítið varkárar, frú, sagði hann alvarlegur. — Varkár? Hún leit spyrjandi á hann. —: Hvers vegna? Er eitthvað alvarlegt að mér? Hún varð skyndilega máttfarin af ótta. - - Að augunum? Nei, það er langt frá því. En ég er að hugsa um mann- inn yðar. Hann leit ekki vel út, síð- ast þegar ég sá hánn. — Ó, Thomas? Hún brosti fegin. Já, ég er líka alltaf að segja hon- um, að hann vinni of mikið. Það er eins og hann haldi, að verksmiðj- an muni hrynja ef hann er þar ekki á hverjum degi ... Hún heyrði sjálf hve kæruleysis- lega þetta hljómaði og þagnaði vandræðaleg. Læknirinn sagði ekki meira og rétti henni ávísunina. Hún reyndi að brosa þegar hún kvaddi hann, en hann leit ekki á hana. Hún hafði aldrei áður verið í vandræðum með að vekja athygli karlmanna á sér .. . Hún stóð óákveðin við dyrnar. Aðstoðarstúlkan opnaði fyrir henni og dagsljósið flæddi inn. f biðstofunni biðu nú nýir sjúklingar. Hún sótti gleraugun á heimleið- inni. Það var eins og hún hafði gert ráð fyrir, rauðbrúna umgjörðin fór henni vel og dró fram háralit henn- ar. En hve hún sá allt skýrt! Hún sá nú að gleraugnasalinn var mjög hrukkóttur í andlitinu. Hún var vön að gera að gamni sínu við hann, þegar hún kom hingað til að kaupa sólgleraugu, en í dag sýndist henni hann svo þreytulegur, að hún borg- aði þegjandi og fór. . Það var óvenjulega skemmtilegt að ganga eftir götunni. Áður hafði hún alltaf gengið hratt, án þess að horfa til hægri eða vinstri ... hún þekkti hvort sem var engan á götu. Nú sá hún fjölda smáatriða, sem áður höfðu farið framhjá henni. Áberandi auglýsingaskilti í glugg- unum, falleg blóm í blómabúðun- um og það var skemmtilegt að sjá sporvagninn í svona mikilli fjar- lægð. Ung stúlka kom gangandi yfir götuna. Hún var eiginlega ekki fríð, en yndisþokki æskunnar gerði hana ósegjanlega hrífandi. Stuttklippt hárið umkringdi barnslegt og sól- brúnt andlitið og augun voru dreym- andi og blá eins og kjóllinn hennar. Allt í einu fannst Ingrid hún sjálf vera hversdagsleg og drungaleg í dragtinni. Hún hefði heldur átt að fara í litsterkan kjól ... hún átti marga slíka heima í fataskápnum. Unga stúlkan gekk með fjaður- mögnuðum hreyfingum upp nokkr- ar tröppur, sem lágu að veitinga- VIKAN 23. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.