Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 46
CITROEN - EITT ÞEKKTASA NAFN í SÖGU BÍLAIÐNAÐARINS. FYRIR 10 árum kynntu Citroen- verksmiðjurnar nýja bifreið, Citroen ID 19 með fyrsta velheppnaða gas/ vökvafjöðrunarkerfi. Byggingarlag- ið þótti djarft og langt á undan tím- anum, og enn, tíu árum seinna, er bíllinn nýtízkulegri en nokkur önnur tegund. Helztu einkenni: Gas/vökvafjöðrun með margfaldan fjöðr- unareiginleika á við venjulegar málmfjaðrir, sem einnig þýðir færri slitfleti. Hæð bílsins frá jörðu má breyta með einu handtaki, og er mesta hæð nálægt 30 cm, hvort heldur bíllinn er hlaðinn eða tómur, og breytir ekki frá upphaflegri stillingu, þótt hleðslan sé ójöfn. Framhjóladrif tóku Citroen upp fyrstir allra til aukins öryggis, sérstaklega á malarvegum og til aksturs í snjó. Allar frekari upplýsingar veittar. UMBOÐIÐ Sólfell h.f. Aðalstræti 8. — Sími 14606. húsi. Ingrid sá ungan mann standa á fætur og veifa henni. Svo gekk hann til móts við ungu stúlkuna, hár, svarthærður maður í gráum fötum. Hún þekkti þetta göngulag og þenn- an líkama — háan og drengjalegan. Já, þetta var Ebbe. Hún starði á þau. Hann var þá kominn aftur og hann hafði ekki hringt til hennar. Unga stúlkan hafði rétt honum höndina, og hann sleppti henni ekki, heldur leiddi hana að einu borðinu, sem stóð þar nokkuð afsíðis. Ingrid gekk hægt framhjá. Það gátu verið margar skýringar á þessu. Það gat verið, að hann hefði hringt oft í dag og ekki náð í hana. Þessi unga stúlka ... hún var ekki einu sinni lagleg . . . hún gat verið kunn- ingi, sem hann hitti af tilviljun ... Og nú var hún komin hingað aftur í garðinn og reyndi að jafna sig áð- ur en miðdegisverðurinn yrði fram- reiddur . .. Hún ætlaði að spyrja fröken Olsen hvort það hefði verið hringt til sín. En ætti hún annars að gera það? Hún gerði sér ljóst, að upp á síðkastið hafði það verið hún, en ekki hann, sem safði átt frum- kvæðið að því að hringja. Hann hafði oft verið dálítið annars hugar og jafnvel ergilegur. Fyrsta ástríðu- víman var þegar orðin að fölri end- urminningu. Hún stóð snöggt á fætur og gekk upp að húsinu. Dyrnar út í garð- inn stóðu opnar og hún læddist var- lega inn til að fröken Olsen yrði ekki vör við hana. Það var lagt á miðdegisverðarborðið. Hún læddist á tánum eins og þjófur í sínu eigin húsi... Hún var undarlega ringluð og allt í einu fannst henni hún heyra rödd læknisins. „Verið dálítið var- kárar frú. Ég er að hugsa um mann- inn yðar . . .“ Hún var hissa á sjálfri sér, þegar hún loks stóð í svefnherberginu sínu. Hvers vegna hafði hún læðst inn í húsið sitt, eins og hún ætti engan rétt á að vera þar? Hún andvarpaði, settist við snyrtiborðið og fór að greiða sér. Nei, gleraugun fóru henni ekki vel... hún sýndist eldri, var þreytuleg. En samt tók hún ekki gleraugun af sér. Hún fór að skoða andlit sitt í stóra homspeglinum. Drottinn minn, hún var með hrukk- ur bæði á enninu og í kringum aug- un ... Þessi heimska fröken Lund, sem nuddaði hana, fór víst of harka- lega að því. Hún ætlaði ekki oftar til hennar. „Húðin á yður er eins og á ungri stúlku“, sagði hún alltaf. Þessi falska slanga. Hún færði sig nær speglinum. Var ekki eitt grátt hár, þarna fyrir ofan gagnaugað? Jú, og þarna voru fleiri. Hún lagði frá sér greiðuna og þreytan yfirbugaði hana. Hún fól andlitið í höndum sér og sat þannig . .. grafkyrr. Hún hrökk við, þegar hún heyrði fótatak bak við sig. Thomas var kominn heim. Rödd hans var á- hyggjufull. — Er eitthvað að, vina mín? Ertu þreytt? Hún hristi höfuðið og sneri sér að honum. Hann brosti blíðlega til hennar En hvað hún var snotur með þessi stóru gleraugu. En hún sagði ekkert, sat bara og horfði á hann. Hve vel hún þekkti þetta andlit með djúpum hrukkum, en samt var eins og hún kæmi þar auga á eitthvað, sem hún hafði ekki séð áður. Það hafði alltaf verið þarna ... það vissi hún, en hún hafði ekki verið reiðubúin að sjá það fyrr en núna. Það var gæzka hans og blíða ... Það var eins og eitthvað brysti innra með henni. Hún rétti fram hendurnar. — Thomas, hrópaði hún. — Þetta getur ekki gengið svona lengur. Ég verð ... Hún þagnaði skyndilega. Það var eins og andlit Thomasar yrði alveg sviplaust. Hann hopaði á hæl, en sagði svo rólega: — Ég skil þig, Ingrid. Mig hefur lengi grunað þetta, en hef forðast að hugsa um það. En auðvitað get- ur þú fengið frelsi, þegar þú vilt... Hann sneri sér hægt frá henni. Hún heyrði í þögninni, hvernig hann dró andann djúpt. Hún lét hendurnar falla. Hann ætlaði að skilja við hana... hún átti að fara. Hún neri saman lófunum. Þá sá hún í speglinum náhvítt og þjáningarfullt andlit hans. Varir hans titruðu. — Ó, Thomas, Hún gekk til hans. — Ég hef alltof mikið frelsi. Taktu það frá mér. Losaðu mig við það, Thomas. Ég . .. ég ... Hún gat ekki talað fyrir gráti. Hann leit undrandi á hana. Eitt- hvað hafði komið fyrir, eitthvað, sem hann skildi ekki. En hvað gerði það til? Ekkert gat breytt þessu: Að hún hafði af sjálfsdáðum lagt handleggina um háls honum og kysst hann, meðan tárin streymdu niður vanga hennar. ☆ MEÐ BLÁ AUGU ... Framhald af bls. 12. að tala í simann. „Þakka yður fyr- ir,“ sagði hún. „Gjörið svo vel að hringja, ef þið hcyrið eitthvað." Hún lagði niður símtólið. „Nei,“ sagði liún við föður Roberts, „skíðin hans eru þar ekki.“ „Það er ómögulegt,“ sagði faðir Roberts, „að einhver gæti fengið sig til að skilja lítinn dreng eftir úti í snjónum til að frjósa til dauða, aðeins til að stela skíðum.“ „Ég hef mikla löngun til að ná í þennan náunga,“ sagði móðir Ro- berts, „þó ekki væri nema í tiu minútur; Robert minn, liugsaðu þig vel um, virtist þér hann . . . ég meina, virtist þér liann líta út fyrir að vera heill á geðsmunum?“ „Það virtist vera allt í lagi með hann,“ sagði Robert, að því er ég bezt veit.“ „Var það eitthvað annað, sem þú veittir athygli í fari lians Hugs- aðu þig vel um. Eitthvað, sem gæti hjálpað okkur við að hafa upp á honum. Það er ekki bara fyrir okk- ur, Robert. Ef það er einhver mað- ur hér í nágrenninu, sem hefur komið svona fram við þig þá er áríðandi að fólk viti af honum — VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.