Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 47
áður en hann veldur enn meira tjóni.“ „Mamma,“ sagði Robert með kökkinn i hálsinum undir bessum spurningaflaumi hennar, „ég er búinn að segja þér, hvernig þetta var. Allt Ég er ekki að skrökva. mamma.“ „Hver heyrðist þér hann vera?“ spurði móðir hans. „Var rödd hans liá eða lág? Virtist þér hann tala líkt og við, eins og að liann væri frá París? Virtist þér málfarið likt og hjá einhverjum kennaranna þinna eða var það líkt málfari fólksins hér í kring?“ „Æi,“ sagði Robert og mundi allt í einu dálítið. „Já, hvað var það? Hvað viltu segja?“ spurði móðir lians hvasst. „Ég varð að tala við hann á þýzku,“ sagði Robert. Fram að þessu hafði hann eltki munað eftir þessu vegna morfinsins. „Hvað áttu við, varðstu að tala við hann á þýzku?“ „Ég byrjaði með þvi að tala við hann á frönsku og hann skildi mig ekki. Við töluðum saman á þýzku.“ Foreldrar hans litu hvort á ann- að. Síðan sagði móðir hans hlý- iega: „Var það ekta þýzka, eða var það sviss-þýzka? Þú þekkir muninn, er það ekki?“ „Auðvitað,“ sagði Robert. Eitt af því, sem faðir hans skemmti þeim stundum með var að eftir- líkja eftir svissneskum vinum þeirra i París og talaði hann þá fyrst frönsku og síðan sviss-þýzku. Robert hafði gott eyra fyrir mál- um og auk þess sem liann liafði heyrt afa sinn og ömmu í Elsass tala þýzku síðan hann var barn og nú var hann að læra umþýzkar bók- menntir í skólanum og kunni utan- bókar heilu blaðsiðurnar úr Goethe, Schiller og Heine. „Það var víst áreiðanlega þýzka,“ sagði hann. BUXUR FYRIR ALLA ÁRSTÍMA BUXURNAR ÞARF EKKI AÐ PRESSA GEFJUN - IÐUNN KIRKJUSTRÆTI m and t Komcá Það varð þögn i herberginu. Fað- ir hans gekk aftur yfir að glugg- anum og horfði á snjóinn falla eins og mjúkt fortjald á jörðina fyrir utan, (horfði á snjóinn fyrir utan falla dúnmjúkt til jarðar). „Ég vissi það,“ sagði faðir hans; „það gat ekki hafa verið bara fyrir skíðin.“ Faðir hans hafði það i gegn að lokum. Móðir hans vildi fá lögregl- una í lið með þeim til að liafa uppi á manninum, jafnvel þótt pabbi hans benti á, að það væru líklega 5 000 skíðamenn í þorpinu í fríi, góður hluti þeirra væri þýzkumælandi og bláeygir, og járnbrautalestir fluttu þá fram og til baka fimm sinnum á dag. Faðir Roberts var viss um, að maðurinn liefði yfii'gefið þorpið sömu nótt- ina og Robert fótbrotnaði, en það sem eftir var af dvöl þeirra í þorp- inu óð faðir Roberts gegnum göt- ur þorpsins sem voru fuRar af snjó og inn á alla veitingastaði og bara til að leita að andlitinu, sem Robert hafði lýst af manninum uppi á fjallinu. Hann sagði, að það væri gagnlaust að fara til lögreglunnar og gæti valdið tjóni, þvi að ef sagan breiddist út væri fullt af fólki sem myndi segja, að þetta væri enn ein mynd af Gyðingaof- sóknunum. „Það er fullt af nazist- um í Sviss, frá öllum þjóðum,“ sagði faðir Roberts við móður hans einu sinni, þegar þau voru að þrátta um þetta, „og þetta gefur þeim bara fleii'i vopn i liendurn- ar; — þeir geta þá sagt: „Sjá þetta, alls staðar sem Gyðingarnir eru stofna þeir til einhverra ill- inda.“ Móðir Roberts, sem var harð- skeyttari og sem átti frændfólk í Þýzkalandi, sem smygluðu bréfum i allar áttir með æsifréttum, vildi réttlætið umfram allt, en eftir dá- lítinn tima sá hún einnig, hversu vonlaust það var að fá nokkra réttlætingu í þessi mál. Fjórum vikum eftir slysið, þegar að lok- um var liægt að hreyfa Robert og hún sat við lilið lians og hélt i höndina á honum i sjúkrabílnum, sem keyrði þau til Geneva, en það- an fóru þau til Parísar, sagði hún með ískaldri rödd: „Við verðum að fara sem fyrst frá Evrópu. Ég get ekki búið í landi þar sem hlut- ir sem þessir geta komið fyrir." Miklu seinna á meðan á striðinu stóð eftir að herra Rosenthal hafði látizt í Frakklandi og Robert og systir hans voru i Ameríku, heyrði vinur Roberts, sem liafði verið mikið á skíðum í Evrópu söguna um manninn með hvitu liúfuna og sagði Robert, að liann væri nærri þvi viss um, að liann endurþekkti manninn frá lýsing- unni, sein Robert gaf á honum. Þetta var skíðakennari frá Gar- misch, eða e. t. v. Oberndorf eða Freudenstadt, sem hafði nokkra austurriska skjólstæðinga, sem hann ferðaðist með á veturna frá einum skiðastað til annars. Vinur Roberts þekkti ekki nafn manns- ins og í eina skiiitið, sem Robert fór til Garmisch var það með frönskum hersveitum i lok stríðs- ins og auðvitað var enginn á skið- um þá. % Nú stóð þessi sama maður að- eins i þriggja feta fjarlægð frá hon- um öðrum megin við hina fögru ítölsku stúlku. Andlit hans var sem rammað inn i skíðaraðirnar allt í kring. Og hann leit kuldalega, næstum því með frekjulegri ánægju á Robert, en án þess að þekkja hann aftur undan hinum hvítu augnhárum sínum. Hann var nálægt fimmtugu og andlit hans var feitlagið, en harðneskjulegt og hraustlegt. Hann var varaþunnur með fastmótaðan munnsvip, sem gaf til kynna aga og sjálfsstjórn. Robert liataði hann. Hann hataði liann fyrir tilraun til morðs á 14 ára gömlum dreng árið 1938, hann hataði hann fyrir dauða föður sins og útilegu móður hans, hann liat- aði hann fyrir það, sem hann sagði við litlu, snotru amerisku stúlkuna með lambsskinnsliattinn, liann hataði hann fyrir frekjuna i augnatillitinu og heilsuhreystið, hann hataði hann fyrir, að hann gat horft rólegum augum á sömu manneskjuna, sem liann hafði einu sinni reynt að drepa og end- urþekkti hann ckki, liann hataði hann fyrir að vera hér og færði með sér hugmynd um dauða og hefnd inn í þetta friðsæla, gleði- VIKAN 23. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.