Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 51
hafði meira að segja gleymt grun- semdum þeim, sem höfðu skyndi- lega náð tökum á honum, þegar hún bað hann um samtal eftir lungna- aðgerðina um morguninn. „Kom inn, ungfrú Sloane!“ Honum fannst sjálfum, að rödd sín væri eðlileg og innileg, en þegar hurðin opnaðist hægt, og Emily Sloane gekk inn, skildist honum, hvað uppgerð hans var mikil. „Jæja, ungfrú Sloane, hvað er að?“ Framhald í næsta blaði. PANHARD. Framhald af bls. 31. í, en á þessum sem ég prófaði voru aðskildir stólar að framan. Það kostar aukapening, en hlýtur að borga sig, því sætin eru alveg fyrir- tak. Bekkurinn (3ja manna) aftur 1 var hins vegar miklu lakari, m. a. var í honum gormabak, sem ekki astti að heyrast í svona nýjum sæt- um. Það er hægt að komast hjá því. Aðskildu framsætin eru nokkru hærri en sófabekkurinn, sem er standard mubla, og það verður til þess, að meðalháir menn og þar yfir horfa óþarflega mikið á efri brún framrúðunnar og klæðninguna inn- an á þakinu á bílnum. Að öðru leyti er greið og góð útsýn úr bílnum. Bakspegillinn er sjálfsagt Todd AO og allt það eins og gerist og gengur, en hann smækkar allt of mikið. Mér fannst ekkert mark á honum tak- andi. Um mælaborðið er það að segja, að það er eins og æxli aftur úr hval- baknum og kemur hálfa leiðina upp í fangið á ökumanninum. Hraða- mælir, ampermælir og benzínmælir eru helztu skreytingarnar á því, en ljós fyrir smurning. Hitamælis á ekki að gerast þörf, þar sem vélin er loftkæld. Það sýnist því dálítið undarleg aðsjálni, að spara smur- þrýstimæli einan allra mælitækja. Að neðan styður stýrisleggurinn undir þetta æxli, og beint niður af miðju stýrinu er kveikjulásinn, hægra megin við hann er innsogið, en vinstra megin rofi, þar sem taka má allt rafkerfi bílsins úr sambandi með einu handtaki. Ofan á stýris- leggnum eru rofar fyrir biðljós á hliðum bílsins, sinn fyrir hvora hlið, og fyrir vinnukonurnar. Rúðu- sprauta er til á bílnum, henni er stjórnað með dæluhnappi utan á stýrisleggnum vinstra megin á ill aðgengum stað. Þar nokkru neðar — á betri stað — eru stillingar fvr- ir miðstöðina, sem er ágæt. Stefnu- ljósarofi er á legg úr stýrisstönginni vinstra megin. Það slokknar ekki sjálfkrafa á stefnuljósunum, en það er slíkur dómadags hávaði í blikk- aranum, að lítil hætta er á að mað- ur gleymi að slökkva á þeim. Þó er þetta vafasöm sparsemi. Aðalljósin kveikir maður og skiptir með því að snúa upp á stefnuljósarofann, og ef maður þrýstir á, heyrist í tvö- faldri flautu. Það er galli að þessu mikla umfangi mælaborðsæxlisins og stýrisleggsins. Það þarf ekki fóta- langan mann til þess, að maður verði að skáskjóta hægra fætinum inn fyrir og út fyrir báknið. Annars er all gott rúm í bílnum og auðvelt að komast út og inn. Farangursrúmið er mjög stórt og opnast vel. Þar að auki er hægt að leggja aftursætið niður og reisa það upp að bakinu á framsætinu, og þannig fæst gríðarmikið rúm fyrir flutning. Líklega hefði mér orðið mikil leit að varadekkinu, því sízt hefði mér dottið í hug að leita í vélarhúsinu. En þar er það, liggj- andi ofan á mótornum. Mótorinn er tveggja strokka, og liggja þeir lárétt hvor á móti öðr- um. Hann er loftkældur. Hann gef- ur 50 ha orku, enda finnur maður ekki að bíllinn sé orkuvana, þótt viðbragðsflýtirinn mætti vera meiri. Þessi bíll er einhver þá sparneytn- asti af sinni stærð, eyðir aðeins 6—8 1 pr. 100 km. Að ytra útliti er Panhard ekki beint fallegur, heldur ekki beint ljótur. Hann er þokkalegur að inn- an, án þess að um íburð sé að ræða. Það má telja honum til gildisauka, að það eru um 20 cm undir lægsta punkt, og hægt að hækka hann og lækka að aftan eftir því, hve mikil hleðsla er sett í hann. Aðalkosturinn við þennan bíl, er hið franska handbragð, sem hvergi leynir sér. Maður hefur það á til- finningunni, að þessi bíll sé sér- lega traustur og sterkur, og ég er ekki frá því, að það sé rétt. Þessi bíll er að mínu viti meðal fimm beztu, sem ég hef prófað. Vél: 50 ha, tveggja strokka, 848 ccm. Slagl. 75 mm. Loftkæld. Drif MANADAR- RITID í hverjum mánuði. á framhjólum. 4 gírar, samstilltir. Lengd 4,48 m, breidd 1,62 m, hæð 1,42 m. Hæð undir lægsta punkt ca 20 cm. Beygjuradíus 4,95 m. Þyngd 930 kg. Eyðsla: ca 7—8 1 pr. 100 km innanbæjar, 6—7 1 úti á landi. 5 manna, 4 dyra. Umboð: Sólfell h.f. (Björn & Ingvar). Verð frá kr. 150 þús. ★ fréS> H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Kœlitœki fyrir kaupmenn og kaup- félög, ýmsar gerðir og stœrðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluskilmála. Frystikistur, 2 stœrðir 150 l og 300 l■— fyrir heimili, uerzlanir og ueitingahús. VIKAN 23. tbl 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.