Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 12
Primrose Cottage, 27. apríl. Kæri póstur! Ég hef aldrei skrifað áður til vikublaðs, en ef ég get ekki talað við einhvern, veit ég ekki hvernig þetta fer. Ég hef verið gift í þrjú ár. Við eigum fallegt hús úti í sveit, stóran garð og meira en hundrað hænsni. Við höfum verið mjög hamingju- söm, en upp á síðkastið er maður- inn minn breyttur. Hann vinnur oft eftirvinnu á kvöldin (hann er einn af forstjórum stóra vöruhúss- ins í Harrington og ferðast inn til borgarinnar daglega) og þegar hann loksins kemur heim á kvöldin er hann daufur og ergilegur. Hann kyssir mig orðið sjaldan og í gær- kvöldi, þegar ég bar fram kvöld- matinn (það voru sardínur á rist- uðu brauði, sem ég veit að Jack þykir ekki gott, en ég hafði verið svo önnum kafin allan daginn við að þvo og láta rabarbarabita á flösk- ur og kjötbíllinn kom ekki) — þá sagði hann: — f guðanna bænum, reyndu að klessa dálitlu púðri á þig og svo skulum við fara yfir á Grey Inn og borða. Ég benti honum á, að það væri ekki aðeins það, að það yrði of dýrt, því að Grey Inn er fjögurra stjörnu hótel, og til þess að spara svo að við getum borgað af húsinu, geri ég öll húsverkin sjálf og hugsa um hænsnin og garðinn — en það er afskaplega erfitt, því að lampinn í útungunarkassanum verður að vera undir nákvæmu eftirliti, það verður að stilla hann annan hvern klukkutíma, svo að hitinn verði ekki of mikill og drepi ungana. Ég bauðst til að opna dós af grænmet- issúpu, en Jack sagði nei, þakka þér fyrir, kastaði bókinni um kjúkl- ingarækt úr hægindastólnum sínum, hellti sardínunum í kattarskálina, fór út og skellti hurðinni á eftir sér. Hann kom ekki aftur fyrr en klukkan var að verða tólf, og þegar ég tók til í svefnherberginu í dag, fann ég gylltan eyrnalokk undir stólnum hans. Ég geng aldrei með eyrnalokka. Kæri póstur, hvað get ég gert? Mary Miller. Kvennablaðið, 2. maí. Kæra frú Miller! Það var leiðinlegt að heyra, hve erfitt þér hafið það. Þetta hljómar samt svo glæsilega um húsið og garðinn og hænsnin. Ég get vel skilið að það valdi yður vonbrigð- um, að maðurinn yðar kann ekki að meta allt sem þér leggið á yður og gleður sig ekki yfir árangrinum með yður. En getur ekki verið að hann sé afbrýðisamur? Munið, að hann vinn- ur líka allan daginn og kemur heim þreyttur og svangur. Ég held að þér ættuð að reyna að hafa til handa — VJKAN 24. tbl. honum lystugan mat og láta hann skilja, að þótt hænurnar séu ykkur báðum mikils virði, þá gangi hann þó fyrir. Hvað eyrnalokknum viðvíkur, er ég viss um að það er hægt að finna eðlilega skýringu á honum. Hann getur hafa verið sýnishorn. Samt mundi það ekki skaða, að þér at- huguðuð útlitið og gerðuð yður ljóst, hvernig þér eruð í saman- burði við allar þær aðlaðandi ungu stúlkur, sem maðurinn yðar hittir efalaust í starfi sínu. Hirðið þér húð yðar, hendur og hár jafnvel og þér gerðuð áður en þér giftuzt? Eða hefur vinnan við heimilið, garðinn og hænsnin fengið yður til að gefa eftir á þessu sviði? Eruð þér sama skemmtilega konan og maðurinn yðar varð ástfanginn af — eða talið þér bara um húsverk, hænur og þvotta? Ég er viss um að þér hafið lagt svolitla peninga fyrir í laumi — eða er ekki svo? Gleymið afborgunum af láninu, þar til tími er kominn að borga það. Farið inn í borgina og fáið yður eitthvað af nýjum föt- um, nýja hárgreiðslu og andlits- snyrtingu. Fáið einhvern til að gæta útungunarkassans fyrir yður og spyrjið manninn yðar hvort hann langi ekki til að bjóða yður út. Ég er viss um að þetta gengur allt ágætlega! Með beztu kveðjum. Primrose Cottage, 5. maí. Kæra Hattie! Það var skemmtileg tilviljun að við skyldum hittast á hárgreiðslu- stofunni í dag. Það hljóta að vera fjögur ár, síðan við sáumst síðast? Að það skyldi vera einmitt þú af öllum þeim mannfjölda, sem býr í London, sem varst þarna í næsta hjálmi við mig! Það var leitt, hve þú þurftir að flýta þér, en ég get vel skilið að það sé erfitt fyrir þig að finna tíma til hárgreiðslu, eins og þú hefur mikilvæga stöðu þarna hjá Cosmic- snyrtivörufyrirtækinu. (Ég var í hárgreiðslustofunni það sem eftir var dagsins, því að þær töldu mig á að láta lita hárið á eftir perman- entinu — það var rándýrt, en reglu- lega smart, og ég lét leggja hárið á nýjan hátt, svo að það passaði við hattinn. Það sem ég var að reyna að segja þér þarna, en það er ekki víst að þú hafir heyrt það inni í hjálmin- um, var að Jack, maðurinn minn, vinnur hjá Harrington, en verzlunin hefur undanfarið verið að auglýsa Cosmic-vörur í snyrtivörudeildinni. Ég var að velta því fyrir mér, hvort þú þekktir hann kannski? Ég get ekki spurt hann um það núna, því að hann er að vinna á skrifstofunni í Manchester þessa Framhald á bls. 43. MAÐURINN MINN ELSKAR MIG EKKI LENGUR HVAB Á ÉG AÐ GERA^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.