Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 17
NDI ÁHUGA FYRIR LYÐHYLLI, ÞRÁTT ÉTTU OG RÖNGU en venjulega. Ég var sannfærð um að hann væri einfaldlega búinn að yfirgefa hana. Ég spurði Elvíru á pósthúsinu, og hún sagði mér að það hefði aldrei komið eitt einasta bréf frá honum. Will Carter, sonur Elvíru, sem er stöðvarstjóri í Austur Huntley, kom inn til okkar eitt kvöld er við sátum og spjölluðum um þetta mál. Hann var mjög þögull og hugsandi. Síðan sagði hann, að Bill Raymond hefði ekki farið þaðan með járnbrautarlest, hvorki hið umrædda kvöld né heldur nokkurt annað kvöld. Ég fór rakleiðis heim til Hábæjar og skýrði henni frá þessu, svo vægilega sem mér var unnt. En hún varð öllu fremur undrandi en óróleg. TLIÐ þér ekki að tilkynna að hans sé saknað? spurði ég. Það hefur kannski eitthvert slys komið fyrir hann. — Ég held hann hafi ekki orðið fyr- ir neinu slysi, mælti hún með hægð. — Og er það þó í rauninni einkenni- legt, að hann skuli ekki hafa farið héð- an með lestinni. En þá hefur hann sennilega farið frá Vestur Huntley. — Góða mín, hvað getur hafa komið honum til að finna upp á slíku? hróp- aði ég. Það sem er yfir þrjátíu kíló- metra ganga, því leigubíl tók hann ekki. En héðan til stöðvarinnar er að- eins smáspölur. Auk þess hafið þér alls ekkert heyrt frá honum. Hann ætti þó að hafa skrifað, ef ekkert væri athuga- vert? Hin grænu augu hennar skutu gneistum. -— Þér virðist hafa mikinn áhuga fyrir mínum högum, frú Carnby. Ég get þá sagt yður það, að hann hafði þau orð við mig, skýrt og skorinort, að hann myndi ekki skrifa mér fyrst um sinn. Það er þess vegna, sem ég er ekki óróleg. Annars skuluð þér bara láta það vera, að skipta yður af því, sem yður kemur ekki við. Ég gekk heim í þungum hugsunum. Mér fundust þetta einkennileg við- brögð hjá eiginkonu, gagnvart slíkum tíðindum. OG DAGINN EFTIR gerðist það. Ég sat að saumum við gluggann minn, er ég sá hvar lögreglustjórinn gekk heim að Hábæ. Hann hafði nokkra menn með sér og báru þeir allir rekur. Ég lagði frá mér saumaskapinn og gekk rakleitt þangað yfir. Lögreglustjórinn sýndi mér umslag. Á því stóð eitt einasta orð, sem hafði verið klippt út úr blaði og límt á Framhald á bls. 40.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.