Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 18
NOKKRAR SAMVIZKU SPURNINGAR 3. Ertu viss um að einhvern annan laugi ekki stundum að tala líka? 4. Gerirðu nokkuð til að leyna því, ef illa liggur á þér? 5. Hleðurðu öllum skart- gripum, sem þú átt, á þig í einu? 6. Finnst þér sjálfsagt að aðrir bíði eftir þér? — 7. Þolir taskan þín, að aðrir líti í hana hvenær sem er? 8. Kemur það fyrir, að þú haldir þannig á bolla, eða ertu jafn tilgerðarleg í öðrum sökum? 9. Þuklarðu oft á andlitinu á þér eða fiktar í hár- inu? 10. Ertu í það litlum skóm, að þú þurfir að fara úr þeim í tíma og ótíma — og ertu tilbúin að taka því að ganga heim á sokkaleistunum, ef svo færi að þú týndir öðrum skónum einhvern- tíma í bíó? — 11. Notarðu kossekta varalit? Haflð þíð matarlyst ék morgnana? Sumir halda því fram, að þeir geti ekki komið nokkrum bita niður á morgnana. Bandaríska blaðið „Consumers Bulletin" skýrði frá niðurstöðum rannsókna, sem lækn- isfræðideildin í Pretoria gekkst fyrir, en þar kemur fram, að það er óeðlilegt að hafa ekki matarlyst á morgnana. Óeðlilegt! Hvorki meira né minna. Það geta legið ýmsar orsakir til þess, að lystina vanti. Sumir halda að það sé gott ráð til að grenna sig að sleppa morgunmatnum. Aðrir hafa borðað of seint kvöldið áður og of þungan mat. Orsökin getur líka verið sú, að farið sé of seint á fætur eða reykt á fastandi maga. Rannséknirnar leiddu greinilega í ljós, en þær voru gerðar á nokkur hundruð lækna- stúdentum, að þegar borðaður var góður og nærandi morgunmatur, voru vinnuafköst manna meiri og viðbrögð þeirra örari en þ-gar ekkcrt eða lítið var borðað á morgnana. Hvernig er hægt að venja sig á að borða vel á morgnana? Til dæmis með því að fjarlægja allar þær orsakir, sem taldar voru upp hér að framan. Borða léttari mat á kvöldin, reykja ekki á fastandi maga, fara heldur fyrr á fætur og setja sér að borða tiltölulega meira á morgnana en um hádegisbilið. Morgunmatur á að innihalda margvísleg efni: ávexti eða ávaxtasafa, mjólk og haframjöl, brauð og egg, íisk, lifrakæfu eða ost. Það er ekki nóg að borða eingöngu mjölmat á morgnana. «.W /.•; Av >. V ‘ri’ *-■-* - 4. A-... - -. --1 — u - u i 1 * ' 4 . • • * * 'v ti~ - ' : ~ ' "•...... ' ' ..... - - - ~ ' .............. " ' ____■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.