Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 19
Mörgum þykir bæði ljótt og ó- þægilegt að hafa hárrúllur í hárinu. _Hér kemur þeim til bjargar Bikemmtileg og þægileg húfa. Litli Jpokinn er svo ágætur samastaður jjfyrir rúllurnar. ♦ Efni: Dálítill afgangur af rósóttu lérefts- eða silkiefni. Teygja, ská- band og hekluð snúra. Búið húfuna til þannig: Sn'.ðið efnið eftir sniðinu, 38 sm. í þver- mál. Brjótið rúllufald inn af stykk- inu og saumið í höndum. Takið síð- an skábandið og þræðið um 3 sm. frá brún. Nauðsynlegt er að teygja vel á því, þeim megin, sem nær er brún. Stingið síðan tæpt í brún báðum megin, og dragið teygjuna í um samskeytin. Athugið að teygjan verði hæfi- lega laus, og gangið vel frá henni, svo hún losni ekki. Búið pokann til þannig: Sníðið 30x42 sm. stykki. Brjótið 3ja sm. br. fald á þá brún, sem er 42 sm. og stingið tæpt í brún í saumavél. Sníðið síðan vasa 14x18 sm. Brjótið 2 sm. inn af vasanum að ofan og saumið hann síðan öðrum megin á pokastykkið, um 2 sm. frá brún. Leggið nú stykkið saman og saumið saman með tvöföldum saumi botn og hlið pokans. Tvöfaldur saumur er saumaður þannig, að fyrst er saumað frá réttu % sm. frá brún, klippt örlítið af saumfarinu, pokanum snúið við og saumfarið rúllað vel út í brún, þrætt tæpt og saumað V-i sm. frá brún. Búið til 4 lítil göt, 2 á hvom enda pokans með lVi sm. á milli. Gangið frá götunum með venjulegu kapp- melluspori. Heklið snúru úr bómull- argarni, sem að lit fer vel við pok- ann, dragið hana í pokann og herðið. Að sauma prjónaspor. Það er oft mjög þægilegt að sauma prjónaspor í slétt- prjónaðar prjónaflíkur. Það lítur út eins og það sé prjónað, en losar við óþægindi af lausum böndum frá röngu, sem alltaf fylgja mynzturprjóni með tveim litum. Prjónaspor má sauma eftir hvaða krosssaumsmynztri sem er. Saumið prjónaspor með javanál og nokkuð fínna garni en flíkin er priónuð úr. Saumið eftir skýringarmyndunum. Hollráð hefur orðið GLJÁI Á KRÓMAÐA HLUTI. Krómaðir hlutir, eins og t. d. kranar og ýmislegt á bílnum, verða oft glanslausir og flekk- óttir. Takið málmpappír og vöðlið honum saman í lófanum og nuddið krómhlutina með hon- um. Þetta kvað koma af stað einhverju efnafræðilegu og raffræðilegum efnabreytingum og árangurinn ótrúlega góður. STRAUJÁRNIÐ. Straujárn, sem er orðið gult að neðan, má hreinsa með því að strá borðsalti á þykkan, brúnan pappír og strauja síðan með volgu strau- járninu fram og aftur yfir það. Allir gulir blettir og stífelsisblettir hverfa með þessu. Síðast má svo strauja yfir smjörpappír til þess ao saltið fari alveg af. EACONFEITI. Gej'mið alltaf feitina, sem eftir verður á pönnunni, þegar bacon er steikt. Það má nota það til margra hluta, t. d. til að steikja í lrartöflur. IIITAPOKI í SNATRI. Ef hitapokinn finnst ekki, er bilaður eða að fleiri en einn þurfa á hitapoka að halda í einu, má bjarga því við með því, að setja heitt vatn á eina af þeim plastflöskum, sem ýmislegt er selt á í búðunum núna. Vafið er stykki utan um hann og helzt vatnið ágætlega heitt í þannig „hitabrúsa". NÆLONPEYSUR. Ef of seinlegt þykir að þurrka nylon- eða orlonpeysuna liggj- andi, má hengja hana upp á þann hátt, sem sýnt er hér á mynd- inni. Fyrst eru tveir ónýtir nælonsokkar festir á snúruna með klemmu. Svo er sinn sokkur dreginn í gegnum hvora ermi og klemmdir upp þar sem þeir koma út úr erminni. Þetta virðist vera fyrirtaksráð. SVARTAR HENDUR. Þær konur, sem vinna á skrifstofu, verða oft svartar á höndunum af kalkipappír og ritvéla- böndum. Það getur verið óþægilegt að þurfa sífellt að komast fram að þvo sér, eins fer þannig sverta ekki sérlega vel af með vatni og sápu. Það er því gott að hafa ávallt með sér handáburð í töskunni og þurrþvo sér upp úr honum. Andlitsþurrkur eru svo hafðar til að þerra hend- urnar. FLJÓTLEG KARTÖFLUSTAPPA. Sjóðið kartöflurnar flysjaðar í hraðsuðupottinum — það tekur aðeins átt mínútur. Þar sem iítið vatn er notað við hraðsuðu, á ekki að hella því af, heldur hella öllu í hrærivélina og bæta smjöri og þurrmjólkurdufti í. Þetta verður hvít og létt kartöflustappa. KRISTALSVASAR. Ef erfitt er að komast að því að þvo kristalsvasa eða karöflur að innan er gott að merja skurn af nokkrum eggjum og setja það með vatni í ílátin. Með því fara öll óhreinindi burt og kristallinn verður glansandi. GULAR SKYRTUR. Hafi skyrtan legið lengi straujuð verður hún gul. Það má laga með því að væta hana vel í sápuvatni og hengja síðan út í sól og látið hana þorna. Á eftir er skyrtan svo þvegin eins og venjulega. STEIKARLYKT. Ef svolítið edik er soðið í pönnunni eftir að fiskur eða síld hefur verið steikt, fer matar- lyktin úr eldhúsinu. VIKAN 24. tbl. — jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.