Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 34
TERRYLENE KRUMPAST EKKI TERRYLENE MÁ ÞYO TERRYLEN-JAKKAKJÓLAR OG TERRYLEN-REGNKÁPUR í ÚRVALI TÍZKUVERZLUNIN GUÐRÚN, Rauðarárstíg 1 — VIKAN 24. tbl. fáklæddari. Hann drakk eftir því sem efnin frekast leyfðu. Ef hann hélzt sem dyravörður við eitthvert gistihúsið nokkurt skeið, var það eingöngu fyrir það að hann hafði svo mikið gaman af að virða fyrir sér sundmeyjarnar í innilaugunum. Og í borg, eins og Cortina var nú orðin, var alltaf eitthvað af kven- fólki á slangri á götum úti, sem ekkert hafði á móti því að veita jafnvel karlfugli, eins og „gamla hrnanum", blíðu sína við lágu verði, þegar veður var slæmt og atvinnan í lakara lagi. Og nú var stöðugt verið að .tala um styrjöld. Fleiri þýzkarar gerðu dvöl s’na í Cortina en nokkru sinni. II duce kallaði unga menn í borg- inni til herþjónustu og lét þá klæð- ast einkennisbúningi. Oll gistihúsin voru yfirfull af hermönnum og krökt í herstöðvunum í fjallaskörðunum af harðþjálfuðum hermönnum. Fortunato Kriscovich var nú sjald- séðari heima hjá sér en hann hafði jafnvel nokkurn tíma áður verið. Tengdamóðir hans réðist að honum með uppreiddan sópinn, þá sjaldan hann lét sjá sig á þeim vígstöðvum. ,,Skepna!“ skrækti hún að honum. „Þorpari! Þú ert ekki velkomnari hingað en sjálf plágan, skal ég láta þig vita. Út með þig. Berðu þig að reyna að vinna fyrir blessuðum litlu krökkunum, sem þú hefur átt þinn þátt í að koma í heiminn. Og láttu ekki sjá þig hérna aftur fyrr en þú ert með pening upp á vasann fyrir skóm handa þeim.“ Svo komu styrjaldarárin og þá varð þröngt í búi hjá smáfuglunum. Neyðin kennir naktri konu að spinna, og Fortunato Kriscovich var tvívegis tekinn höndum fyrir hnupl. Dómarinn lét hann sleppa við refs- ingu í bæði skiptin. Þegar á allt var litið, var mun ódýrara að láta hann ganga lausan en ala önn fyrir honum í íangelsi á kostnað hins op- inbera. Þegar styrjöldinni loksins lauk, var elzti sonur Fortunatos orðinn sjö ára, dæturnar tvær sex ára og fimm, yngstu synirnir fjögurra og tveggja ára. Tvö ný og glæsileg gistihús risu af grunni í borginni, ferðamennirnir tóku aftur að fjöl- menna þangað og peningarnir kom- ust aftur í umferð. Það var eins og hin endurheimta velmegun yngdi Fortunato gamla um allan helming. Hann gekk hnar- reistur og keikur og fékk sér gler- augu, svo að hann gæti betur skoðað stúlkurnar af ungu kynslóðinni. Hann sveiflaði alpastafnum sínum með heimsborgarabrag og sat að drykkju á útiveitingastöðunum, sneri upp á skeggið og lét í ljós skoðun sína á ungu stúlkunum, sem framhjá gengu, á mjög svo kjarn- yrtu máli. Þegar Fortunato var orðinn sjötíu og fjögurra ára, munaði minnstu að hann lenti enn í einvígi. í það skipt- ið braut hann alpastaf sinn á herð- um Frakka nokkurs, sem hafði það til saka unnið að gefa laglegri kaffi- stofuþernu, sem karl var hrifinn af, helzt til hýrt auga að honum þótti. Og það hafði sá aldraði þó upp úr krafsinu, að hún fleygði sér í faðm honum — til að koma í veg fyrir að hann gerði frekar á hluta hins furðu lostna gests. Næstu fimm árin urðu ýmis „smáslys" til þess að lögreglan hafði vakandi auga á gamla manninuni, Tvívegis gerðist það að reiðir eig- inmenn afvopnuðu hann og léku all- hart, og í eitt skipti var hann hand- tekinn fyrir hneykslanlega fram- komu á almannafæri. Árið 1961, þegar Fortunato gamli Kriscovich var látinn laus öðru sinni á ævinni, var farið með hann rak- leitt á elliheimilið, sem starfrækt var í einni álmu borgarsjúkrahúss- ins. Systurnar skinnuðu hann upp að fatnaði, kynntu hann fyrir öðr- um vistmönnum heimilisins — og einnig fyrir hjúkrunarkonunni, lag- legri og ljóshærðri stúlku, tuttugu og fjögurra ára að aldri. Þá tóku nasir öldungsins að titra eins og á ungum og stæltum kyn- bótafola. Hann hagræddi gleraug- unum, sneri upp á yfirvararskeggið og stundi hvísllágt: „Che bella donna . . Næstu mánuðurnir urðu hinni ungu hjúkrunarkonu samfelld mar- tröð. Hún gat hvergi snúið sér svo við, að Fortunato gamli væri ekki kominn upp að hliðinni á henni. Hann hljóp til og þreif af henni bakkann með mataráhöldunum. Hann opnaði dyrnar og laut henni að hofmannasið. Lagfærði ó henni sloppinn sem hún var í. „Þú ert að gera mig brjálaða!" hrópaði hún og stappaði niður fæt- inum. „Brjálaða ...“ „Ég hef fengið orð fyrir að mér veittist slíkt auðvelt," sagði Krisco- vich gamli og laut henni djúpt. „Ástríður kvenna geta birzt í ýms- um myndum.“ „Ástríður?" endurtók hún furðu lostin. „Ég fyrirlít þig. Þú ert gam- all, útlifaður saurlífsseggur. Ekkert annað en glápandi augun og gírugar krumlurnar." Fortunato sneri upp á yfirvarar- skeggið. „Ég luma á ýmsu öðru. Ýmsu öðru ...“ Hún stappaði enn niður fæti. „Farðu!“ æpti hún. „Hypjaðu þig frá mér! Þú gerir mér lífið óbæri- legt!“ „Það er eitt af helztu einkennum ástríðunnar. Ég ætti að þekkja það,“ svaraði Fortunato. Það var engin leið að losna undan ágengni hans. Loks flýði hjúkrun- arkonan úr vistinni á elliheimilinu að taugabilun komin og fékk sér annan starfa. Þetta olli Fortunato gamla sárum vonbrigðum. Nokkra hríð braut hann heilann um hvað hefði eigin- lega gerzt. Komst hann helzt að þeirri niðurstöðu, að hjúkrunarkon- an unga hefði flúið sökum þess að hún gerði sér ljóst, að hún gæti ekki lengur staðizt hann. Honum var líkt innanbrjósts og manni, sem hefur varið löngum tíma í að fága og verma vínglasið, en kemst svo að raun um að ekkert vín er í skápnum, þegar til á að taka. Jæja, hann gat eflaust fundið aðra flösku, hugsaði hann. En þangað til var ástæðulaust

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.