Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 42
svo til, að vera farinn fyrir nokkr- um vikum þegar Tumi kæmi. Já, og síðan stakk hann af eina nóttina, án þess að taka neitt með sér og fór með vörulest frá Vestur Huntley. Réði sig því næst á verzl- unarskip til þess að hægt væri að sanna að hann hefði ekkert getað frétt um réttarhöldin. Fúlmannleg- asta brellan var þó hin fjarstæðu- kennda saga sem hann hafði lagt henni í munn. Hann vissi að sú frá- sögn myndi koma henni í gálgann! Þannig liggur í því. Hann myrti ekki Efraim — fékk bara lik hans lánað. Hann myrti ekki konuna sína — hann lét sveitina gera það fyrir sig. Og við þessu fæ ég ekkert gert. Allir halda að ég hafi framið þenna fjarskalega glæp. Allir eru hættir að tala við mig. Nema Bill Ray- mond! Hann kemur og heilsar upp á mig á hverju kvöldi, með upp- gerðarbrosi og hunangssætri röddu. Allir héraðsbúar dást að honum fyr- ir þessa engilfögru framkomu. Kamilla tilbiður hann! Ég er með sífelld heilabrot. Ég er að reyna að hugsa upp ráð, sem ekki geti mistekizt. Ég geri ráð fyr- ir að sveitungarnir fari sér mjög varlega. Þeir flýta sér ekki að því næst, að dæma morðingja til dauða. Þess vegna verður fyrirætlun mín að vera handviss. Ég hefi haft miklar þjáningar upp á síðkastið, en ég píni mig til að þola þær. Ég hefi safnað mér heil- miklu af morfíntöflum. Anna gefur mér þær á vissum tímum, en hún lítur aldrei eftir því, hvort ég tek þær inn. Þegar mér varð kunnugt um hvaða sjúkdómur gengi að mér, ákvað ég að svipta mig lífi, þegar þjáningarnar væru orðnar óþolandi. Nú ríður bara á að gera það með réttum hætti. Ég hringdi til Önnu fyrir stundar- korni síðan og fékk henni bréf til lögreglustjórans. Ég sagði henni að fá honum það persónulega, og geta ekki um það við nokkurn mann. Lét hana halda það, flónið að tarna, að þetta væru játningar. En það er bréf með beiðni um vernd gegn Bill Raymond, af því hann sé ekki svo sáttfús sem hann þykist vera. Ég segist hafa séð hann stela und- an morfíntöflum úr glasinu mínu og ég viti, að ætlun hans sé að myrða mig. Ég bætti því við, að ég vissi of mikið um dauða eiginkonu hans og aðdraganda þess, og því sé hann hræddur um að ég geri Kamillu arf- lausa. Ég held nú að þetta muni heppnast. Eftir nokkrar mínútur kemur Bill Raymond og opnar hurðina til þess að bjóða mér góða nótt. Þá þarf ég allt í einu að taka inn hjartastyrkj- andi meðalið mitt. Og þá bið ég hann að bera það upp að vörum mér, og hella því upp í mig. Ég jhefi tíma til að gleypa morfíntöfl- I urnar meðan hann er að sækja lyfið. Gleypi þær allar nema eina, sem ég ætla að mylja niður í glasið þegar hann er farin. Ég verð að sjá svo til, að svolítil væta verði eftir í glasinu, til þess hún geti runnið. Morfínið er geymt í skáp hinum 40 _ VIKAN 24. tbl. megin í herberginu, þar sem ég get ekki náð til þess. Auðvitað komast læknarnir að því, að ég hafi látizt af morfíneitrun og furða sig mjög á því, hvernig slíkt hafi mátt verða. Lögreglustjórinn, sem er þá búinn að lesa bréfið frá mér, rannsakar fingraför og finnur þau á glasinu. Og þeir taka eftir því, að morfín er í botndreggjum glassins. Ég vonast til að Bill Raymond verði hugsað til konu sinnar hinnar látnu, þegar verið er að yfirheyra hann. Ég vonast til að hann sjái hið ljósa hár hennar og grænu aug- myndafrásögnina úr Karmelíta- klaustri og það yrði blaða- mennskuafrek. Á meðan við bíðum, færir systir Rafael okkur kaffi á bakka, að boði priorinnunnar. Ég fer að hripa frumdrög að við- talinu. Að þrem klukkustundum liðnum koma báðar nunnurnar dauðþreyttar með Ijósmyndatæk- in. Þær hafa nú ljósmyndað alls staðar í klaustrinu og eru ákaf- lega þreyttar. En það er auðséð á þeim að þær hafa skemmt sér prýðilega. frá Hollandi og Þýzkalandi. Við bíð- um enn eftir fyrstu íslenzlcu nunn- unni. — Hvernig er deginum ráðstaf- að? —• Við förum á fætur kl. 5:40. Klukkan sex hefst sameiginleg bænastund, síðan er ein klukku- stund í þögn til einkahugskoðunar og enn sameiginleg bæn í klukku- stund. Klukkan níu til ellefu sinn- um við ýmsu starfi innanhúss eða úti í garðinum og ræstum klefa okkar, en klukkan ellefu er enn sameiginleg bæn. Við snæðum kl. 11:30. Frá því klukkan 12:15 til 1:15 er hádegishvíld, og þá megum við fyrst ræðast við. Því næst vinn- um við til kl. 2, en þá snúum við okkur enn til Guðs í bæn. Frá kl. 2:30 til kl. 3 lesum við einhver trú- arrit. Loks vinnum við í tvær stund- ir. Milli klukkan 5 og 6 er þagnar- stund til hugleiðinga og eftir það setjumst við að kvöldverði. Við söfnumst saman til bænahalds frá kl. 7:30 til kl. 8 og lesum síðan í biblíunni til kl. 9:30. Þá göngum við til náða. — Hvers vegna gerast konur nunnur? — Hvers vegna gerast menn blaðamenn eða ljósmyndarar? Okk- ur finnst þetta vera okkar eina, rétta hlutverk í lífinu. Það er fyrir innri köllun. — Hvernig vinnið þið fyrir lifs- viðurværi? — Við gerum það með handa- vinnu. Við römmum inn myndir og við seljum egg — við höfum 250 hænsn — og loks berast okkur ölmusur. NUNNA VERÐUR AÐ VERA STERK. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf sami leikurinn í hcnni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið tírkina. Verðlaunin cru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn cr anövitað Sælgætisgerð- in Nóio Nafn Ileimili Orkin er á bls. Síðast cr dregið var hlaut verðlaunin: Smári Vilbergsson, Suðurgötu 8, Seyðisfirði. un fyrir sér, þegar hann verður leiddur út til gálgans. Athugasemd: Þessi frásögn fannst löngu eftir lát frú Carnby og aftöku Willi- ams Raymonds, er sannaðist að hafa myrt hana. Var hún afhent á skrifstofu minni af systurdótt- ur hennar, Kamillu Raymond. Kveðst hún hafa fundið hana innan um eftirlátin afritablöð móðursystur sinnar. Hvað hérmeð vottast. Winston Thomas, ríkissaksóknari. ★ Nunnurnar í Jófríðarstaða- klaustri. Framhald af bls. 10. vélarnar dinglandi um hálsinn og þrífótinn í höndunum. Öðru hverju koma þær út að rimlun- um til okkar og spyrja okkur ráða varðandi einhver tæknileg vandamál. Við höfum komið öll- um ljósmyndatækjunum inn í einbúaklaustrið. Og komi okkur bænir í hug á þessari stundu eru þær fyrir því, að myndimar verði nothæfar. Fari svo, þá hafa þessar systur annazt fyrstu Okkur kemur saman um, að viðtalið skuli fara fram daginn eftir. Það er liðið langt á daginn, og klausturreglurnar leyfa ekki meiri töf að sinni. Við tókum saman myndavélarnar, og nunn- urnar kvöddu okkur brosandi. MEGA RÆÐAST VIÐ KL. 12:15. Daginn eftir ókum við enn af stað í jeppanum, til fundar við þessar nýju vinkonur okkar í einsetuklaustrinu. Við höfum tryggt okkur viðtalstíma á milli bænastundanna og þurfum því ekki eins lengi að bíða. Miriam priorinna sezt gegnt okkur hinum megin við rimlana. — Hvað er Karmelítareglan? — Það er kaþólsk betliregla, stofnuð af krossförum á fjallinu Karmel, árið 1156. — Hvers vegna hefur reglan reist þetta klaustur hér á íslandi? — Föður Hupperts datt þetta í hug árið 1929. Það tók áratug að safna fé til þeirra framkvæmda. Þá héldu þrjár systur frá Hollandi til íslands til að sjá um byggingu einsetuklaustursins. En þá skall styrjöldin á og þær voru tilneydd- ar að hverfa til Ameríku. Árið 1945 komu þær aftur til Hafnarfjarðar og árið eftir komu þangað 13 systur Hvernig var líf ykkar áður en þið gerðust nunnur? Hvaða starfa höfðuð þið? Hefur nokkur ykkar verið gift eða trúlofuð? — Þrjár af okkur voru kennslu- konur. Ein var prófessor í norræn- um fræðum. Hér eiga margar starfs- greinar sína fulltrúa. Engin af okk- ur hefur verið gift eða trúlofuð. — Hvernig gerast konur nunnur? Hverfa margar úr klaustrinu að loknum reynslutíma? — Reynslutíminn er minnst hálft fimmta ár. Að fyrsta misserinu loknu fáum við brúnan klæðnað og hvítan höfuðdúk og köllumst þá ný- systur og hljótum systurheiti. Eftir árið vinnum við tímabundin heit varðandi hlýðni, fátækt og skírlífi. Heitið um hlýðni merkir undirgefni við Guðs vilja, fátæktin, að allar eignir innan klausturmúranna séu almenningseign og skírlífisheitið að við megum eingöngu elska Guð. Þegar þessi þrjú ár eru á enda vinnum við ævilöng heit og fáum svart höfuðklæði. Eftir það megum við ekki yfirgefa klaustrið nema leyfi príorsins í Róm komi til. En það er ákaflega sjaldgæft að nokk- ur sæki um það — og þá einungis af mjög mikilvægum orsökum, til dæmis vegna líkamlegrar van- heilsu. — Eru það einhver innri átök, sem liggja að baki þeirri ákvörðun

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.