Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 44
mér er sagt að það sé oft erfitt á mánudagsmorgnum. Hvernig líður þér í sólbrunanum? Það var leiðin- legt að þetta skyldi þurfa að koma fyrir. Ég hefði átt að vekja þig, en ég vissi ekki að þú værir af þeirri gerð, sem verður eldrauð og fær blöðrur, en þú svafst svo rólega þarna í grasinu og ég hélt að það væri gott fyrir þig að ná upp dá- litlu af þeim svefni, sem þú fékkst ekki um nóttina. Næst þegar þú kemur, verðurðu að fá herbergi, sem snýr út að bakhliðinni. Þú heyrir ekki eins mikið í uglunum og hönunum þar. Og auðvitað er vatnsdælan ekki á allá nóttina, en þessa nótt var bara svo lítið í tank- inum. Það hlýtur að hafa verið vegna alls vatnsins, sem þið Jack eydduð við eggjaþvottinn. Það var fallegt af þér að hjálpa honum. Hann hef- ur alltaf verið ofnæmur fyrir fjöðr- um, og þær eru óskemmtilegar, þeg- ar þær fljóta á vatninu og klístrast við fingurna á manni. Það var af- leitt, að þú skyldir ekki nota gúmmí- hanzkana mína — ég get ekki skilið hvernig stóð á því að þeir voru þarna ófinnanlegir í horninu á skápnum. Þetta þvottaefni er of sterkt á hendurnar. En þú átt sjálf- sagt eitthvað frá Cosmic til að bera á þær, svo að neglurnar vaxi fljótt aftur. Guy Gullane er bara sætur, finnst þér það ekki? Og svo hjálpsamur. Hann var einmitt áðan í símanum og var að bjóða mér að aka með mig til að sækja kjúklingakassana, sem ég keypti á laugardaginn. Hann heldur að þeir komist fyrir á vöru- bílnum frá uppeldisstöðinni. f þetta skipti verð ég að fullvissa mig um að hann hafi nóg benzín! Það var ergilegt að verða strandaglópur þarna á laugardaginn, en Jack hefði ekki þurft að vera svona reiður. Ef hann héfði bara athugað það, hefði hann fundið kjúklinginn í ísskápn- um, og þar að auki gat hann varla verið svangur — hann borðaði ekki einu sinni allt sardínubrauðið, sem þú hafðir búið til handa honum. Ég vona að efnalaugin nái blettunum af kjólnum þínum. Við gátum þá ekki talað svo mikið samna, eftir allt! Við verðum að hittast bráðlega aftur. Þegar búið er að unga út í þetta sinn, kemst ég auðveldar frá og ég vonast til að geta komið til borgarinnar bráð- lega. Ég hlakka alveg sérstaklega til að koma á þetta nýja veitinga- hús, sem þú talaðir um — The gay Deceiver. Vertu blessuð, Mary. Manchester, 13. maí. Kæra Hattie! Ég er hræddur um að ég hafi verið heldur stuttur í spuna í morg- un, en ég var á fundi með stjórn- armeðlimunum hér. Skiptiborðið hafði satt að segja fengið skilaboð um að trufla ekki, og þú fékkst aðeins samband við mig af því að þú sagðir að það væri áríðandi einkasamtal. Það vakti forvitni símastúlkunnar og samtalið hefur orðið fólkinu á skrifstofunni efni í — VIKAN 24. tbl. margs konar bollaleggingar og slúður! Ég get reyndar ekki skilið ennþá, hvers vegna þér fannst nauðsynlegt að hringja í landssímann til að til- kynna mér, að þú hefðir séð Mary með Guy Gullane á The Deceiver. Þú heldur þó ekki að ég sé svo gam- aldags að ég hafi eitthvað á móti því að konan mín borði úti með nábúa okkar og tali við hann um sameiginleg viðskiptamál. Eins og þú veizt, fer ég stundum út að borða með viðskiptavinum af veika kyn- inu. Það veit Mary auðvitað og er nógu skynsöm til að skilja, að ég hef enga persónulega ánægju af slíkum samböndum. Þrátt fyrir það, finnst mér að við núverandi kringumstæður, væri það heppilegast, að viðskiptaerindi okk- ar yrðu framvegis afgreidd á skrif- stofu annars hvors okkar. Kveðja, Jack Miller. Símskeyti til Mary Miller, Primrose Cottage, Manchester, 13. maí. HVERS VEGNA SVARAR ÞÚ EKKI SÍMANUM STOPP KEM STRAX HEIM STOPP HITTU MIG Á GAY DECEIVER KLUKKAN ÁTTA STOPP ÞARF AÐ TALA VIÐ ÞIG UM MIKILSVERÐA RÁÐAGERÐ STOPP ÁSTAR- KVEÐJUR JACK Primrose Cottage, 14. maí. Kæri póstur! Ég þakka bréfið. Það mun sjálf- sagt gleðja þig að heyra að ég fylgi ráðum þínum og allt hefur gengið ágætlega. Ég sendi þér hér nýorpin egg, sem ég vona að muni bragðast vel. Með kæru þakklæti, Mary Miller. P.S. Þetta var rétt með eyrnalokk- inn líka. Ég komst að því, hvaðan hann var kominn. Primrose Cottage, 21. maí. Kæra Hattie! Nokkur orð í flýti til þess að segja þér, að ég er hrædd um að ég geti ekki boðið þér hingað á næstunni. Verzlunin er að senda Jack til New York í hálft ár og ég fer með hon- um! Finnst þér það ekki spennandi? Við förum á morgun með Queen Elizabeth. Við höfum verið á þön- um til að verða tilbúin í tæka tíð, en svo getum við líka hvílt okkur um borð. Við höfum ekki átt reglu- legt frí heillengi, en eins og Jack segir, verður þetta eins og önnur brúðkaupsferð. Við leigðum húsið svo indælum hjónum, sem ætla að hugsa um hænsnin. Kærar kveðjur, Mary. P.S. Ég sendi þér hér einn eyrna- lokk, sem ég hef hér af tilviljun. Ég held að hann sé alveg eins og sá, sem þú varst með á jakkanum þínum daginn sem við hittumst á hárgreiðslustofunni, svo að ég hélt kannski, að þér þætti vænt um að fá hann. Það er ekkert eins ergilegt og stakur eyrnalokkur, finnst þér það ekki? *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.