Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 45
hf hneinn MIÐGLUGGINN. Framhald af hls. 21. „Nei, nei. Mér hefur verið sagt þetta á hverjum degi síðan í vor, og aldrei hef ég séð bregða fyrir neinum rauðum vítiseldi hér í fjöll- unum.“ En Judith minntist draumsins, sem hana hafði dreymt um nóttina, og hún var viti sínu fjær af tauga- óstyrk. Eitthvað hræðilegt beið þeirra, eitthvað, sem hún myndi eiga sök á. Hún yrði að hugsa um öryggi Ranalds, hugsa fyrir þau bæði. Engin mistök máttu henda hana. Hún greip um handlegg hans. „Lávarðurinn verður að fara. Hann má ekki vera hér í húsinu ... Ran- ald!“ „Hvað?“ spurði hann með fullan munninn. „Það hefur sézt til ensku her- mannanna hérna í fjöllunum." „Ég kom yfir fjöllin og sá ekkert til þeirra ... Angus, blessaður gefðu mér meira af þessu.“ „Nei,“ sagði Angus. „Þú mátt ekki borða of mikið á fastandi maga.“ „Ranald!“ hrópaði Judith. „Hlust- aðu á mig! Ef þetta er nú satt? Þú mátt ekki vera hér lengur. Þeir leita í húsinu og taka þig höndum, ef þeir finna þig. Þú verður að fara aftur upp á heiðarnar." Ranald reif sundur kjúklinginn á diskinum fyrir framan sig og hellti þriðja vínglasið sitt fullt. „Nei, ég fer ekki aftur út í náttúruna. Ég er búinn að fá nóg af skauti hennar fyrir alla ævina.“ „Bara þangað til í kvöld, Ranald. Þá getur verið, að þeir verði farnir aftur.“ „Þeir koma ekkert,“ sagði Angus geðvonzkulega. „Þetta eru bara sögusagnir . .. Láttu lávarðinn ekki borða meira . . . Honum verður ekki gott af því eftir þennan langvarandi sult.“ Judith hafði enga stjórn á sér lengur. Hún hrifsaði kjúklinginn af Ranald, kraup á kné fyrir framan hann og reyndi að tala um fyrir honum. „Hlustaðu á mig, Ranald! Ranald, ástin mín!“ „Já, en Judith!" greip hann fram í fyrir henni. „Má ég ekki dveljast um kyrrt í mínu eigin húsi? ... Jafnvel rotturnar eiga sér holur.“ „Þú veizt ekki, hvernig þeir fara m»ð uppreisnarmenn . . . þeir . . . þeir . . .“ hún hikaði. „Hengja þá og höggva í spað,“ botnaði Angus myrkur á svip. Ranald sneri sér að Judith og brosti blíðlega til hennar. „Barn hjarta míns, heldurðu, að mér sé ekki vel kunnugt um það? En ég ætla mér ekki að fara héðan aftur Það er hægara sagt en gert að finna Kinmohr. Þessir djöflar komast aldrei hingað. Á leiðinni yfir fjöllin sá ég svartar rústir margra heim- ila, sem þeir höfðu brennt til ösku. Og ég hélt, að heimilið okkar væri orðið að sams konar öskuhaug ... En svo ... var það ekki þannig . .. það var enn hér.“ Hann þagnaði, og Judith lagði höfuðið á hné hans og reyndi að halda aftur af tárum sínum. Angus sá, að tilfinningarnar voru að bera hana ofurliði, og hann spýtti út um gluggann. „Grrr!“ nöldraði hann. „Hagið ykkur nú sómasamlega.“ „Þú skilur þetta ekki, Ranald," sagði Judith tryllingslega. „Þeir vita nöfn allra, sem féllu í orrust- unni á Cullodenheiðinni, þeir vita nöfn hinna, sem enn eru á lífi, og þeir elta þá uppi einn af öðrum og fanga þá í gildru eins og villidýr." Hún hneig niður í angist og fór að hágráta. Aldrei á ævi sinni hafði hún grátið jafn beisklega. Ranald og Angus litu hvor á ann- an með örvæntingarsvip. „Þú verður víst að láta undan,“ sagði Angus mæðulega. „Annars eigum við á hættu, að húsfreyjan fái móðursýkiskast. Og það get ég sagt þér, að þó að ég geti þolað margt og hafi gert það í þjónustu þinni, gefst ég upp fyrir hljóðandi kvenfólki." Ranald lyfti Judith varlega og stóð á fætur með tregðu. „Jæja, ég skal fara, Judith, þangað til þessi bannsettur orðrómur deyr út með sólsetrinu .. . Gráttu ekki lengur^ ástin mín.“ „Nei,“ hvíslaði Judith. „Þakka þér fyrir, Ranald.“ Og hún bældi niður ekkann eins og hlýðið barn. Ranald horfði dap- urlega á dökka lokkaflóðið hennar . . . Hún var þó ekki nema nítján ára gömul . . . Hvílíkur heimur! „Judith, elsku stúlkan mín, ég kem aftur í kvöld. Útbúðu handa mér bað með ókjörum af heitu vatni, svo að ég geti loksins þvegið mér almennilega og finndu hrein föt . .. Og, Judith, svo skulum við borða kvöldverð eins og þegar ég fór í burtu .. . Við skulum halda upp á brúðkaupsnóttina okkar þrátt fyrir allt.“ „Já, það skulum við gera.“ „Ég bíð í skóginum fyrir utan garðinn. Svo kem ég, þegar dimmt er orðið ... En hvernig á ég að vita, hvenær mér er óhætt að koma?“ „Þú sérð miðgluggann úr skógin- um. Ég skal leggja á borð fyrir framan gluggann, kveikja á kertum og draga tjöldin frá. Þegar þú sérð ljósið, veiztu, að allt er í lagi.“ Hún ýtti honum varfærnislega í átt til gluggans. „Vertu sæll, ástin mín.“ Hann kyssti úfna hárið hennar og tárvota ásjónuna. „Ég kveð þig í bili ... þangað til í kvöld. f nótt verðum við í paradís, elsku engill- inn minn.“ Hann staðnæmdist við gluggann, litaðist um í stofunni fögru, sem honum var svo kær, og horfði loks á Judith. „Litla blómið mitt, veiztu, að ég hef látið mig dreyma um Kinmohr heilt ár og velt því fyrir mér, hvort það væri raunverulegt ... Og hvort þú gætir verið raun- veruleg . .. Þú virtist mér eins og sólin og tunglið og stjörnurnar yfir dalnum, kertið og hlýr loginn í hjarta þess ... Eitthvað, sem skein og blikaði, án þess að ég gæti hand- samað það ...“ „Fussum svei!“ rumdi Angus. „Farðu nú!“ VIKAN 24. thl. 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.