Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 48
Nlvea lnnlheidgr Eucerlt — efnl skylt húSUtunm — frá þvl stafa hln góðu áhrif þess. ÉG NOXA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andUtið að kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægllegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! LátlS NIVEA fuUkomna raksturlnn. Mini er mest selda bifreiðin í Englandi. Hefur framhjóladrif. Lipur og létt í akstri. Kraftmikil vél en þó spameytin. Er rúmgóð og gott útsýni. GARÐAR GÍSLASON H.F. Bifreiðaverzlun — Sími 11506. I DÆGUR ÓTTANS. Framhald af bls. 29. hlustað þolinmóðlega, þegar hann kvartaði yfir vonbrigðum sínum eða fagnaði yfir sigrum. En það var margt, sem hún skildi ekki, þótt það stafaði ekki af því, að hún vildi ekki skilja það. Martin Ash sat nokkra hríð hjá föður sínum, en stóð þá á fætur og kyssti hann að skilnaði á ennið. „Þakka þér fyrir, pabbi, nú held ég, að ég hafi fengið þrek til að halda áfram.“ Þegar hann opnaði hurðina á skrifstofu sinni, heyrði hann síðasta, daufa óminn af hringingu. Ég ætti víst að hringja til Catherine til að spyrja, hvernig henni líður, hugsaði hann, er hann gekk til skrifborðs síns, en áður en hann hafði kveikt á lampanum, hafði vinnan náð tökum á honum. Auk þess mundu þau vera að borða, svo að húsfreyj- an hafði nóg að gera að sinna tutt- ugu glæsilegum gestum. Hún mundi aldrei geta skilið þann frið, sem hann hafði fundið hjá föður sínum í hinni fátæklegu íbúð hans. 9. KAFLI. Austurá var enn böðuð gullnum Ijóma sólarlagsins, þegar Tony Korff nam staðar við herbergi Berts Rillings, rétti úr sér og gekk snögg- lega inn fyrir — hinn fullkomni sjúkrahúslæknir, sem var að ljúka stofugangi. Hjúkrunarkonan, sem las skáldsögu frammi við gluggann, meðan Rilling dottaði, stóð strax á fætur og lagði bókina frá sér. „Jæja, hvernig líður sjúklingnum okkar?“ „Honum hefur liðið ágætlega í dag, læknir. Ég er viss um, að hann er á batavegi." „Síðasta lyfjadælan verkar ekki lengur. Ég held, að ég ætti að skoða hjartað." Ölgerðarmaðurinn opnaði augun og leit í áttina til Korffs. Húðin á skínandi skallanum var með hraust- legum, ljósum blæ. Þú ert of seig- ur til að drepast þrátt fyrir þreytt hjarta, hugsaði Tony. „Ó, viljið þér ...“ Röddin var veik, en fullkomlega skýr, þegar Rilling gaf til kynna, að hann óskaði þess, að súrefnistjaldið væri fjar- lægt. Hjúkrunarkonan leit spyrj- andi á Tony, sem kinkaði kolli og sagði: „Já, gerið það bara. Og viljið þér svo aðeins lyfta höfðinu á hon- um.“ Hann vék frá, meðan hjúkrunar- konan framkvæmdi skipanir hans. Svo gekk hann aftur að rúminu og tók um slagæð ölgerðarmannsins. „Þér eruð mjög hraustlegur. Hvern- ig líður yður?“ „Ég veit það ekki almennilega — óþreyttur, en dálítið máttvana .. Tony brosti, þegar hann tók eftir spyrjandi augnaráði hins gamla vin- ar síns. Síðan framkvæmdi hann nákvæma rannsókn og fór sér að engu óðslega. Bæði blóðþrýstingur og líkamshiti voru næstum eðlileg. Sjúklingurinn kvartaði stöðugt yfir dálitlum þrautum í fótunum, en það var ósköp eðlilegt. Andy Gray hafði unnið meistaraverk eins og venjulega. Tony þakkaði starfs- bróður sínum í huganum. Það var honum að þakka, að Bert Rilling gat nú þolað þriðju gráðu yfir- | heyrsluna, sem Tony hafði undir- búið. Tony sagði síðan við hjúkrunar- konuna, að hún mætti bregða sér frá, fá sér sígarettu, meðan hann spyrði Rilling um öll sjúkdómsatvik. Svo sneri hann sér að rúminu. Rill- ing hafði ekki bært á sér, og aug- un voru aðeins hálfopin. En þegar hann tók til máls, var röddin eðli- leg og vinsamleg, eins og þeir hefðu sézt síðast daginn áður. „Þú hefur verið lengi að þessu, Tony . . .“ „Mér fannst, að þú ættir að venja þig smám samjjn við að sjá mig, Kurt ... Eða viltu heldur, að ég kalli þig Bert?“ „Þú veizt, að ég bar þegar kennsl á þig í morgun . . .“ „Ég vonaði það. Þú ert þá ekki orðinn of mikill maður til að muna hina gömlu vini þína?“ Tony talaði ósjálfrátt þýzku eins og maðurinn í rúminu. Hann gat ekki annað en dáðst að stillingu Rillings. Viljaþrek hans virtist jafn stælt og áður. „Ég hefi sannarlega ekki gleymt þér, Tony,“ mælti Rilling. „Ég hefi þvert á móti oft hugleitt, hvenær þér mundi skjóta upp aftur. Þú varst hygginn að fara úr flokknum í tæka tíð.“ „Ég segi sömuleiðis! Ég sé, að þú hefur brotizt enn lengra en ég.“ „Og hvaða ánægju hef ég af því? Þú átt lífið fyrir þér. Ég er búinn að vera, eða að minnsta kosti er bezti hluti þess á baki. Það var leitt, að við skyldum hittast á þennan hátt.“ Já, fyrir þig, hugsaði Tony. Áður var það alltaf þú, sem notaðir mig, þegar þér hentaði, en ég varð að hlýða. Nú höfum við skipt um hlut- verk — og þú veizt það. Hæðnisbros færðist á varir hans. „Það munaði litlu, að þú dræpist í nótt — en okkur tókst að bjarga þér!“ „Tókst þú þátt í aðgerðinni?" „Ég aðstoðaði Gray lækni.“ „Ég hefi heyrt mikið um dugnað þinn hér í sjúkrahúsinu. Viltu leyfa mér að hjálpa þér, þegar þú hefur lokið störfum hér?“ „Hefi ég nokkru sinni hafnað að- stoð þinni, Bert?“ Rililng brosti í fyrsta skipti — hvössu rándýrsbrosi. „Og nú erum við báðir fyrirmyndar Bandaríkja- menn, Tony?“ „Já — og reiðubúnir til að hjálpa hvor öðrum! Þetta hljómar fallega, Bert, en það er aðeins eitt, sem ég skil ekki. Ef þú hefur frétt svona mikið um mig, hvers vegna hefur þú þá ekki sett þig í samband við mig áður? Það mætti ætla, að þú hefðir forðazt mig ...“ „Við skulum leysa alveg frá skjóð- unni,“ sagði Rilling. „Já, það er rétt, að ég hefi forðazt þig. Ég hafði á tilfinningunni, að þú vildir helzt vera laus við mig, þar sem þú værir orðinn virðulegur borgari. Það er — VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.