Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 49
mér gleðiefni, að mér skuli hafa skjátlazt.'* Þetta gengur fljótar, en ég hafði þorað að vona, hugsaði Tony. „Við hefðum getað komizt langt saman, ef við hefðum verið um kyrrt í Berlín," hélt bruggarinn áfram. „En það er ekkert í saman- burði við þá möguleika, sem menn hafa hér í landi. Ætlar þú að gerast læknir hér í New York?“ „Já, það hefur alltaf verið ætlun mín.“ „Ég hefi góð sambönd — sérstak- lega góð sambönd. Einn góðan veð- urdag muntu þakka guði þínum og skapara, fyrir að hitta mig aftur, 1 Tony ...“ „Er það allt og sumt, það sem þú hefur tekið þér fyrir hendur? Bruggað öl og náð þér í góð sam- bönd?" Tony hafði af ásettu ráði gert rödd sína kuldalega, og bros hans var nú alveg eins hættulegt og bros Rillings. Upp frá þessu mundu þeir berjast af tillitsleysi, hugsaði hann. „Maður getur orðið ríkur af að brugga öl, Tony.“ „Smygl getur gert mann enn rík- ari,“ svaraði læknirinn. „Og það er að auki skattfrjálst." „Kallar þú mig smyglara upp í opið geðið á mér?“ „Ég hefi kallað þig það, sem verra er, meðan við vorum í Berlín. Þú ætlar þó ekki að halda því fram, að þú sért orðinn hörundssár?" „Þú getur þreifað þig áfram, Tony." Varir ölgerðarmannsins voru orðnar að mjóu striki. „En gakktu samt ekki of langt!" „Þá held ég áfram að geta, unz þú stöðvar mig. í fyrsta lagi fórstu með peningana þína úr Þýzkalandi — auk mikilvægra heimilisfanga. Þú hefur smyglað öllu, sem hugsan- legt hefur verið, allt frá njósnurum til heroins. Þú ert duglegur maður, Bert. Svo duglegur, að þér urðu aldrei á mistök — þar til í gær ...“ Bruggarinn var orðinn náfölur. Skyldi hjarta hans þola þetta, hugs- aði Tony en hélt svo áfram: „Ég hefi getið mér rétt til um þetta, er það ekki? Ölgerðin hinum megin við götuna er aðeins skálkaskjól — þótt bókhaldið þitt sýni hagnað. Fullkomið dulargervi fyrir athæfi þitt ...“ Rilling greip fram í fyrir honum. „Þú getur ekkert sannað af þessu, Tony." „Gamlir vinir þarfnast ekki sann- ana, Bert. Ekki ef þeir skilja hvor annan." Tony þagði og loks tók Rilling til máls: „Haltu áfram — ég hlusta með athygli." „Það sem þú gerðir í gær, var svo hættulegt, að þú einn gazt gert það. Og það var víst gott, því að eitt- hvað brást við flutningana. Eitthvað gerðist, og þú ert eina lifandi vitn- ið ..." Slagæðin undir fingrum hans tók viðbragð. Ég get mælt ótta þinn, hugsaði Tony, en rödd hans var ó- sköp vingjarnleg, er hann hélt áfram: „Reyndu að vera rólegur, Bert. Mundu, að ég er bæði læknir þinn og vinur. Þú veizt, að hjarta þitt gerði uppreist í gær, svo að þú mátt ekki leggja of mikið á það. Þú laukst víst ekki verkefninu?" Framhald í næsta blaði. Brennandi í andanum. Framhald af hls. 15. Málsstaður hans er oft ekki rök- heldur. En það gerir Jónasi ekkert til, því að hann úrskurðar gagnrýn- endurnar samstundis í flokk heimskra villutrúarmanna. Jónas Guðmundsson er alinn upp að losa hann undan oki áfengis- ástríðunnar?" Konan: „Hvort ég hef reynt. En á þessu sviði hefur Drottinn aldrei bænheyrt mig, sem þó hefur oftast reynzt mér vel á erfiðum tímum." Jónas: „En má ég spyrja; Á hvern veg biður þú fyrir?" Konan: „Nú, sísona. Auðvitað bið ég Drottin að koma eiginmanni mínum til hjálpar og losa hann frá áfengisbölinu. Jónas: „Þetta grunaði mig. Þú kannt alls ekki að biðja fyrir þér eða þínum. Þú átt ekki að biðja Nýjung hjá ANDRÉSI Höfum opnað nýja deild, sem býður yður úrval af karlmanna- fötum frá kr. 875.00 — kr. 1975.00. Vegna mjög hagstæðra innkaupa á erlendum fötum getum við boðið þessi kostakjör. Einnig verða þar seld föt, sem saum- uð eru á verkstæði okkar, eldri litir, en þó nýtízku snið. Eins og undanfarin ár, höfum við ávallt fyrirliggjandi mikið úrval af karlmannafatnaði. Saumum einnig eftir máli, bæði handsaum og vélsaum. Róma- og Napolisniðin vekja aðdáun. við landslag, þar sem sjóndeildar- hringurinn er mjög þröngur. Þó hef- ur málefnalegur sjóndeildarhringur hans oft verið miklu þrengri og sólarminni, en útsýnið frá botni Seyðisfjarðar. Virðist eftirfarandi saga sýna þetta glöggt: Til Jónasar kom drykkjumanns- kona, sem átti við mjög mikla erfið- leika að stríða vegna háttsemi eig- inmannsins. Konan tjáði Jónasi vandræði heimilisins og bað hann ásjár. Jónas tók máli þessarar um- komulausu konu vel, en spurði margra spuminga um hagi þeirra hjóna. Konan greiddi vel úr öllum spurningum hans. Virtist nú kon- unni, að hún hefði í fyrsta skipti í þessum efnum fundið verulegan velgerðarmann, og vandræði sín væru nú sem óðast að leysast. En þá fór eftirfarandi samtal fram: Jónas: „Hefur þú reynt að biðja fyrir manni þínum í þeim tilgangi heldur einungis Frelsar- Drottin, ann“. Þessari staðhæfingu svaraði kon- an eitthvað á þá leið, að sér sýndist litlu máli skipta, hvort einlæg bæn væri sett fram til Drottins eða Krists. Hefði sér verið kennd þessi skoðun fyrir nærfellt sextíu árum og á henni hefði hún byggt og ekki vissi hún betur, en sömu skoðunar hefði verið kristið samferðafólk sitt. Þegar Jónas Guðmundsson fékk í engu breytt þessari skoðun kon- unnar, varð ekkert af liðveizlu af hans hálfu. Slíkt er tilhliðrunar- leysi hans. Á æviferli Jónasar Guðmundsson- ar verður ekki minnzt án þess að ræða hlut hans í starfsemi AA- samtakanna, félagsskap fyrrverandi ofdrykkjumanna. Hann hefur stund- um viljað láta líta svo út, að hann hafi verið brautryðjandi þeirra sam- taka hér á landi. Svo er þó ekki, því að frumherjinn og fyrsti for- maður samtakanna var Guðni Þór Ásgeirsson frá Flateyri við Önund- arfjörð, nú kaupsýslumaður í New York. Hins vegar er það rétt, að snemma tók Jónas foryztuna í sínar hendur vegna brottflutnings Guðna af landi. Og á engan er hallað, þótt fullyrt sé, að AA-samtökin og Bláa Bandið stæði ekki eins föstum fót- um í þjóðlífinu, ef Jónasar hefði eigi notið við. Einbeitni Jónasar er slík, að með henni má skera ost, og þrautsegjan er óbilandi. Á slíkum manni þurftu þessi samtök að halda. Þar að auki kom kunnátta Jónasar úr félags- málaráðuneytinu að góðu haldi. Hann er sérfræðingur í málefnum opinberra styrktarsjóða. Þess vegna gat Bláa Bandið, sem í rauninni er miðlungsstórt sjúkrahús á íslenzka vísu, hafið starfsemi sína án nokk- urra fjárframlaga eigendanna. Jónas hefur unnið mikið starf fyrir þessi samtök, og þar standa margir í þakkarskuld við hann. Flestir félaganna hafa bundizt per- sónulegum vináttuböndum við hann. Hann hefur haft bæði persónulega og þjóðfélagslega aðstöðu til að vera þar sjálfkjörinn foringi. En einnig á þessum vettvangi hefur drottnunar-demoninn náð yfirráðum í störfum Jónasar og haft sín spill- andi áhrif. Drottnunargirni Jónasar, þröngsýni hans og einræðiskennd í menningarlegu og fjármálalegu til- liti innan þessara samtaka hafa ver- ið með þeim hætti, að nánustu sam- starfsmenn hans og vinir hafa ný- verið ekki séð sér annað fært, en stjaka honum úr vissum áhrifastöð- um innan samtakanna. Má fullyrða, að ýmsum hefur ekki verið það sársaukalaust með tilvísun til alls þess, sem Jónas hefur unnið fyrir AA-samtökin á liðnum áratugi. En þessi þróun mála sýnir betur en nokkuð annað, að það er fyrst og fremst drottnunar-demoninn, en ekki drykkju-demoninn, sem verið hefur bölvaldur nr. 1 í lífi Jónasar Guðmundssonar. —O— Jónas Guðmundsson er tæplega meðalmaður á hæð. Nokkuð þéttur á velli, en svarar sér vel. Hann er andlitsfríður og útlimasmár. Líkam- lega er hann vel á sig kominn. Hann er viðræðugóður og fljótur að kynn- ast mönnum, en er vafalaust nokkuð íhaldssamur í vinavali. Hann er góðviljaður, ef engin andstaða kem- ur fram gegn honum. Hann kann betur við samstarfsmenn, sem standa í menntalegu og gáfnafars- legu tilliti honum að baki. Við of- jarla vill hann ógjarnan heyja glímur. f því tilliti má segja um Jónas Guðmundsson að, hann vilji fiska á þurru landi. Jónas er kvæntur Sigríði Lúðvíks- dóttur frá Neskaupstað. Eiga þau hjón tvær mjög mannvænlegar dæt- ur. Sem heimilisfaðir er Jónas tal- inn til fyrirmyndar, enda þótt full- víst megi telja, að hann hafi áhuga á því, að greinilegt sé, hver hafi þar mannaforræði. Jónas Guðmundsson er dæmdur til að vekja á sér athygli samborg- aranna, hvert sem leið hans hefur VIKAN 24. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.