Vikan


Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 13.06.1963, Blaðsíða 51
ÝMISLEGT IJR OSTI. Framhald af bls. 22. um og kryddinu og látið suðuna koma upp á því, lækkið síðan hit- ann og látið malla í 15 mín. Merjið í gegnum sigti. Bræðið smjörið eða baconfeitina yfir lágum hita, bætið hveitinu í og hrærið þar til það hefur samlagazt vel og bætið tómat- blöndunni í (ef ekki hefur fengizt nægur vökvi af tómötunum, má bæta svolitlu vatni í. Hrært í þar til það er þykkt og jafnt. Gerir 1 bolla af sósu. mexíkanskur rabbit. 2 matsk. smjör, 2 matsk. saxaður grænn pipar, 1 bolli ostur, 1 egg, 1 bolli korn (mais) úr dós, V-z tsk. salt, cayenne, nokkur korn, tómat- ar 1 bolli, mjúk brauðmylsna 1 bolli. Bræðið smjörið og sjóðið græna piparinn í því við lítinn hita, eða þar til hann er mjúkur og aðeins brúnaður. Bætið ostinum í og hrær- ið þar til hann er bráðnaður. Síðan er hinu bætt í og látið gegnhitna. Borið fram á heitu ristuðu brauði. Grænt salat gott með. OSTAKÚLUR í TÓMATSÓSU. 2 dósir tómatsúpa, IV3 bolli vatn, lítið lárviðarlauf, 3 negulnaglar, 1 tsk. sykur, 2 bollar hveiti, 5 tsk. lyftiduft, 1 tsk. salt, 2 matsk. smjör eða önnur feiti, V2 bolli ostur, 1 bolli mjólk. Hitið tómatsósuna, vatnið, iárvið- arlaufið, negulnaglana og sykurinn í potti upp að suðumarki. Blandið lyftiduftinu og saltinu í hveitið og skerið smjörið (sem verður að vera vel kalt) ofan í, þar til það er á stærð við litlar baunir. Osturinn settur þar í og svo mjólkin. Tekið með tesk. og látið út í súpuna svo að litlar bollur myndist. Lok sett á pottinn og soðið við lágan hita í 15 mín. Það má ekki taka lokið af á meðan. Borið fram í sósunni. SUÐUR-AMERÍKU OSTA- OG RÆKJURÉTTUR. 2 matsk. smjör, 2 matsk. saxaður grænn pipar, 1 matsk. rifinn laukur, 2 matsk. hveiti, % tsk. salt, % tsk. pipar, Vz tsk. sinnepsduft, 1 bolli marðir og flysjaðir tómatar, 1% bolli rifinn ostur, 1 egg, % bolli mjólk eða rjómi, 1 bolli rækjur. Smjörið brætt á þykkri pönnu, græni piparinn og laukurinn settur í og látið malla á pönnunni þar til það er meyrt og ljósbrúnt. Hveitið sett í og kryddað. Tómötunum smá- hellt í og látið sjóða þar til það þykknar og stöðugt hrært í á með- an. Þá er osturinn settur saman við. Eggið hrært með svolitlu af sósunni og síðan sett í pottinn og látið sjóða áfram við mjög lágan hita og hrærið stanzlaust í á meðan. Þá er rækj- unum bætt í og rétturinn borinn fram með laussoðnum hrísgrjónum. KEX MEÐ OSTASMJÖRI. 100 gr rifinn ostur, 125 gr smjör. Osturinn bræddur í skál, sem er hituð yfir sjóðandi vatni. Þá er hann látinn kólna og hrært saman við hrært smjör. Svolítill grænn ávaxta- litur er settur í og sett í köku eða rjómasprautu og sprautað skraut- lega utan með kexi, en í miðjuna eru settar saxaðar hreðkur. POTKASE. 250 gr. ostur, 2V2 dl mjólk, 2 matsk. konjak, romm eða sherry. Svo kemur hér að lokum upp- skrift, sem ekki er víst að allir felli sig við. Margskonar ostur er skor- inn í smástykki og settur í krukku, helzt leirkrukku og mjólk og víni hellt yfir. Á nokkurra daga fresti á að hræra í þessu og ef það verður þurrt, er meiri mjólk bætt í. Eftir 6—8 vikur má reyna að nudda því í gegnum gróft sigti, en það sem ekki er orðið uppleyst eða fljótandi er látið aftur í krukkuna. Svo er haldið áfram að bæta osta-afgöng- um í og mjólk eftir þörfum og öðru hverju meira víni. En það sem tekið var og marið í sigtinu, er bragðbætt með salti og pipar eftir smekk, og ef það er of þunnt, verður að láta það standa nokkra daga. í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. um í umferðinni og áhættusömum framúrakstri. Það ætti að hafa lág- markshraða á þessum götum og fylgja því eftir, að enginn aki undir honum. Margir bílstjórar viður- kenna, að í hægum akstri hafi þeir miklu síður hugann við aksturinn. Þá séu þeir að skima til hliðar og hugsa um annað en stjórna farar- tækinu. Það eitt skapar stórhættu. Umferðin í Reykjavík gengur yf- irleitt alltof hægt. Hvergi í heimi mun finnast annar eins líkfylgdar- stíll á bílaumferð. Það skapar óþarfa tafir, ergelsi og tímaeyðslu. En kemur ekki í veg fyrir slys. Lög- reglan hefur það á valdi sínu að bæta úr þessu að svo miklu leyti sem göturnar leyfa greiða umferð. Vikan vonar, að lögreglan líti á þetta með skilningi og greiði úr því á farsælan hátt eins og mörgu öðru. Gefið „sleðunum" sem halda um- ferðinni fastri og' skapa hættu, ráðningu. Takið upp lágmarks- hraða á greiðustu umferðaræðun- um. Vinnið að því, að umferðin í heild gangi mun hraðar. Við bæt- um við þúsundum af nýjum bíl- um á ári hverju. Ef ekki er gert neitt til að mæta þeirri aukningu, ríkir brátt algjört vandræðaástand í umferðinni í Reykjavík. G. R AFMAGNSRl .DAVELAR MARGAR GERÐIR 85 ’tll t Itl l VSI.l Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Gerð 2650 - 3 steyptar hellur, auðveldar í hreins- un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐII VIKAN 24. tbl. 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.