Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 2
I fullri alvöru: SIAFRÓF HEIMILISSTJÓRNAR VERDUR AÐ LÆRASI DÆMID ER AUÐREIKNAÐ UIKOMAN ER BEIRI ARANGUR MED PERLU ÞVOTIADUFII Þegar þér hafið einu sinni þvegið með PERLU komizt þér að raun um, hve þvotturinn getur orðið hvítur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum nýjan, skýnandi blæ sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel með þvottinn og PERLA léttir yöur störfin. Kaupið PERLU í dag og gleymið ekki, að með PERLU fáið þér hvítari þvott, meö minna erfiði. tnmnl Forráðamenn æskulýðsstarfsem- innar í höfuðstaðnum hafa að undan- förnu sýnt lofsverða viðleitni til að laða hug ungra drengja að fiski- veiðunum. Meðal annars hefur sér- stakur vélbátur verið gerður út yfir sumarmánuðina sem eins konar skólaskip, þar sem drengjum er gefinn kostur á að kynnast sjónum og nema undirstöðuhandbrögð 'við veiðarnar. Fiskiveiðar eru að vísu aðalat- vinnuvegur okkar. Og nú er svo komið, að það er skorturinn á vinnu afli, sem er aðalvandamál hans. En því er nú eitt sinn þann veg farið, að hugur manna hneigist til ýmissa starfa, án þess þörfin ráði þar mestu um, þótt oft fari svo, að þeir verði að velja sér starf samkvæmt henni, sætta sig við það sumir þegar frá líður, aðrir aldrei. Það er áreiðanlegt að hugur margra höfuðborgarunglinga hneig- ist allt eins að landbúnaði og fiski- veiðunum. Þeir eiga þess þó varla kost, eins og allt er nú í pottinn búið, að kynnast honum af raun, eða nema undirstöðuatriði hans, að undanteknum mjög fámennum hópi, sem á því að fagna að „komast í sveit“ yfir sumarmánuðina. Ekki man ég heldur til að mikið átak hafi verið gert til að kynna land- búnaðinn á starfsfræðsludögum þeim, sem efnt hefur verið til. Landbúnaðurinn þarf á liði að halda, ekki síður en sjávarútveg- urinn, og áreiðanlega fer margt gott búhöldsefnið forgörðum hér í höfuðstaðnum, vegna þess að ungl- ingurinn komst aldrei í beina snert- ingu við gróðurmold og gras. Hvers vegna er ekki efnt til „sumarbúða" í nálægustu sveitum, þar sem unglingum væri gefinn kostur á að vinna að sveitastörfum á bæjunum í kring, undir eftirliti hæfra manna, en hefðu þó gistingu og allan aðbúnað í búðunum, og fæði að nokkru eða öllu leyti? Þar ætti að geta tekist samvinna, sem kæmi öllum aðilum í góðar þarfir. Areiðanlega yrði slík sumarbúða- dvöl mörgum unglingum kær minn- ing. Ekki er heldur ólíklegt að ein- hverjir þeirra fyndu hjá sér löng- un til að gera landbúnaðinn sér að ævistarfi og reyndust þar nýtir þegnar. Er þetta ekki verkefni, sem búnaðarsamtök og bæjaryfirvöld ættu að vinna að saman — öllum til nokkurs gagns og heilla? Drómundur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.