Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 4
t SUNHUFERÞIR Vinsælar og viður- kenndar af þeim mörgu, sem reynt hafa. sélorlanda Þér sparið tíma, fyrirhöfn og peninga. Búið áhyggjulaust á góðum hótelum og njótið leiðsagnar reyndra fararstjóra. Ferð til Ameríku um byggðir Vestur-íslendinga. 30. júlí. — 24 dagar. — Kr. 27.800,00. Fararstjóri: Gísli GuSmundsson. París - Rínarlönd og Sviss. 23. ágúst. — 21 dagur. — Kr. 17.230,00. Fararstjóri: Jón Helgason. Edinborgarhátíðin. 24. ágúst. — 7 dagar. — Kr. 6.485,00. Fararstjóri: Bryndís Schram. Síðsumarsól á Mallorca. 6. september. — Tvær vikur. ■— Kr. 14.860,00. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. Ítalía í septembersól. 12. september. — 3 vikur. -— Kr. 20.228,00. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson. Nýtt. Nýtt. Nýtt.: Einstaklingsferðir með hópferðakjörum. Biðjið um prentaða bók með lýsingum á ferðum. Almenn ferðaþjónusta SUNNU fyrir einstaklinga. Seljum far- seðla um allan heim með flugvélum, skipum, járnbrautum og bílum. Pöntum hótelin og gerum ferðaáætlanir og veitum ein- staklingum leiðbeiningar varðandi ferðalög. Kjörorðið er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar viðskiptavini. Ferðaskriístoían sdma Bankastræti 7. — Sími 16400. ^ — VIKAN 25. tbi. Fæðingarfífl ... Já, það er nú það sem það er, sagði maðurinn, en ég get ekki sagt það sama, af því að ég er alveg gáttaður á þessum Alfreð Flóka eða hvað sem hann heitir, þetta er algjört fæðingarfífl. Það er sem ég undrast mest, er það að svona maður geti náð sér í myndarlega konu og ástkonu. Svo minnist hann á að hann hafi verið ungur þegar hann upp- götvaði að hann var fæddur snillingur. En hann verður aldrei of gamall til að frétta að hann er fæddur fáviti. Svo segist hann vera fæddur Messías no. 2. Þetta er guðlastari, þetta ..... Ég mundi segja þessum mannræfli að fá sér axlabönd og láta krúnu- raka sig. Viltu svo skýra fyrir mig öll þessi orð: produktífur, mystik, anatómía, teknik og svo fram- vegis. Svo það að þið í Vikunni ættuð ekki að gera blaðið að athlægi með þessum fíflaskap. ENGAN ÚTÚRSNÚNING! pródúktífur: afkastamikill mystik: dulúðgi anatómía: Iíffærafræði teknik: tækni Snillingar og Messíasar eru auð- vitað of miklir karlar til að nota lágkúruleg og flatneskjuleg ís- Icnzk orð. Messías no. 3. íslendingasögur ... Póstur: Þú vildir kannski vera svo vænn að koma þessu litla bréf- ræksni mínu á framfæri við tæki- færi. Ég er af gamla skólanum, hef aldrei komið út fyrir land- steinana, og líklega er ég orðin fullgömul til þess að nema nokk- uð nýtt að ráði. Ég hlusta mikið á útvarp, og margt er þar gott. Eitt er það samt, sem jafnan vekur furðu mína. Við íslendingar teljum okk- ur bókmenntaþjóð og státum okk- ur í tíma og ótíma af bókmennta- perlum okkar, íslendingasögun- um. En gerum við nokkuð til að breiða út almenna þekkingu á þessum perlum? Það er heldur lítið, er ég hrædd um. Mig langar að fara þess á leit við Ríkis- útvarpið, að það flytji reglulega efni tekið úr fornbókmenntum okkar. Það er heldur af skornum skammti það bókmenntalega efni, sem Ríkisútvarpið býður hlust- endum sínum upp á. í gamla daga lásu allir þessar dásamlegu bókmenntir okkar, og ekki veit ég til þess, að nokkur hafi orðið verri maður fyrir.Það er talað um, að gamla fólkið sé alltaf að berja sér, en skyldi ekki stund- um vera ástæða til? Þekking ungu kynslóðarinnar á þessum bókmenntaperlum okkar, íslend- ingasögunum, er heldur haldlítil, og að því er ég bezt fæ séð, þá er heldur lítið gert til þess að glæða áhugann á bókmenntun- um. Reyndar eru nokkrar sögurn- ar lesnar í skólum, en ári er ég hrædd um, að kennslan þar sé fullþurr, því að ekkert bendir til þess að hún glæði áhuga ung- linganna. Þess vegna ætti nú Ríkisútvarpið að taka af skarið og reyna að breiða út þekkingu ungu kynslóðarinnar á þessum dýrgripum okkar. Það væri sann- arlega mikið þjóðþrifaverk. Unga kynslóðin kann sýnilega ekki að meta það sem gott er — það vill oft brenna við, að hún kýs fremur hismið en kjarnann. Ég efast raunar um, að nokkur taki þessi fátæklegu orð mín há- tíðlega, en engu að síður er mér einhver léttir í að skrifa þetta stutta bréf, og það er von mín, að einhverjum verði bréf mitt til umhugsunar og menn dæmi það ekki fyrirfram sem innan- tómt kerlingarnöldur. Með kærri kveðju. Ónefnd kona. Bútar ... Póstur minn. Mig hefur lengi langað til að skrifa þér út af svolitlu, sem angrar mig alveg ósegjanlega mikið og auðvitað er það Útvarp- ið sem er sökudólgurinn. Ég hef mikið yndi af tónlist, ekki sízt sígildri tónlist, og yfir- leitt reyni ég að hlusta á þá þætti í útvarpinu, sem helgaðir eru góðri tónlist. En stundum ganga stjórnendur þessara þátta alveg fram af mér. Það er þegar þeir leika aðeins búta úr stærri verkum, t. d. sinfóníum, einn kafla eða jafnvel kaflabút. Þetta er auðvitað argasta klám, sem enginn hefur ánægju af. Verkið nýtur sín engan veginn, nema

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.