Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 6
SPURNING vikunnar: Aí hvoru álítur þú, að íslandi stafi meirá hætta í hugsanlegri styrjöld: A. HNATTSTÖÐU SINNI? B ÚTLENDUM HERSTÖÐYUM í LANDINU ? Við höfum þá sérstöðu á þessum litla hólma, að við höfum aldrei tekið þátt í ófriði, sem beinzt hefur að öðrum þjóðum, ef frá eru tekin nokkur strand- högg, sem víkingarnir forfeður okkar gerðu, og þau beindust fremur að íbúum þeirra svæða, sem þeir herjuðu á í hvert sinn, en viðkomandi þjóð sjálfri. Enn hafa menningarþjóðirnar ekki komizt á svo hátt stig, að heimsstyrjöld sé ekki hugsanleg. Sú spurning er því lifandi, hver hlutur íslands verði, ef til þeirrar þriðju kemur. Hermaður í henni yrði rekinn á annan hátt en 1 hinum tveim, sem afstaðnar eru, þar sem síðan eru komin til sögunnar ný eyðileggingarvopn. Fjarstýring vopna er einnig orðin að veruleika. Margir telja, að erlendar herstöðvar á landinu bjóði hættunni heim. Ef til styrjaldar kæmi, verði lagt kapp á að eyðileggja þær stöðvar, og sú eyðilegging hafi 1 för með sér tortímingu og hörmungar fyrir megnið af þjóðinni, ef ekki alla þjóðina. Aðrir halda því fram, að einmitt þessar herstöðvar séu styrkur hennar og vörn og hið eina, sem geti komið í veg fyrir að á hana verði ráðizt með eyðandi öflum. Enn aðrir eru þeirrar skoðunar að hnattstaða íslands ein hafi í för með sér hættu í hugsanlegri heimsstyrjöld. Landið sé svo miðsvæðis milli austurs og vesturs, að báðum heimsveldunum verði mjög í mun að koma í veg fyrir, að hitt heimsveldið geti komið sér upp bækistöðvum hér, og víli jafnvel ekki fyrir sér að gera landið óbyggilegt til þess að koma í veg fyrir það. — Vikan sneri sér til fimm manna og lagði fyrir þá spurningu um það, af hvoru þeir álitu, að íslandi stafaði meiri hætta í hugsanlegri heimsstyrjöld: Hnattstöðu sinni eða erlendum herstöðvum í landinu. Fólkið, sem þessi spurning var lögð fyrir, var valið þannig, að búast mætti við sem ólíkustum svörum. Engin tvö þeirra fimm, sem svara spurningunni, fylgja sama stjórnmálaflokki að málum, en ekkert þeirra getur talizt svara fyrir sinn flokk — aðeins samkvæmt sinni eigin skoðun. Með þessu teljum við okkur hafa fengið svör frá þeim fimm skoðunarhópum, sem hæst ber. Þau sem svöruðu, eru þessi: Bjarni Beinteinsson, Björgvin Guðmundsson, Guðríður Gísladóttir, Jón Arnþórsson og Páll Bergþórsson. Við skulum þá snúa okkur að svörunum, en spurningin var þannig orðuð: Af hvoru álítur þú, að íslandi stafi meiri hætta í hugsanlegri heimsstyrjöld: a) Hnattstöðu sinni? — b) Erlendum herstöðum í landinu? BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON AS mínu áliti voru það einkum tvær ástæður, er ollu þvf, að íslendingar ákváSu að stíga það skrcf 1949 að ger- ast aðilar að Atlantshafsbandalaginu en þar með má segja, að þeir hafi endanlega iagt niður hlutleysisstefnu sína í utanrikismálum. í fyrsta Iagi færði síðari heimsstyrjöldin íslending- um heim þau sannindi, að hlutleysi er engin vörn fyrir hlutlausa og vopn- lausa smáþjóð. Það er vitað, að Hitler hafði í hyggju að hernema ísland um sama leyti og Bretar sendu her sinn hingað til lands. Segja má, að tilviljun hafi ráðið því, að Brctar urðu fyrri til. En ef Þjóðverjar hefðu náð íslandi 1940 má telja víst, að barizt hefði vcrið um landið, þar eð bandamenn hefðu ekki getað horft á það að- gerðalausir, að Þjóðverjar hefðu her- bækistöð á miðri siglingaleiðinni milli Evrópu og Ameríku. í öðru lagi munu öriög Austur-Evrópuríkjanna, er urðu kommúnismanum að bráð cftir styrj- öldina, hafa opnað augu íslendinga fyrir því hversu sjálfstæði smáþjóð- anna er mikil hætta búin, ef þau standa ein og njóta ekki vemdar sterkari ríkja. Fyrri ástæðan, er ég nefndi fyrir aðild íslands að Atlantshafsbandalag- inu, á beinlínis rætur sinar að rekja til hnattstöðu landsins. Það er að sjálf- sögðu lega landsins, er skapar hið hcrnaðarlega mikilvægi þess og olli því, að Bretar hernámu landið í síð- ustu styrjöld og af sömu ástæðu hug- leiddi Hitler töku landsins. Ef íslendingar væru fjölmenn þjóð, hefðu þeir sennilcga drcgið þann lær- dóm af síðari heimsstyrjöldinni, að þeir yrðu að koma sér upp her og tryggja sinar eigin varnir. Og örlög smáríkjanna, er misstu sjálfstæði sitt í styrjöldinni og upp úr henni, hefðu rekið á eftir því, að íslendingar gerðu slikar ráðstafanir. En með því, að fs- land er eitt fámennasta ríki verald- ar og hcfur ekki fjárhagsiegt bolmagn til þess að hafa eigin hcrvarnir, kaus það að tryggja öryggi sitt í varnar- bandalagi frjálsra ríkja beggja vegna Atlantshafs. Vissulega má segja, að hnattstaða íslands hafi hættu í för með sér fyrir landið, þar eð meiri líkindi séu til þess, að hernaðarátök verði um land- ið vcgna hinnar mikilvægu legu þess. Og sennilega hefði ekki verið talin nein þörf á því að staðsetja varnarlið í landinu, ef lega iandsins skipti ekki svo miklu máli, hernaðarlega, sem raun ber vitni. Segja má því, að dvöl varnarliðsins hér á landi sé afleiðing hinnar mikilvægu hnattstöðu landsins, tilkomin -'egna þess að íslendingar geri sér það ljóst, að hætta er á átök- um um landið, brjótlst út styrjöld. Það er því fremur lcga landsins en varnarliðið, sem í landinu dvelst, sem skapar hættuna fyrir ísland. Ég tel, að ísland hafi stigið rétt skref, með því að gerast aðili að At- lantshafsbandalaginu og að öryggi þess hafi aukizt við aðild að því. Sjálf- stæði íslands væri meiri hætta búin, ef landið væri ekki í varnarsamtökum hinna vestrænu þjóða. Björgvin Guðmundsson. 6 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.