Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 11
'EG HEFDI SKEZFU UMHALSINK og gæti ekki drepizt. — Vikan ræðir við BJARNA VÍBORG, bónda í Ráðagerði í Borgaríirði sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni Klakinn var að slitna úr mýrunum og aur í brautinni, sem liggur af Vesturlandsveginum og niður með Hvítá að vestan- verðu. Það er ekki löng leið þaðan niður að Ráðagerði. Hvann- eyri er beint á móti, handan árinnar og Hafnarfjallið girðir fyrir suðrið. Það eru grjótásar og fúin mýrarsund á milli; það er einkennismerki, sem Mýrasýslan hefur. Ég spurði um Bjarna Viborg í bænum þar sem veginn þrýt- ur. Það var blautt um og rispur í túninu eftir hrossin frá því um veturinn. Græni liturinn ennþá varla búinn að ná sér uppúr fölvanum. Hann Bjarni er í Ráðagerði, sagði konan og benti vestur yfir ásana. Þar stóð lítið íbúðarhús eitt sér og örlítill tún- blettur í kringum það, sem hafði auðsjáanlega orðið til þar, sem áður var urð og grjót. En það var allt strokið og snyrtilegt, ekkert svað við bæinn. Allt í einu snaraðist maður fyrir horn- ið og gekk niður af brekkunni án þess að taka eftir komu- manni. — Bjarni Viborg? — Jú, hann er hér. Hann leit við, lágvaxinn maður og nokkuð við aldur. Hárið var kembt slétt aftur, augun ákaflega hvöss, vel snyrt yfir- skegg. Hann var ekki vitund líkur sjötugum bónda; miklu fremur fannst mér, að þar kæmi útlendur fyrirmaður eða fyrrverandi brezkur offiséri. Hann talaði lágt og hægt og bauð mér í bæinn. Hann var því miður einn heima, sagði hann, konan hafði brugðið sér á bæi og þau voru nú ein í kotinu. Það var mjög hreinlegt og fágað þar inni, dívan, borð og fjölskyldumyndir. — Ég hef heyrt, að þú hafir barizt. Þessvegna kom ég hingað. — Það er langt síðan. Sjálfsagt margt gleymt. — Það rifjast upp, sagði ég. Ertu héðan frá Ráðagerði? — Nei, Ráðagerði á ekki svo langa sögu. Ég er fæddur á Isafirði á því herrans ári 1891 og ber ættarnafn föður míns, en hann var gullsmiður suður í Reykjavík. Móðir mín hét Helga Bjarnadóttir. Hún var systir Torfa í Ólafsdal. Ég ólst ekki upp hjá móður eða föður, heldur hjá Maríu Kristjáns- dóttur á Bæjum á Snæfjallaströnd. Þá var blómleg byggð á Snæfjallaströndinni, en nú er hún komin í eyði og flest af því fólki, sem þar bjó er nú dáið. Móðir mín fluttist vestur til Ameríku, þegar ég var korn- ungur. Hún settist að í Canada og þegar hún var búin að koma sér fyrir, þá skrifaði hún og vildi fá mig vestur. Það varð úr, að ég fór og var þá kominn á fermingaraldur. — En faðir þinn fluttist ekki vestur? — Nei, þau slitu samvistum, foreldrar mínir og móðir mín giftist aftur fyrir vestan Einari Thompson, manni af íslenzkum ættum. Þegar hún átfi orðið heimili, þá vildi hún fá mig og ég hafði skiljanlega ekkert á móti því að fara til hennar. — Varstu ekkert ragur við að leggja út í heim svona ungur? Stundum kom drottningin á víg- stöðvarnar til þess að hressa uppá móralinn. Hér er hún einhversstaðar í Frakklandi ásamt hátt settum mönnum úr hernum. — Maður gerir sér ekki grein fyrir vegalengdum né öðru sliku á þessum aldri, en ég sá síðar eftir því að hafa farið og hefði aldrei átt að gera það. — Manstu eftir ferðinni vestur? — Ójá, lítillega. Mig minnir, að það hafi verið gufuskipið Lára og meðal farþega var Siggi á kassanum, sem margir kann- ast við. Annars bar fremur lítið til tíðinda. Ég kunni vitaskuld ekki orð í ensku, þegar ég fór. En það fór svo, að það varð ekki neitt vandamál. Ég lærði hana undir eins af krökkunum. Það fór nú svo, að ég hafði lítið af móður minni að segja, né’ heldur hafði hún mikið af mér. Ég fór strax að vinna fyrir mér og þá var ekki víst, að neina vinnu væri að fá þar á staðn- um eða í næsta nágrenni. Ég lenti starx á flækingi og bjargaði mér sjálfur eftir því sem ég bezt gat. Vinna á þeim árum vest- ur í Ameríku, hún jafngilti nokkurnveginn þrældómi. Og það var erfitt fyrir óharnaðan ungling að takast slíkt á hendur. Ég var í vegavinnu og við skurðamokstur, en ekkert tækifæri fékk ég til náms. Að vísu lærði ég beykisiðn hjá tunnuverk- smiðju. En svo varð timburlaust og ég missti þá atvinnu líka. Þá fcr ég í járnsmíðanám hjá Fransmanni. Hann var eldsmið- ur, sem kallað var. Ég var hjá honum í þrjú ár. Um þær mund- ir varð ég kanadiskur ríkisborgari. Og hætti járnsmíðinni. Fékkst þá við allt milli himins og jarðar og allsstaðar ófag- lærður. Að lokum var ekki nokkra atvinnu að fá þarna norður- frá svo ég dreif mig suður til Mexikó með Þjóðverja, sem ég þekkti. Þar fengum við vinnu við að smíða koladokkir og ekki var það neitt sældarbrauð. • Svo var það árið 1909. Ég var aftur kominn norður til Canada og var á heimili þar sem voru tveir ungir strákar. Þeir gerðust sjálfboðaliðar í hernum því það var eitthvað spennandi við hernað og byssur og allt, sem því fylgir. Það er að segja, þegar maður þekkir það aðeins aí sögusögnum og fi’ásögnum af stríðshetjum í bókum. En þegar maður kynnist því sjálfur, fer glansinn og rómantíkin af því. Ég fór auðvitað með þeim; gerðist sjálfboðaliði í kanadiska hernum. Svona var maður vitlaus í þá daga. — Svo þú hefur orðið að bíða í nokkur ár eftir stríðinu. - - Já, en þau ár var ég við herþjálfun. Fyrst vorum við á æfingum vestur á kanadisku sléttunum og svo vorum við send- ir á herskóla til Englands. Þá hafði maður fremur von um að komast eitthvað upp, verða hátt settur. Mig langaði ekki til að vera óbreyttur hermaður lengi. Það var hundalíf. Á herskólanum læi’ðum við að búa til skotgrafir, hergirð- ingar og allskonar gildrur. Líka vorum við æfðir með alls- konar skotvopn, fallbyssur og riffla. Þá var fallbyssan stór- virkasta vopnið. Skriðdrekar voru þá ekki komnir til sögunn- ar. Það var ekki fyrr en seint í stríðinu að Viktoríuskriðdrek- inn var tekinn í notkun. Það var mjög hörð þjálfun þarna VIKAN 25. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.