Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 31
VIKAN ogtæknin STÁLHÚS BIFREIÐA gerð þeirra og þróun Sérhvern bíleiganda, bílstjóra og farþega varðar að nokkru, í hvers konar húsi hann situr, þegar hann ekur í bíl. Hér mun reynt að sýna í mynd og fáum orðum, hvers konar smíð yfirbygging bifreiða nútímans er. Áður fyrr var burðarþol bifreiðar mjög undir þykkt og ummáli grindarinnar komið. Undir grindina komu hjólin, og á henni hvíldi vélin. Ofan á allt saman kom svo yfirbygg- ingin. Hún jók aðeins að litlu leyti burðarþol vagnsins. Hún var gerð fyrst og fremst til skjóls ökumanni og farþegum, var m. ö. o. byrði án verulegs burðarþols. Grindin var því sannkölluð burðargrind. Um 1935 varð bylting í smíði stálhúsa á bíla. Þá tóku menn að færa sér í nyt prófíl- járn á þessu sviði. Tiltölulega þunnar stál- plötur, sem áður voru aðeins til skjóls, urðu nú máttarviðir bifreiðarinnar. Bílhúsasmíði af þessu tagi varð vísindaleg sérgrein verk- fræðinga. Vegna mótunarhæfileika stálplöt- unnar og nákvæmrar þekkingar á eiginleik- um hennar hafði mönnum tekizt að búa til ótrúlega sterkar og margvíslega lagaðar heildir úr smáhlutum, sem soðnir.voru saman með nútíma suðutækni. Til dæmis má nefna, að lokað prófíljárn, soðið saman með punkt- suðuaðferð, er hartnær 15 sinnum sterkara og stinnara en opið U-járn. Þessa staðreynd höfðu flugvélasmiðir áður fært sér í nyt með alkunnum árangri. Með stályfirbyggingunni, sem bíl-„grind- in“ var þannig innbyggð í, var vegurinn ruddur til léttra bifreiða. Kostir þeirra eru margir. Léttur bíll er fljótur að komast á fulla ferð, og nægir til þess stórum minni vél en ella þyrfti. Hann er því sparneytinn. Léttur bíll er léttur í vöfum, endingarbetri en þungir bílar, eyðir færri hjólbörðum en þeir, er m. ö. o. ódýrari í rekstri — og síðast, en ekki sízt: ódýrari í framleiðslu og kostar því kaupandann minna. Til dæmis um vel heppnaða stályfirbygg- ingu á fólksbíl skal tekinn PRINZ 4 frá NSU- verksmiðjunum í Neckarsulm í Vestur- Þýzkalandi. í stálhúsi Prinzins eru 382 ein- stakir hlutar, settir saman í margvíslegar stærri heildir, sem kalla mætti hylki og píp- ur. í hylkinu eða pípunni er hverjum hlut þannig fyrir komið, að stálveggir hans og styrkur sé einmitt þar, sem álagið kemur. Hins vegar er tómt rúm þar, sem ekkert reynir á, og þannig fjarlægður allur óþarfa þungi. Þegar hylki og pípur hafa verið soðin saman í eina heild, er til orðið stálhús, sem þolir þunga byrði og mikið hnjask á verstu vegum. Traustleiki og burðarþol yfirbygg- ingar Prinzins hefur verið kannað af opin- berri tilraunastofnun í Vestur-Þýzkalandi (LABOR Ft)R BETRIEBSFESTIGKEIT í Darmstadt) og staðizt allar raunir. í undirhluta stálhússins, gólfhlutanum, er voldugur miðás og tveir sterkir hliðarkjálk- ar, en á milli er bylgjulaga stálbotn. Stál- pípugrind, sem í eðli sínu er sambærileg við trausta brúarsmíð, umlykur allt farþega- rýmið. Áherzla var lögð á að hafa glugga TVÍBYRÐINGARNIR NJÓTA VAXANDIfHYLLI Bandaríkjamenn eru nú farnir að smíða 145 feta — eða tæplega 50 m — tvíbyrðinga. Samanlagt flatarmál seglanna er 10.000 fer- fet en auk þess eru þeir knúnir tveggja öxla dieselvél, 270 hestafla. Siglurnar eru 135 fet að hæð yfir vatnsborð. Tvíbyrðingar þessir eru smíðaðir úr krossviði, fergðum viðartegundum og trefjagleri. Áhöfnin á fyrsta tvíbyrðingnum, sem verður í förum um Suðurhöf, „Tropic Rover“, er 15 manns og farþegarými fyrir 66 manns. Eins og sjá má, er það einn helzti kostur slíkra skipa, að þau þola mun meira misvindi en önnur, án þess nokkur hætta sé á að þeim hvolfi. sem stærsta án þess að draga úr styrkleika byggingarinnar. Aðalburðarstólpar þaksins eru dyra- og gluggapóstarnir, en þeir eru gerðir úr pípulaga prófíljárnum. Ef bifreiðin lenti á hvolfi, mætti líkja þessum stoðum við sterka stólfætur. Öryggi farþega í bifreið er mjög undir gerð yfirbyggingarinnar komið. Af þessum sökum eru stinnir og fjaðurmagnaðir hlutar (farangursgeymslan) hafðir framan við far- þegarými Prinzins til þess að taka við og draga úr hugsanlegum árekstrum. Hin al- menna skoðun, að þungþyggðir bílar séu vörn í slysum, er á misskilningi byggð. Láti ekkert undan, lemstrast maðurinn við harð- an árekstur líkamans við innveggi bílsins sjálfs. Ef til vill þykir einhverjum fróðlegt að vita um þyngd eða þyngdarhlutföll helztu hluta bifreiðar, og skal hér enn PRINZ 4 tekinn til dæmis: Framhald á bls. 48 Með bílskúrinn í skottinu. Þeir í Tékkóslóvakíu eru farnir að fram- leiða „bílskúra" — eða öllu heldur bíla- tjöld, — sem auðveldlega komast fyrir í skottinu. Þegar þau eru tekin í notkun, eru þau hæluð niður eins og venjuleg tjöld og síðan „blásin“ upp með hjólbarðapumpu, og kvað það ekki taka nema nokkrar mínútur. VIKAN 25. tbl. 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.