Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 37
fór á hálfs árs fresti til Banda- ríkjanna til „skrafs og ráða- gerða“ við bankastjóra sína. Þegar til New York kom, flutt- ist hann inn í íbúð, sem hann leigði með öðrum manni í 62. stræti. Þar dvaldist hann nokkra daga til að hressa upp á kunn- ingsskapinn við vinina. Síðan leigði hann sér bíl, og lagði af stað til Williamstown. Þar birt- ist hann sem töframaður hlaðinn gjöfum. Skömmu eftir að Urbano fór fyrst til Parísar, keyptu foreldrar hans stórt hús við Glen stræti, sem bílasali, atvinnurekandi föð- ur hans hafði átt áður. Næst þeg- ar Urbano kom aftur heim, stjórnaði hann því, að húsið var allt endurbyggt og skreytt. Stig- anum var breytt og nýtízku arinn settur í húsið. Allir sögðu, að það væri dásamlegt, hann væri svo smekkvís hann Urbano. Inn í þetta hús lét hann flytja suma fínustu og dýrmætustu forngripi sína og gaf móður sinni þá alla. Systur sinni, sem hann tilbað, gaf hann reiðhest með reiðtygjum og nýtt píanó ásamt urmul af smáhlutum, sem hann færði henni frá París. Faðir hans og bróðir fengu líka gjafir, en tengsl hans við þá voru aldrei eins náin og við mæðgurnar. Það vakti alltaf mikla athygli þegar Urbano heimsótti Willi- amstown. Þetta var drengur það- an úr bæ, sem komizt hafði vel áfram í lífinu. Allir þekktu sögu hans. Hann ólst upp þar í þess- um 6000 manna bæ, sonur mynd- arlegrar og velmetinnar fjöl- skyldu. Hann umgekkst stúlk- urnar í bænum, en ekki varð nein trúlofun úr því. Hann fór síðan í háskóla í Illinois, starfaði í stríðinu sem siglingafræðingur á sprengjuflugvél og var lofsam- lega getið, hvarf síðan aftur að námi og útskrifaðist sem jarð- fræðingur. Hann starfaði í suð- vestur-ríkjunum unz hann lauk meistaraprófi við háskólann í Arizona. Síðan hvarf hann heim til Williamstown og stofnsetti þar fornsölu, auk þess sem hann vann við borgarstjóraembættið. Hann bauð sig meira að segja fram til kosninga, en tapaði sem betur fór, því annars hefði hann ekki getað tekið að sér þetta fá- gæta starf í París. Þar hafði nú hnífur hans kom- izt í feitt. í fyrstu hafði hann verzlað með stál til flugvalla- gerðar. Og það hlaut að hafa gef- ið góðan skilding í aðra hönd, því hann var að hugsa um að opna safn fyrir listmuni og forn- gripi í New York. Sá kunni nú lagið á því. Hann græddi á tá og fingri og svo var maðurinn viðkunnanlegur. Hann mundi alltaf eftir því að færa vinum sínum gjafir, og alltaf tilbúinn að hjálpa. Aldrei gleymdi hann afmælis- og tyllidögum. Og hvað hann var rómantískur í Evrópu- klæðnaði sínum og látbragði! Öll Williamstown var hugfangin af honum. En jafnan rann upp sá dagur á ferðum Urbanos um Bandarík- in, að hann þyrfti að hafa tal af bankastjórum sínum. Allar þess- ar gjafir og eyðslusemi kostuðu of fjár. Og svo sannarlega „hitti hann þá að máli“. Cheltenhambankann í Philadelphiu og útibú hans heimsótti hann fjórum sinnum og hafði upp úr krafsinu 52.000 dali. Hann klófesti meir en 21.000 hjá Fidelity-National bankanum í Baltimore og hjá First National bankanum í sömu borg áskotnað- ist honum 18.000. Bændabankinn í Delaware mátti sjá á bak 19.000 dölum, og Suburban Trust Co. í College Park í Maryland, rétt fyrir utan Washington, missti 23.000. Listi þessi er þó hvergi nærri tæmandi. Ríkislögreglan var alveg í öng- um sínum, þeir gátu ekki fengið færi á honum. Þeir vissu, að einn og sami maður var að verki. Þeir voru þaulkunnugir aðferð hans. En það var ýmislegt sem olli því, að erfitt var að hafa hendur í hári hans. Ránin voru framin af handahófi og með löngu millibili. Það var ómögulegt að reikna út, hvar og hvenær næsta rán kynni að ske. Og peningarnir komu aldrei fram í Bandaríkjunum. Og Urbano var einn að iðju sinni, og enginn meðsekur, sem gæti beint grun að honum. En aðalástæðan fyrir því, að ríkislögreglan gat ekki haft hendur í hári hans, var sú, að hann hagaði sér aldrei eins og bankaþjófur. Hann dvaldist lang- dvölum í tveim heimum, þar sem „Höfrungurinn” var jafn fram- andi og Zulu-negri. Alþjóðlegur listmunasali er ekki að útbásúna það, að hann sé bankaþjófur, né heldur fer elskandi sonur að til- kynna það móður sinni, að gjaf- irnar, sem hann færir henni, séu keyptar fyrir stolið fé. Hann einn vissi, að hann var „Höfr- ungurinn", þetta var hinn skelfi- legi leyndardómur hans. Því hann hryllti við þeirri tilhugsun, að upp um hann kæmist, og hann stæði afhjúpaður fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Hvert rán átti að vera hans síðasta, en hann var flæktur í vítahring. Hann varð að halda áfram ríkmannlegum lifnaðarháttum sínum, en þess var enginn kostur, að hann gæti unnið sér inn það fé, sem til þyrfti á heiðarlegan hátt. En hvernig gat nú Urbano með allar sínar gáfur, menntun og málakunnáttu hafa lent í öðru eins öngþveiti? Frá unga aldri hafði hann tekið upp á því að lifa í hugarheimi og dagdraum- um, og brá þá stundum fyrir sig stólpalygum og varð hrifinn af, ef honum var trúað. Hann dreymdi um auð og allsnægtir, MARCHAND’S - HAIR RINSE - PLATINIUM — BLACK — HENNA — DARK BROWN. LIGTH GOLDEN BLONDE — BLONDE - WARM CHESTNUT BROWN — AUBURN — BLUE BLACK — TITAN BLONDE — BRONZE. STERLING. Sími 13649. VIKAN 25. tbl. — 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.