Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 39
háar stöður og fræga vini og kunningja og ríkidæmi, sem orð færi af. Og svo kom heimsstyrjöldin síðari. Þar lenti hann í flugvél undir stjórn hins þekkta leikara Lt. Col. James Stewart, og eftir að hafa farið í 28 leiðangra í hernaðarþágu, fengu þeir mán- aðar frí í París. Og nú fengu draumar hans byr undir báða vængi. Að stríði loknu sneri hann aftur til Bandaríkjanna staðráð- inn í því að gera drauma sína að veruleika. Hann áleit nú, að meistarapróf í fræðigrein sinni væri spor í rétta átt, svo hann tók það. En það virtist ekki koma að tilætl- uðum notum. Því var það, þegar hann starfaði í Arizona, að hann reyndi að brjótast inn í hús og var óðara tekinn höndum og dæmdur til fangelsisvistar í fimm ár — skilorðsbundið. Yfirvöldin í Arizona leyfðu honum þó að fara aftur heim til Williamstown. Enginn veit hvenær honum datt fyrst bankarán í hug, né hvar það var fyrst framkvæmt. Ríkis- lögreglan segir „upp úr 1950“. Á því græddi hann 3616 dali. í marz sama ár stökk hann yfir bankaborð í Elkin Park, Pensyl- vaniu, og sömu leið til baka 7248 dölum ríkari. Skömmu síðar fór Urbano aft- ur til Parísar, og nú hófst draumaferill hans fyrir alvöru. Upp frá þessu fór hann ekki oftar til Bandaríkjanna, en fjár- hagur hans krafðist. Árum sam- an viðhafði hann sömu tæknina í bankaránum sínum, og aðeins einu sinni lá það við, að honum mistækist. Það var Colorado- bankaránið. Honum gekk bölvan- lega frá byrjun. Fyrst og fremst tókst honum ekki að stökkva yf- ir borðið fyrr en hann notaði spýtubakka fyrir bakþúfu. Höfr- ungs.hlaupið tókst því ekki sem skyldi, og hann varð taugaóstyrk- ur. Svo var ein peningaskúffan aflæst, og svo glopraði hann 200 dölum á gólfið. Auk þess hreyfði bankastjórinn sig, svo Urbano varð að hóta honum með skamm- byssunni. Hann var alveg að tapa sér, og tók þann kostinn að flýja, þótt hann ætti þrjár skúffur ó- tæmdar, og þá var hlaupið eftir honum og kallað: „Stöðvið þjóf- inn! Stöðvið þjófinn!“ Vörubílstjóri, William Shipley að nafni, heyrði hrópið og sá bíl- inn. Hann reiknaði það út, að hann kæmist í veg fyrir hann og brunaði af stað. En það stóðst á endum, þarna óku bílarnir hlið við hlið og vörubíllinn ætlaði að þvinga hinn út af veginum eða nema staðar. Þá beindi Urbano skammbyssu sinni út um gluggann og beint að höfði vörubílstjórans. Síðan skaut hann. Skotið kom í hurð vörubílsins, og Shipley hemlaði svo snögglega, að báðir félagar hans féllu á gólfið, en Urbano ók áfram. Shipley, hálfgildings hetja, sagði við lögregluna: „Hann hefði getað drepið mig, en hann kærði sig ekki um það.“ Nokkru síðar breytti Urbano um aðferð og réðst nú á stór- verzlanir. Hann taldi þær auð- veldari viðureignar. Þær höfðu gnægð fjár og þar var fjöldi fólks, svo auðvelt var að hverfa í mannhafið. Og 11. febrúar 1959 reyndi hann við Kann-verzlunina í Arlington í Virginíu. Hann not- aði gömlu aðferðina, Höfrunga- hlaupið, og hún brást ekki fremur en fyrri daginn. Hann slapp með 7300 dali í reiðufé og 2500 í ávís- unum. Tveimur dögum síðar end- urtók hann þetta í klæðaverzlun í Wilmington í Delaware og hafði 7905 dali upp úr krafsinu. Nú var hann á grænni grein í nokkra mánuði, en kom þó aftur í júlímánuði og rændi Bænda- bankann í Wilmington. Nú gat hann eytt sumrinu og haustinu í glaumi og gleði og mátti ekki tæpara standa, því nú nálgaðist óðum sú stund, að hann vaknaði upp frá draumi sínum með andfælum. Hann kom aftur til Bandaríkj- anna 11. des. 1959, dvaldist þar í íbúð sinni í 62. stræti og fór síðan í kynnisferð heim til Willi- amstown hlaðinn gjöfum að vanda. Eftir jólin hvarf hann aft- *ur til New York og dvaldist þar næstu daga, en tók síðan lest aft- ur til Massachusetts. Hann kvaddi Williamstown í síðasta sinn 11. jan. 1960 og hélt þaðan til Hertz- skrifstofunnar í New York, en þar leigði hann sér rauðan Ford- station bíl, árgerð 1960. Að morgni þess tólfta ók hann til Patterson í New Jersey og kom bílnum þar í geymslu. Síðan fór hann í strætisvagni í útjaðar borgarinnar, og fann þar hvít- svartan bíl með lyklum í, og ók honum til bílageymslu þar ná- lægt. Sama kvöld kom hann aft- ur til New York í rauða Ford- bílnum, á miðvikudag og fimmtu- dag ók hann aftur til New Jersey og eyddi dögunum í að kynna sér allar aðstæður einkum í verzlunarhverfinu. Á föstudaginn 15. janúar fór hann á fætur kl. átta að venju og ók í rauða bílnum til bíla- geymslu. Síðan fór hann með strætisvagni unz hann náði í stolna bílinn og ók honum allan daginn á milli Sterns-verzlunar og Bambergers. Hann átti bágt með að gera upp á milli þeirra, en kl. hálf fimm var teningnum kastað. Bamberger skyldi það vera. Fyrst gekk hann margsinnis um allar deildir, grannskoðaði allar útgönguleiðir og einkum, hvar snyrtiklefar voru fyrir karla. Því að ráðagerð hans að hlaupa þang- að inn, svifta af sér grímunni og kasta hermannafrakkanum og birtast á ný sem skrautbúinn New York búi alveg agndofa yfir hinu hræðilega ráni, sem var ný- afstaðið. Um hálf sex leytið settist hann á stól og reyndi að hugsa ráð sitt. Þetta lagðist illa í hann. Búr gjaldkerans var illa staðsett, ef eitthvað kæmi fyrir þyrfti hann að hlaupa óraleið til þess að kom- ast að bílnum. Auk þess var búð- in óðum að tæmast og hann var fjárþurfi, því eftir að hafa borg- að farseðil sinn til Parísar átti hann ekki eftir nema 11,65 dali. Hann mátti ekki tefja. Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í sex setti hann upp sólgleraugu og hóf göngu sína. Nokkrum mínútum áður lagði gjaldkerinn, John Blanch, af stað í matinn. Það hafði ekki farið fram hjá Urbano, því það þýddi, oð aðeins þrjár stúlkur voru eftir til afgreiðslu við gjaldkeraborð- ið. En John Blanch yfirgaf ekki deildina þegar í stað. Hann fór inn á snyrtiherbergi karla til að þvo sér um hendur og greiða sér. Þá sá hann í speglinum, að blóm- ið í hnappagatinu hans var farið að fölna. Hann sneri því aftur til skrifstofu sinnar til að fá sér ferskt blóm. Urbano var nú á leiðinni að borðinu í hermannafrakka sín- um, með barðastóran hatt, sem slútti fram yfir augun, og að því kominn að draga vasaklútinn upp á nef sér. Leo Zaritsky húsgagna- sölumaður sat við skriftir við skrifborð sitt í 20 feta fjarlægð. Ennþá fjær var Fred Kramer að ganga frá sölunótum sínum. I heimilisvörudeildinni var Char- les Jony að kaupa tveggja potta brúsa af þvottalegi undir eftir- liti konu sinnar. Fyrir innan borðið stóðu Dira Mullins og Agnes Reynolds og urðu þess varar, að einhver nálg- aðist. Þær litu upp og fannst þær sjá vofu, er Urbano stóð þar fyr- ir framan þær. Allt í einu stökk hann yfir borðið. Dira Mullins stirðnaði af skelfingu. En þá skeði það, sem aldrei hafði komið fyrir áður, í öllum ránum Urbanos. Einn varð ekki agndofa, Agnes Reynolds opnaði munninn og æpti af skelfingu. Og hún hélt áfram að reka upp sker- andi vein. Nú var það Urbano, sem stirðnaði. John Blanch heyrði hrópin til skrifstofu og skundaði á vett- vang. Hann sá Diru Mullins stirðnaða af skelfingu og Agnes Reynolds æpandi. Hann sá Urbano ekki fyrst í stað. Hann hélt að það hefði liðið yfir ein- hvern og hljóp innfyrir borðið. Þá sá hann mann með vasaklút fyrir andlitinu, og með poka í hendi. Maðurinn virtist vera að troða einhverju í pokann. Blanch sá enga byssu og heyrði ekkert talað. Og hann vissi satt að segja VIKAN 25. tbl. — 3Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.