Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 41
UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓA. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að er alltaf sami leikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verfclaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nóio Nafn Hcimili Orkin er á bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: ELIN EBBA GUNNARSDOTTIR, Álfheimum 26, Reykjavík. hann á og leiðbeindi honum, hvað lítið sem á milli bar, þótt ekki væri nema um orðalag. Annarleg, fargþung þögnin. Grænn bjarminn umhverfis jörð- ina úti í geimnum. Oddhvassir, grádökkir tindarnir. Hin algera einangrun og óbærilega einmana- kennd. Hann fann söknuðinn gagntaka sig, því að honum varð ljóst að héðan í frá mundu mönnuð geim- för verða á stöðugri siglingu hnatta á milli; að hann væri þeg- ar orðnin úreltur og dæmdur úr leik; að varahlutirnir væru þeg- ar reiðubúnir því að þeim væri komið fyrir í hans stað svo að könnuninni yrði haldið áfram — glaðir, reifir og brosleitir vara- hlutir ákafir og óþolinmóðir að komast af stað ... „OG NÚ,“ mælti höfuðsmað- urinn, „kemur að hólmgönguat- riðinu — eða eigum við kannski heldur að kalla það sjálfsvörn.“ Og það vottaði fyrir brosi um varir honum. Wakeby leit á hann með andúð í augnaráðinu. „Þú hefur mikið dálæti á því atriði, er ekki svo?“ varð honum að orði. Höfuðsmaðurinn yppti öxlum. „Geturðu neitað því, að það sé að öllum líkindum einhver sú æsilegasta saga, sem nokkru sinni hefur verið sögð? Ég hlýt að viðurkenna, að það fer um mig annarlegur hrollur í hvert skipti sem ég heyri þá frásögn af vörum söguhetjunnar sjálfrar. Þetta verður þú að leitast við að skilja, Wakeby. Þó að þér verði þetta ævilöng martröð, verður það okkur, þeim jarðbundnu ...“ Wakeby gekk yfir að litla glugganum og starði svipþungur út yfir allar hinar gífurlegu byggingar, þar sem taugamiðstöð þessa tröllvaxna hernaðarlega tilraunafyrirtækis hafði aðsetur sitt. „Þetta var eina atriði á allri ferðinni,“ hóf Wakeby máls eins hversdagslegri og áherzlulausri röddu og honum var frekast unnt, „sem ekki hafði verið ráð fyrir gert og því ekki að neinu leyti þjálfað eða undirbúið. Líkurnar fyrir því, að þeir myndu velja sínu tunglfari stað svo nálægt okkar lendingarstað sem á daginn kom, voru því sem næst ein gegn milljón, að því er upplýsinga- þjónustu okkar reiknaðist — lík- urnar fyrir því að slíkt gæti gerzt ein gegn milljón.“ Og höfuðsmaðurinn spurði sömu spurningarinnar og hann hafði alltaf spurt áður, þegar Wakeby kom að þessu atriði í frásögn sinni: „Þér hafði ekki verið endanlega tilkynnt, að hann væri lagður af stað?“ „Nei,“ svaraði Wakeby. „Tal- sambandið var rofið, svo að þeir niðri gátu einungis sent mér við- vörunarmerki, sem þýddi ein- ungis að ég skyldi beita ýtrustu varkárni. Það gat átt við ein- hverja eina eða fleiri af þeim þúsund hættum, sem ég varð að horfast í augu við. Það eina, sem ég gat af því ráðið, var því það, að ég skyldi ekki flana að neinu." „Báru viðvörunarmerkin þann árangur, að þú værir betur undir þetta furðulega og óvænta atriði búinn?“ spurði höfuðsmaðurinn. „Ég geri varla ráð fyrir því,“ mælti Wakeby hugsandi og sein- lega, „að unnt sé að búa mann undir álíka óvænt og ótrúlegt at- vik og það, að maður rekist á annan mann á tunglinu.“ „Gerðirðu þér samstundis ljóst að um fjandmann væri að ræða?“ „Nei, ekki samstundis. Það tók mig að minnsta kosti eina til tvær mínútur að jafna mig eftir lostið. Fyrst í stað hafði ég ekki hugmynd um hvort heldur ég átti að hlægja eða gráta eða vefja hann örmum. Þá kom ég auga á sovézku skammstöfunina á hjálmi hans. Og þá var ég ekki brot úr andrá að átta mig á hvað gera skyldi.“ „En hvað um þann rússneska?“ spurði höfuðsmaðurinn. „Held- urðu að hann hafi áttað sig á hvað gera skyldi.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Wakeby. „Ég geri einungis ráð fyrir, að það hafi tekið hann brot úr andrá lengur að átta sig, og það hafi gert gæfumuninn. En ég veit það ekki, þrátt fyrir það.“ Höfuðsmaðurinn sat þögull nokkur andartök og virtist hripa eitthvað í minnisbókina. „Og nú kemur að mikilvægasta atriðinu, Wakeby,“ mælti hann, er hann loks rauf þögnina. „Kannski í rauninni eina mikil- væga atriðinu, sem ég hef verið að slægjast eftir með allri þess- ari yfirheyrzlu. Var það fyrir ó- sjálfráða eðlisávísun eingöngu, að þú felldir hann, aðeins vegna þess að hann var Rússi? Eða vannst þér tími til að hugleiða hversu flókin vandamál hlyti að leiða af þessum óvænta fundi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.