Vikan


Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 20.06.1963, Blaðsíða 46
Látið Dubarry CLEANSING CREAM hreinsa og fegra húð yðar og Dubarry YANISHING CREAM verndar litaraftið í vetrarkuldum. Þegar þér kaupið snyrtivörur, biðjið um DiibaiTy Heildverzlun HALLDÓRS JÓNSSONAR, Hafnarstræti 18. Símar 12586 og 23995. gát, svo að ekki heyrðist minnsta þrusk. Þegar inn kom, sá ég móta fyrir hinum mikla og luralega búk Constantine í anddyrinu. Hann varð ferða minna var og leit um öxl. Ég hafði þrifið gömlu og þungu bronselíkneskjuna af borðinu undir speglinum barði hann tvívegis í hausinn, án þess hann hefði minnstu hug- mynd um hvað væri á seiði. Hann hneig niður á gólfábreið- una; ég dró vindlakveikjarann upp úr vasa mínum, kveikti, laut að honum og lýsti í skyndi fram- an í hann. Hann var dauður. Ljós var kveikt uppi á gang- inum, hún kom fram á stigapall- inn og kallaði skelfingu lostin. „Cary ... ert þú þarna?“ „Farðu ekki niður í stigann, hjartað mitt!“ Ég stökk upp stigaþrepin. Hún var ýturvaxin og annarlega fög- ur, þar sem hún stóð þarna á hálfgagnsæjum náttserknum. „Innbrotsþjófur, ástin mín. Kom að honum óvörum og réðist á hann, en hann snerist þegar til varnar. Ég þreif það barefli, sem mér varð hendi næst . ..“ Hún lagði kinnina ástúðlega að vanga mér. „Cary ... elskan mín,“ hvíslaði hún. „Ég er hræddur um að ég hafi orðið helzt til þunghöggur. Viltu hringja á lögregluna, ástin mín.“ Og á meðan hún hringdi, naut ég þess að finna augnaráð henn- ar hvíla stöðugt á mér. Ef ég hafði veitt lífi hennar einhvern tilgang, þá hafði hún endurgold- ið mér það hundraðfalt. En það atriði fékk ég sjálfur hvorki skil- ið né skýrt til hlítar — það hefði að minnsta kosti verið þýðingar- laust fyrir mig að reyna að koma Constantine í skilning um það. Að ég væri orðinn ástfanginn af henni ... ★ L. BJARNI VIBORG. Framhald af bls. 15. að vera á meðan ég svipaðist um eftir vinnu. En hún lá ekki á lausu. Ég fór að sjálfsögðu snauð- ur utan og jafn snauður kom ég heim; reyndar hafði ég ekki átt fyrir farinu og skuldaði 20 krón- ur hjá Eimskip. Þeir rukkuðu mig aldrei um þessar krónur og tóku ekki við þeim, þegar ég ætlaði að borga. Ég er mjög þakk- látur þessu fólki, sem hjálpaði mér, þegar verst á stóð. Ég ætla ekki að lýsa atvinnu- leysinu hérna á kreppuárunum því það hefur oft verið rifjað upp af mér skírari mönnum. Kunningsskapur var þýðingar- mikill til framgangs þá ekki síð- ur en nú. Ég þekkti engan og enginn þekkti mig. Þegar við stóðum í röðum og biðum eftir einhverju að gera, þá var ég oft valinn síðastur allra. Og alltaf var mér sagt fyrst upp. Það vildi til að ég var ekki góðu vanur. Þá fór ég að leita mér atvinnu utan Reykjavíkur og var meðal annars hjó Jóhannesi bónda hér í austurbænum. Og þar kynntist ég konunni minni. Hún er systir Jóhannesar og heitir Sveinbjörg Einarsdóttir. Við byrjuðum bú- skap í Reykjavík, fyrst á Stýri- mannastíg, síðar á Ljósvallagötu og Baldursgötu. Þá vann ég um tíma í Stálsmiðjunni og tók hvað annað, sem til féllst. Svo kom Bretinn og þar með var brotið blað. í stað þess að menn gengju um atvinnulausir, voru þeir skráðir í vinnu á tveim og jafnvel þrem stöðum í einu. Og tekjurnar voru eftir því. Ég var í Bretavinnunni frá því her- inn kom og fram til 1947. Það var þá að við hjónin snerum baki við Reykjavík og fluttumst hingað uppeftir. Við fengum skika hér á hólnum og byggðum Ráðagerði með hjálp góðra manna. Fyrst var það í rauninni byggt sem sumarbústaður, en svo hef ég dyttað að því og það er ágætt íveruhús. Hólarnir í kring voru mjög grýttir þá, en ég hef verið að rækta þennan skika síðan. Hann er einn hektari. Ég kom hér upp kindum og átti sex, þegar mæði- veikin kom og niðurskurðurinn. Síðan hef ég verið að fjölga fénu að nýju; átti 36 ær í fyrra, en varð fyrir óhöppum í ár og á núna 24 með gemlingunum. Svo höfum við 12 hænur. Ég slæ blettinn okkar með orfi og ljá og ek heyinu heim í hjól- börum. En það hrekkur ekki til, sem ég fæ af blettinum. Ég fæ að beita fénu hér í kring og slægjur fæ ég eftir því sem ég þarf með hjá Kristjáni í Ferju- koti og þeim í miðbænum. Ég þarf ekki að kvarta. Mér hefur liðið vel, síðan ég kom heim til íslands og hvergi hefur mér liðið eins vel og hér í Ráðagerði. Gísli Sigurðsson. DÆGUR ÓTTANS. Framhald af bls. 29. var á feðum; jókst rauði litur- inn táknaði það aukið súrefnis- innihald blóðsins — og öfugt, ef hinn rauði litur fór rénandi. Hvað Jackie snerti mundi mæl- irinn sýna langt undir meðallagi í upphafi. Andy vissi það — og þess vegna beið hann ekki eftir því, að lesið væri á mælinn í fyrsta skipti. „Við getum byrjað, þegar þér eruð reiðubúinn, Gray læknir.“ Það var Júlía, sem tilkynnti, að allt væri tilbúið. Þegar Andy gekk að skurðarborðinu, varð honum litið til áhorfendapall- anna, og hann undraðist hversu margir áhorfendur voru í þetta skipti. Svo leit hann á skurð- staðinn og talaði í hljóðnemann, sem hékk yfir höfði hans. ,Við höfum þegar gengið úr skugga um, að aorta er með eðli- legum hætti vinstra megin — og við skerum þess vegna hægra megin og förum inn í brjóst- holið um annað rifjabil, ef það er mögulegt...“ Hann heyrði rödd sjálfs sín skýra skurðað- gerðina ósköp rólega, og hann vonaði, að hönd sín yrði eins róleg, þegar hún gerði fyrsta skurðinn. „Eins og þér munuð sjá, beitum við Blalocksað- ferð ...“ Hann sá blika á stál út undan sér. Júlía hafði þegar tekið fyrsta hnífinn og var reiðubúin til að leggja skaftið í lófa hans. Klukk- an á veggnum var nákvæmlega átta. Andy sneri sér að svæfing- arlækninum, Evans, sem kinkaði kolli til hans, áður en hann seild- ist eftir hnífnum. Hart skaftið féll að gúmmí- hanzka hans. Beitt eggin nam við rauða, sótthreinsaða húðina, hik- aði andartak og skar síðan gegn- um hana með öruggri hreyfingu. Tony Korff gekk í hundrað- asta skipti um gólf í herbergi sínu og neyddi sig til að horfa ekki á klukkuna á dragkistunni. Hann hafði haft mikinn hjart- slátt undanfarna klukkustund, en hann vissi, að hann yrði enn að bíða langa stund, áður en hann þyrði að leggja upp. Þegar klukk- an í Schuylerturninum slægi hálf níu, ætlaði hann að taka lækningatösku sína, og halda síð- an úr sjúkrahúsinu gegnum garð- inn við hjúkrunarkvennabygg- inguna, svo að hann þyrfti ekki að fara um aðalanddyrið, þar sem menn hlytu að taka eftir honum. Síðan yrði auðvelt að komast í það völundarhús smágatna, sem voru vestan við East Side-sjúkra- húsið, og jafnvel þótt lögreglan stæði enn vörð um bygginguna, mundi svört lækningataskan opna honum allar leiðir. Bert hafði sagt, að ekki yrði um neinn næturvörð að ræða. Tony stakk hendinni í vasann og handlék lykilinn að skrifstofu ölgerðar- mannsins. Læsingarlausnin var einnig í vasa hans, en hann þurfti ekki að líta á hana frek- ar .. . Hann kunni hana alveg ut- an að. Ef hann legði upp klukkan hálf níu, mundi hann verða bú- inn að opna skápinn löngu fyrir níu. Síðan voru aðeins fáein skref gegnum ölgerðarsalinn að dyrunum, sem lágu nður að upp- fyllingunni. Hægt var að opna þær innan frá og enginn mundi sjá, þegar hann gæfi ljósmerki út um hálfopnar dyrnar — það er að segja enginn annar en Falk skipstjóri ,sem beið úti á fljótinu. Tony Korff kveikti sér í nýrri sígarettu. Ég verð að taka mér eitthvað fyrir hendur næsta hálf- tímann — ella verð ég geðveik- ur, sagði hann við sjálfan sig. — VIKAN 25, tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.